Grímseyingar vilja lokaðan íbúafund sveinn arnarsson skrifar 28. janúar 2015 07:00 Unnið er að því að finna lausn á atvinnumálum Grímseyinga þar sem útgerðir berjast í bökkum. Fréttablaðið/Björn Þór Sigbjörnsson Íbúar í Grímsey hafa látið bæjaryfirvöld á Akureyri vita að þau vilji ekki ræða framtíð búsetu í eynni og sín hugðarefni undir kastljósi fjölmiðla. Boðuðum borgarafundi í Grímsey var frestað vegna óviðráðanlegra orsaka, eins og það var orðað í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ í gær, og hefur ekki verið boðaður nýr fundur meðal íbúa eyjarinnar. Fundurinn átti að vera opinn öllum þeim sem áttu kost á að komast til eyjarinnar.Eiríkur Björn Björgvinsson„Fulltrúar hverfisráðs Grímseyjar hafa komið að máli við okkur og látið okkur vita af áhyggjum sínum af því að hafa fundinn opinn fjölmiðlum. Það skiptir miklu máli að fundurinn verði upplýsandi og að gott samtal náist,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. Útgerð í eynni stendur á tímamótum, skuldir útgerðarfélaganna eru miklar og Íslandsbanki þrýstir á að félögin selji eignir til að standa straum af greiðslu skulda félaganna. Eiríkur Björn bæjarstjóri vonar að hægt verði að funda sem fyrst með Grímseyingum. „Það er mikilvægt að við náum að eiga samtal við heimamenn sem allra fyrst til þess að ræða stöðu atvinnumála í Grímsey. Staðan er krítísk og við viljum finna lausn eins fljótt og auðið er.“Þorvaldur Lúðvík SigurjónssonAkureyrarkaupstaður og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinna að lausn á vandamálum útgerða í Grímsey með aðkomu Byggðastofnunar. Formaður stjórnar Byggðastofnunar, Þóroddur Bjarnason prófessor, hefur sagt að ef ekki næst samstaða allra aðila í eynni um veiðar og vinnslu sé líklegt að byggð í eynni leggist af. Atvinnulíf í eynni er afar einhæft, sjávarútvegur er grunnstoðin og því er mikið undir fyrir íbúa að rekstur útgerða, sem skulda um þrjá milljarða, verði tryggður. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélagsins, vinnur að því með útgerðum í eynni að leita lausna á sameiginlegum vanda þeirra og koma með hugmyndir sem gætu tryggt búsetu og mannsæmandi líf í eynni. „Ég er vongóður um að það takist að ná viðunandi lausn á málinu,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Tengdar fréttir „Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni“ Boðað hefur verið til íbúafundar 28. janúar þar sem ræða á byggð í Grímsey. Áframhald búsetu er óvisst þar sem Íslandsbanki knýr á um að kvóti verði seldur til að útgerðarmenn eigi fyrir skuldum vegna kvótakaupa. 16. janúar 2015 08:00 Útgerðin háð geðþótta banka „Í Grímsey og öðrum sjávarþorpum við Íslandsstrendur býr fólk sem á sama rétt til að velja sér búsetu og íbúar annarra byggðarlaga,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Vestmannaeyja. 27. janúar 2015 07:00 Þykir leitt að svörin ollu sárindum Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri, segir leiðinlegt hafi svör hans í umfjöllun Vísis um kynferðisbrot í Grímsey verið túlkuð á annan hátt en til var ætlast. 27. janúar 2015 11:20 „Brotin byrjuðu fermingarsumarið mitt“ Valgerður Þorsteinsdóttir kærði mann fyrir kynferðisbrot í Grímsey. 21. janúar 2015 22:29 Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04 Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Sjá meira
