Sprunga djúpt í Langjökli magnar upp upplifun gesta svavar hávarðsson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Verkefnið hefur vakið athygli erlendis og Lonely Planet hefur valið ísgöngin einn mest spennandi viðkomustaðinn árið 2015. mynd/IceCaveiceland Innan fárra vikna verður lokið við að grafa ísgöng í Langjökli – þau lengstu sinnar tegundar í Evrópu. Þá tekur við lokafrágangur en tekið verður á móti fyrstu gestum í júní og þeir leiddir tugi metra undir jökulinn þar sem bíður þeirra undraveröld. „Þetta er langt komið. Ætli við eigum ekki eftir tíu daga í að klára göngin sjálf, og eftir það eru einhverjir hellar eftir og svo frágangsvinna; að snurfusa eitt og annað áður en við tökum til við að setja upp lýsingu og fleira,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri IceCave Iceland.Sigurður SkarphéðinssonÍ raun er íshellirinn, sem er að verða tilbúinn, hringlaga göng sem ná um 200 metra inn í jökulinn á 30 metra dýpi. „En þegar þú labbar hringinn eru þetta tæpir 400 metrar og lengra þegar krókar og kimar eru meðtaldir,“ segir Sigurður. Við gröftinn inn í jökulinn „fundu“ verktakarnir sprungu eina mikla djúpt í jöklinum. Sigurður segir að þessi smíð frá náttúrunnar hendi verði eitt helsta aðdráttarafl ganganna. „Stóri bónusinn var að við komum inn í gríðarstóra sprungu; þar sem við komum inn í hana er hún 5 metrar á breidd og hún er 200 til 300 metra löng. Hún opnast ekki yfir sumarið, og við komum að henni í botninn. Það verður mikil upplifun fyrir gesti að horfa eftir henni,“ segir Sigurður. Í þessari undraveröld í jöklinum, sem Sigurður lýsir, verður gestum boðið að virða fyrir sér sýningar í afkimum og hliðarskútum, þar verða jafnvel tilhöggvin íslistaverk sem gleðja augað svo ekki sé talað um sjálft jökulstálið, upplýst eftir kúnstarinnar reglum. Hugsað er fyrir öllu, jafnvel þeim sem eru á þeim buxunum að ganga í það heilaga því í jöklinum verður lítil kapella fyrir þá sem gera sérkröfur. Göngin eru ofan við Geitlandsjökul í um 1.260 metra hæð yfir sjávarmáli, og hugsuð sem viðbót við ferðaþjónustu á því svæði landsins sem ásóknin er mest. Það er Icelandic Tourism Fund (ITF I), framtakssjóður í eigu Landsbankans, Icelandair Group og nokkurra lífeyrissjóða, sem stendur að verkefninu undir merkjum fyrirtækisins IceCave. Við opnun í sumar var reiknað með að framkvæmdin myndi kosta á bilinu 200 til 300 milljónir, en Sigurður telur að hún verði lítið eitt dýrari. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Innan fárra vikna verður lokið við að grafa ísgöng í Langjökli – þau lengstu sinnar tegundar í Evrópu. Þá tekur við lokafrágangur en tekið verður á móti fyrstu gestum í júní og þeir leiddir tugi metra undir jökulinn þar sem bíður þeirra undraveröld. „Þetta er langt komið. Ætli við eigum ekki eftir tíu daga í að klára göngin sjálf, og eftir það eru einhverjir hellar eftir og svo frágangsvinna; að snurfusa eitt og annað áður en við tökum til við að setja upp lýsingu og fleira,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri IceCave Iceland.Sigurður SkarphéðinssonÍ raun er íshellirinn, sem er að verða tilbúinn, hringlaga göng sem ná um 200 metra inn í jökulinn á 30 metra dýpi. „En þegar þú labbar hringinn eru þetta tæpir 400 metrar og lengra þegar krókar og kimar eru meðtaldir,“ segir Sigurður. Við gröftinn inn í jökulinn „fundu“ verktakarnir sprungu eina mikla djúpt í jöklinum. Sigurður segir að þessi smíð frá náttúrunnar hendi verði eitt helsta aðdráttarafl ganganna. „Stóri bónusinn var að við komum inn í gríðarstóra sprungu; þar sem við komum inn í hana er hún 5 metrar á breidd og hún er 200 til 300 metra löng. Hún opnast ekki yfir sumarið, og við komum að henni í botninn. Það verður mikil upplifun fyrir gesti að horfa eftir henni,“ segir Sigurður. Í þessari undraveröld í jöklinum, sem Sigurður lýsir, verður gestum boðið að virða fyrir sér sýningar í afkimum og hliðarskútum, þar verða jafnvel tilhöggvin íslistaverk sem gleðja augað svo ekki sé talað um sjálft jökulstálið, upplýst eftir kúnstarinnar reglum. Hugsað er fyrir öllu, jafnvel þeim sem eru á þeim buxunum að ganga í það heilaga því í jöklinum verður lítil kapella fyrir þá sem gera sérkröfur. Göngin eru ofan við Geitlandsjökul í um 1.260 metra hæð yfir sjávarmáli, og hugsuð sem viðbót við ferðaþjónustu á því svæði landsins sem ásóknin er mest. Það er Icelandic Tourism Fund (ITF I), framtakssjóður í eigu Landsbankans, Icelandair Group og nokkurra lífeyrissjóða, sem stendur að verkefninu undir merkjum fyrirtækisins IceCave. Við opnun í sumar var reiknað með að framkvæmdin myndi kosta á bilinu 200 til 300 milljónir, en Sigurður telur að hún verði lítið eitt dýrari.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira