Himinn og haf er á milli deilenda Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Svona renna álkubbarnir úr mótunum hjá Norðuráli. Starfsemi álvera er viðkvæm með framleiðsluferli sem þolir illa truflanir. Fréttablaðið/Vilhelm KjaramálBiðstaða er í launadeilu starfsmanna við Norðurál. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir deilunni mjög fljótt hafa verið vísað til Ríkissáttasemjara. Næsti sáttafundur er boðaður níunda þessa mánaðar. „Það er alveg ljóst að enn er himinn og haf á milli deiluaðila,“ segir hann. Á vef verkalýðsfélagsins hefur verið greint frá því að Norðurál hafi hafnað nær öllum kröfum starfsmanna, en boðið 2,5 prósenta launahækkun, auk 75 þúsund króna eingreiðslu og tengingu við hækkanir sem um kann að semjast á almennum vinnumarkaði. Kröfur starfsmanna hljóða hins vegar meðal annars upp á 20,9 prósenta hækkun byrjunarlauna, úr 206 þúsund krónum í 249 þúsund og að tekið verði upp vaktakerfi sem byggist á þrískiptum átta tíma vöktum, á sömu launum og starfsmenn fá nú greidd fyrir 12 tíma vaktir.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.„Það er ekki mikil hreyfing á þessu en við erum alltaf vongóðir á meðan menn tala enn þá saman,“ segir Vilhjálmur. Einhugur sé um baráttumálin meðal starfsmanna. „Grundvallaratriði er að fyrirtæki í þessum geira hafa hagnast mjög vel og Norðurál, eitt glæsilegasta fyrirtæki á Íslandi, hefur hagnast nær öll ár frá byrjun. Og í því viljum við fá hlutdeild, því að allir græða ef þeir sem starfa í þessum fyrirtækjum fá góð laun. Sveitarfélögin fá hærri útsvarstekjur, ríkið meiri skatttekjur og verslun og þjónusta blómstrar á þeim svæðum sem slíkar verksmiðjur starfa,“ segir Vilhjálmur. Því skipti miklu máli að ná sem mestu út úr þessum fyrirtækjum. „Og það er hlutverk okkar í verkalýðsfélögunum að gera það.“ Hvað varðar aðgerðir til að þrýsta á um lausn deilunnar segir Vilhjálmur eðli starfseminnar hjá Norðuráli setja vinnustöðvunum ákveðin takmörk. Ál er brætt í kerum sem þola ekki að vera stöðvuð í lengri tíma en fáeinar klukkustundir því þá storknar í þeim málmurinn og þarf að endurnýja kerin með ærnum tilkostnaði.Ragnar GuðmundssonHinn 1. apríl geti starfsmenn hins vegar kosið um aðgerðir. „Og að sjálfsögðu munum við beita hverjum þeim tækjum og tólum sem við höfum til að ná fram sanngjarnri leiðréttingu á launum þeirra sem þarna starfa.“ Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, sem fer fyrir samninganefnd fyrirtækisins segir best fara á því að halda samningaviðræðum við samningaborðið, en ekki í fjölmiðlum. Málið sé í eðlilegum farvegi hjá Ríkissáttasemjara. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
KjaramálBiðstaða er í launadeilu starfsmanna við Norðurál. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir deilunni mjög fljótt hafa verið vísað til Ríkissáttasemjara. Næsti sáttafundur er boðaður níunda þessa mánaðar. „Það er alveg ljóst að enn er himinn og haf á milli deiluaðila,“ segir hann. Á vef verkalýðsfélagsins hefur verið greint frá því að Norðurál hafi hafnað nær öllum kröfum starfsmanna, en boðið 2,5 prósenta launahækkun, auk 75 þúsund króna eingreiðslu og tengingu við hækkanir sem um kann að semjast á almennum vinnumarkaði. Kröfur starfsmanna hljóða hins vegar meðal annars upp á 20,9 prósenta hækkun byrjunarlauna, úr 206 þúsund krónum í 249 þúsund og að tekið verði upp vaktakerfi sem byggist á þrískiptum átta tíma vöktum, á sömu launum og starfsmenn fá nú greidd fyrir 12 tíma vaktir.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.„Það er ekki mikil hreyfing á þessu en við erum alltaf vongóðir á meðan menn tala enn þá saman,“ segir Vilhjálmur. Einhugur sé um baráttumálin meðal starfsmanna. „Grundvallaratriði er að fyrirtæki í þessum geira hafa hagnast mjög vel og Norðurál, eitt glæsilegasta fyrirtæki á Íslandi, hefur hagnast nær öll ár frá byrjun. Og í því viljum við fá hlutdeild, því að allir græða ef þeir sem starfa í þessum fyrirtækjum fá góð laun. Sveitarfélögin fá hærri útsvarstekjur, ríkið meiri skatttekjur og verslun og þjónusta blómstrar á þeim svæðum sem slíkar verksmiðjur starfa,“ segir Vilhjálmur. Því skipti miklu máli að ná sem mestu út úr þessum fyrirtækjum. „Og það er hlutverk okkar í verkalýðsfélögunum að gera það.“ Hvað varðar aðgerðir til að þrýsta á um lausn deilunnar segir Vilhjálmur eðli starfseminnar hjá Norðuráli setja vinnustöðvunum ákveðin takmörk. Ál er brætt í kerum sem þola ekki að vera stöðvuð í lengri tíma en fáeinar klukkustundir því þá storknar í þeim málmurinn og þarf að endurnýja kerin með ærnum tilkostnaði.Ragnar GuðmundssonHinn 1. apríl geti starfsmenn hins vegar kosið um aðgerðir. „Og að sjálfsögðu munum við beita hverjum þeim tækjum og tólum sem við höfum til að ná fram sanngjarnri leiðréttingu á launum þeirra sem þarna starfa.“ Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, sem fer fyrir samninganefnd fyrirtækisins segir best fara á því að halda samningaviðræðum við samningaborðið, en ekki í fjölmiðlum. Málið sé í eðlilegum farvegi hjá Ríkissáttasemjara.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira