Grímseyingar vilja lokaðan íbúafund sveinn arnarsson skrifar 28. janúar 2015 07:00 Unnið er að því að finna lausn á atvinnumálum Grímseyinga þar sem útgerðir berjast í bökkum. Fréttablaðið/Björn Þór Sigbjörnsson Íbúar í Grímsey hafa látið bæjaryfirvöld á Akureyri vita að þau vilji ekki ræða framtíð búsetu í eynni og sín hugðarefni undir kastljósi fjölmiðla. Boðuðum borgarafundi í Grímsey var frestað vegna óviðráðanlegra orsaka, eins og það var orðað í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ í gær, og hefur ekki verið boðaður nýr fundur meðal íbúa eyjarinnar. Fundurinn átti að vera opinn öllum þeim sem áttu kost á að komast til eyjarinnar.Eiríkur Björn Björgvinsson„Fulltrúar hverfisráðs Grímseyjar hafa komið að máli við okkur og látið okkur vita af áhyggjum sínum af því að hafa fundinn opinn fjölmiðlum. Það skiptir miklu máli að fundurinn verði upplýsandi og að gott samtal náist,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. Útgerð í eynni stendur á tímamótum, skuldir útgerðarfélaganna eru miklar og Íslandsbanki þrýstir á að félögin selji eignir til að standa straum af greiðslu skulda félaganna. Eiríkur Björn bæjarstjóri vonar að hægt verði að funda sem fyrst með Grímseyingum. „Það er mikilvægt að við náum að eiga samtal við heimamenn sem allra fyrst til þess að ræða stöðu atvinnumála í Grímsey. Staðan er krítísk og við viljum finna lausn eins fljótt og auðið er.“Þorvaldur Lúðvík SigurjónssonAkureyrarkaupstaður og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinna að lausn á vandamálum útgerða í Grímsey með aðkomu Byggðastofnunar. Formaður stjórnar Byggðastofnunar, Þóroddur Bjarnason prófessor, hefur sagt að ef ekki næst samstaða allra aðila í eynni um veiðar og vinnslu sé líklegt að byggð í eynni leggist af. Atvinnulíf í eynni er afar einhæft, sjávarútvegur er grunnstoðin og því er mikið undir fyrir íbúa að rekstur útgerða, sem skulda um þrjá milljarða, verði tryggður. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélagsins, vinnur að því með útgerðum í eynni að leita lausna á sameiginlegum vanda þeirra og koma með hugmyndir sem gætu tryggt búsetu og mannsæmandi líf í eynni. „Ég er vongóður um að það takist að ná viðunandi lausn á málinu,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Tengdar fréttir „Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni“ Boðað hefur verið til íbúafundar 28. janúar þar sem ræða á byggð í Grímsey. Áframhald búsetu er óvisst þar sem Íslandsbanki knýr á um að kvóti verði seldur til að útgerðarmenn eigi fyrir skuldum vegna kvótakaupa. 16. janúar 2015 08:00 Útgerðin háð geðþótta banka „Í Grímsey og öðrum sjávarþorpum við Íslandsstrendur býr fólk sem á sama rétt til að velja sér búsetu og íbúar annarra byggðarlaga,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Vestmannaeyja. 27. janúar 2015 07:00 Þykir leitt að svörin ollu sárindum Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri, segir leiðinlegt hafi svör hans í umfjöllun Vísis um kynferðisbrot í Grímsey verið túlkuð á annan hátt en til var ætlast. 27. janúar 2015 11:20 „Brotin byrjuðu fermingarsumarið mitt“ Valgerður Þorsteinsdóttir kærði mann fyrir kynferðisbrot í Grímsey. 