Innlent

Rammagerðin rifin og hótel byggt

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Steypan í Hafnarstræti 19 er sögð léleg.
Steypan í Hafnarstræti 19 er sögð léleg. Fréttablaðið/Rósa
Óskað hefur verið eftir heimild borgaryfirvalda til að rífa hús Rammagerðarinnar í Hafnarstræti svo reisa megi þar hótel með 72 herbergjum.

Í erindi til skipulagsfulltrúa segir að sótt sé um að rífa húsið vegna bágs ástands á steypuvirki. Endurbyggja á framhliðina í núverandi mynd. Verslunarrými á jarðhæð á að vera með flötu þaki og 4. hæð inndregin Hafnarstrætismegin.

Eigandi Hafnarstrætis 19 er Suðurhús ehf.

Skipulagsfulltrúi vísaði málinu til Minjastofnunar Íslands.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.