Íbúar í Grímsey hafa látið bæjaryfirvöld á Akureyri vita að þau vilji ekki ræða framtíð búsetu í eynni og sín hugðarefni undir kastljósi fjölmiðla. Boðuðum borgarafundi í Grímsey var frestað vegna óviðráðanlegra orsaka, eins og það var orðað í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ í gær, og hefur ekki verið boðaður nýr fundur meðal íbúa eyjarinnar. Fundurinn átti að vera opinn öllum þeim sem áttu kost á að komast til eyjarinnar.Eiríkur Björn Björgvinsson„Fulltrúar hverfisráðs Grímseyjar hafa komið að máli við okkur og látið okkur vita af áhyggjum sínum af því að hafa fundinn opinn fjölmiðlum. Það skiptir miklu máli að fundurinn verði upplýsandi og að gott samtal náist,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. Útgerð í eynni stendur á tímamótum, skuldir útgerðarfélaganna eru miklar og Íslandsbanki þrýstir á að félögin selji eignir til að standa straum af greiðslu skulda félaganna. Eiríkur Björn bæjarstjóri vonar að hægt verði að funda sem fyrst með Grímseyingum. „Það er mikilvægt að við náum að eiga samtal við heimamenn sem allra fyrst til þess að ræða stöðu atvinnumála í Grímsey. Staðan er krítísk og við viljum finna lausn eins fljótt og auðið er.“Þorvaldur Lúðvík SigurjónssonAkureyrarkaupstaður og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinna að lausn á vandamálum útgerða í Grímsey með aðkomu Byggðastofnunar. Formaður stjórnar Byggðastofnunar, Þóroddur Bjarnason prófessor, hefur sagt að ef ekki næst samstaða allra aðila í eynni um veiðar og vinnslu sé líklegt að byggð í eynni leggist af. Atvinnulíf í eynni er afar einhæft, sjávarútvegur er grunnstoðin og því er mikið undir fyrir íbúa að rekstur útgerða, sem skulda um þrjá milljarða, verði tryggður. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélagsins, vinnur að því með útgerðum í eynni að leita lausna á sameiginlegum vanda þeirra og koma með hugmyndir sem gætu tryggt búsetu og mannsæmandi líf í eynni. „Ég er vongóður um að það takist að ná viðunandi lausn á málinu,“ segir Þorvaldur Lúðvík.
Tengdar fréttir „Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni“ Boðað hefur verið til íbúafundar 28. janúar þar sem ræða á byggð í Grímsey. Áframhald búsetu er óvisst þar sem Íslandsbanki knýr á um að kvóti verði seldur til að útgerðarmenn eigi fyrir skuldum vegna kvótakaupa. 16. janúar 2015 08:00 Útgerðin háð geðþótta banka „Í Grímsey og öðrum sjávarþorpum við Íslandsstrendur býr fólk sem á sama rétt til að velja sér búsetu og íbúar annarra byggðarlaga,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Vestmannaeyja. 27. janúar 2015 07:00 Þykir leitt að svörin ollu sárindum Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri, segir leiðinlegt hafi svör hans í umfjöllun Vísis um kynferðisbrot í Grímsey verið túlkuð á annan hátt en til var ætlast. 27. janúar 2015 11:20 „Brotin byrjuðu fermingarsumarið mitt“ Valgerður Þorsteinsdóttir kærði mann fyrir kynferðisbrot í Grímsey. 21. janúar 2015 22:29 Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04 Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Sjá meira
„Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni“ Boðað hefur verið til íbúafundar 28. janúar þar sem ræða á byggð í Grímsey. Áframhald búsetu er óvisst þar sem Íslandsbanki knýr á um að kvóti verði seldur til að útgerðarmenn eigi fyrir skuldum vegna kvótakaupa. 16. janúar 2015 08:00
Útgerðin háð geðþótta banka „Í Grímsey og öðrum sjávarþorpum við Íslandsstrendur býr fólk sem á sama rétt til að velja sér búsetu og íbúar annarra byggðarlaga,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Vestmannaeyja. 27. janúar 2015 07:00
Þykir leitt að svörin ollu sárindum Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri, segir leiðinlegt hafi svör hans í umfjöllun Vísis um kynferðisbrot í Grímsey verið túlkuð á annan hátt en til var ætlast. 27. janúar 2015 11:20
„Brotin byrjuðu fermingarsumarið mitt“ Valgerður Þorsteinsdóttir kærði mann fyrir kynferðisbrot í Grímsey. 21. janúar 2015 22:29
Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04