21. janúar 2015 22:29 Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Íbúar í Grímsey hafa látið bæjaryfirvöld á Akureyri vita að þau vilji ekki ræða framtíð búsetu í eynni og sín hugðarefni undir kastljósi fjölmiðla. Boðuðum borgarafundi í Grímsey var frestað vegna óviðráðanlegra orsaka, eins og það var orðað í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ í gær, og hefur ekki verið boðaður nýr fundur meðal íbúa eyjarinnar. Fundurinn átti að vera opinn öllum þeim sem áttu kost á að komast til eyjarinnar.Eiríkur Björn Björgvinsson„Fulltrúar hverfisráðs Grímseyjar hafa komið að máli við okkur og látið okkur vita af áhyggjum sínum af því að hafa fundinn opinn fjölmiðlum. Það skiptir miklu máli að fundurinn verði upplýsandi og að gott samtal náist,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. Útgerð í eynni stendur á tímamótum, skuldir útgerðarfélaganna eru miklar og Íslandsbanki þrýstir á að félögin selji eignir til að standa straum af greiðslu skulda félaganna. Eiríkur Björn bæjarstjóri vonar að hægt verði að funda sem fyrst með Grímseyingum. „Það er mikilvægt að við náum að eiga samtal við heimamenn sem allra fyrst til þess að ræða stöðu atvinnumála í Grímsey. Staðan er krítísk og við viljum finna lausn eins fljótt og auðið er.“Þorvaldur Lúðvík SigurjónssonAkureyrarkaupstaður og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinna að lausn á vandamálum útgerða í Grímsey með aðkomu Byggðastofnunar. Formaður stjórnar Byggðastofnunar, Þóroddur Bjarnason prófessor, hefur sagt að ef ekki næst samstaða allra aðila í eynni um veiðar og vinnslu sé líklegt að byggð í eynni leggist af. Atvinnulíf í eynni er afar einhæft, sjávarútvegur er grunnstoðin og því er mikið undir fyrir íbúa að rekstur útgerða, sem skulda um þrjá milljarða, verði tryggður. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélagsins, vinnur að því með útgerðum í eynni að leita lausna á sameiginlegum vanda þeirra og koma með hugmyndir sem gætu tryggt búsetu og mannsæmandi líf í eynni. „Ég er vongóður um að það takist að ná viðunandi lausn á málinu,“ segir Þorvaldur Lúðvík.
Tengdar fréttir „Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni“ Boðað hefur verið til íbúafundar 28. janúar þar sem ræða á byggð í Grímsey. Áframhald búsetu er óvisst þar sem Íslandsbanki knýr á um að kvóti verði seldur til að útgerðarmenn eigi fyrir skuldum vegna kvótakaupa. 16. janúar 2015 08:00 Útgerðin háð geðþótta banka „Í Grímsey og öðrum sjávarþorpum við Íslandsstrendur býr fólk sem á sama rétt til að velja sér búsetu og íbúar annarra byggðarlaga,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Vestmannaeyja. 27. janúar 2015 07:00 Þykir leitt að svörin ollu sárindum Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri, segir leiðinlegt hafi svör hans í umfjöllun Vísis um kynferðisbrot í Grímsey verið túlkuð á annan hátt en til var ætlast. 27. janúar 2015 11:20 „Brotin byrjuðu fermingarsumarið mitt“ Valgerður Þorsteinsdóttir kærði mann fyrir kynferðisbrot í Grímsey. 21. janúar 2015 22:29 Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
„Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni“ Boðað hefur verið til íbúafundar 28. janúar þar sem ræða á byggð í Grímsey. Áframhald búsetu er óvisst þar sem Íslandsbanki knýr á um að kvóti verði seldur til að útgerðarmenn eigi fyrir skuldum vegna kvótakaupa. 16. janúar 2015 08:00
Útgerðin háð geðþótta banka „Í Grímsey og öðrum sjávarþorpum við Íslandsstrendur býr fólk sem á sama rétt til að velja sér búsetu og íbúar annarra byggðarlaga,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Vestmannaeyja. 27. janúar 2015 07:00
Þykir leitt að svörin ollu sárindum Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri, segir leiðinlegt hafi svör hans í umfjöllun Vísis um kynferðisbrot í Grímsey verið túlkuð á annan hátt en til var ætlast. 27. janúar 2015 11:20
„Brotin byrjuðu fermingarsumarið mitt“ Valgerður Þorsteinsdóttir kærði mann fyrir kynferðisbrot í Grímsey. 21. janúar 2015 22:29
Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04