Vann launalaust í átta ár að greiningu slysa Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2015 08:00 Óli H. Þórðarson sem vann greiningu á banaslysum í umferðinni segist hafa komist í náið samband við aðstandendur þeirra sem létust. Vísir/GVA „Ég áttaði mig ekki á hvað þetta yrði gríðarlega mikil vinna. Ef ég hefði vitað það þá hefði ég mögulega hugsað minn gang,“ segir Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarstofu, sem í gær kynnti greiningu sína á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi árið 1915 til 2014. Óli hefur unnið að verkefninu síðustu átta ár og allt í sjálfboðavinnu. Gagnagrunnurinn hefur verið afhentur Rannsóknarnefnd samgönguslysa til varðveislu og viðbótarvinnslu í framtíðinni. Óli segist til að byrja með hafa átt erfitt með að átta sig á hvernig hann ætti að vinna verkið. Hann notaðist mikið við vefsíðuna timarit.is og segir að hann hefði ekki getað þetta án hennar. „Ég las heilu árgangana af blöðum, hvert einasta, það var ekkert annað hægt. Stundum fann ég þetta inni í minningargreinum. Ég fann til dæmis eina litla frétt: „Þrír látnir eftir umferðarslys“, þá höfðu birst fréttir um slys nokkrum dögum áður sem síðar reyndust vera banaslys.“ Óli notaðist við 439 heimildar- og hjálparmenn um allt land. Margir þeirra eru látnir í dag en til að mynda fékk hann fleiri en einn prest til að fara í kirkjugarða að lesa á legsteina til að staðfesta fæðingar- eða dánardaga fórnarlamba. Aðstandendur þeirra sem létust voru honum einnig innan handar. „Það snart mig mjög djúpt þegar ég hringdi og var búinn að segja frá erindi mínu að oft hafði fólkið aldrei rætt þessi slys fyrr en þá. Þetta voru þá kannski slys sem höfðu orðið fyrir hálfri öld eða meira. Fólk sem lifði á tímum þegar svona lagað var ekki rætt,“ segir Ói. Hann segist með þessu hafa komist í náið samband við aðstandendurna og fann hversu þungt þetta hvíldi á þeim. „Mér fannst alveg furðulegt að það skyldi enginn þeirra neita að tjá sig um þetta við mig. Það var alveg með ólíkindum. Ég fann það fljótt að mig langaði að gera þetta í minningu þeirra sem hafa látist í umferðarslysum og í hluttekningu við aðstandendur þeirra.“ Viðlíka gagnagrunnur fyrirfinnst hvergiÁgúst Mogensen forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysaÁgúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysa, bauð Óla aðstöðu fyrir rannsóknarvinnuna. Hann segir mikilvægi greiningar Óla ótvírætt. „Ég held það megi fullyrða að viðlíka gagnagrunnur um banaslys í umferðinni sé hvergi til annars staðar í heiminum. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur öll sem vinnum að umferðaröryggismálum og býður upp á ýmsa möguleika að greina slysin og orsakir þeirra nánar,“ segir Ágúst.Óli kemst að þeirri niðurstöðu að á þessu tæpa 100 ára tímabili hafi 1.502 einstaklingar látist í umferðarslysum á Íslandi. Hins vegar létust aðeins fjórir í fyrra en svo fáir hafa ekki látist síðan fyrir stríð, en árið 1939 létust einnig fjórir. „Þetta er náttúrulega of mikið mannfall, 1.502. Mikil meiðsli og sárindi sem hafa hlotist af umferðarslysum í gegnum tíðina. Fyrir um 20 árum vorum við í sömu stöðu og nú, það er að banaslysum hafði fækkað. En síðan fjölgaði þeim aftur. Við verðum því að sinna umferðaröryggismálum áfram. Okkur ber skylda til að læra af sögunni og fækka slysum enn frekar,“ segir Ágúst. Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
„Ég áttaði mig ekki á hvað þetta yrði gríðarlega mikil vinna. Ef ég hefði vitað það þá hefði ég mögulega hugsað minn gang,“ segir Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarstofu, sem í gær kynnti greiningu sína á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi árið 1915 til 2014. Óli hefur unnið að verkefninu síðustu átta ár og allt í sjálfboðavinnu. Gagnagrunnurinn hefur verið afhentur Rannsóknarnefnd samgönguslysa til varðveislu og viðbótarvinnslu í framtíðinni. Óli segist til að byrja með hafa átt erfitt með að átta sig á hvernig hann ætti að vinna verkið. Hann notaðist mikið við vefsíðuna timarit.is og segir að hann hefði ekki getað þetta án hennar. „Ég las heilu árgangana af blöðum, hvert einasta, það var ekkert annað hægt. Stundum fann ég þetta inni í minningargreinum. Ég fann til dæmis eina litla frétt: „Þrír látnir eftir umferðarslys“, þá höfðu birst fréttir um slys nokkrum dögum áður sem síðar reyndust vera banaslys.“ Óli notaðist við 439 heimildar- og hjálparmenn um allt land. Margir þeirra eru látnir í dag en til að mynda fékk hann fleiri en einn prest til að fara í kirkjugarða að lesa á legsteina til að staðfesta fæðingar- eða dánardaga fórnarlamba. Aðstandendur þeirra sem létust voru honum einnig innan handar. „Það snart mig mjög djúpt þegar ég hringdi og var búinn að segja frá erindi mínu að oft hafði fólkið aldrei rætt þessi slys fyrr en þá. Þetta voru þá kannski slys sem höfðu orðið fyrir hálfri öld eða meira. Fólk sem lifði á tímum þegar svona lagað var ekki rætt,“ segir Ói. Hann segist með þessu hafa komist í náið samband við aðstandendurna og fann hversu þungt þetta hvíldi á þeim. „Mér fannst alveg furðulegt að það skyldi enginn þeirra neita að tjá sig um þetta við mig. Það var alveg með ólíkindum. Ég fann það fljótt að mig langaði að gera þetta í minningu þeirra sem hafa látist í umferðarslysum og í hluttekningu við aðstandendur þeirra.“ Viðlíka gagnagrunnur fyrirfinnst hvergiÁgúst Mogensen forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysaÁgúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysa, bauð Óla aðstöðu fyrir rannsóknarvinnuna. Hann segir mikilvægi greiningar Óla ótvírætt. „Ég held það megi fullyrða að viðlíka gagnagrunnur um banaslys í umferðinni sé hvergi til annars staðar í heiminum. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur öll sem vinnum að umferðaröryggismálum og býður upp á ýmsa möguleika að greina slysin og orsakir þeirra nánar,“ segir Ágúst.Óli kemst að þeirri niðurstöðu að á þessu tæpa 100 ára tímabili hafi 1.502 einstaklingar látist í umferðarslysum á Íslandi. Hins vegar létust aðeins fjórir í fyrra en svo fáir hafa ekki látist síðan fyrir stríð, en árið 1939 létust einnig fjórir. „Þetta er náttúrulega of mikið mannfall, 1.502. Mikil meiðsli og sárindi sem hafa hlotist af umferðarslysum í gegnum tíðina. Fyrir um 20 árum vorum við í sömu stöðu og nú, það er að banaslysum hafði fækkað. En síðan fjölgaði þeim aftur. Við verðum því að sinna umferðaröryggismálum áfram. Okkur ber skylda til að læra af sögunni og fækka slysum enn frekar,“ segir Ágúst.
Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira