Telja lítinn hag af sameiningu háskólanna Sveinn Arnarsson skrifar 22. janúar 2015 07:00 Gangi hugmyndir menntamálaráðherra eftir munu þrír háskólar í Norðvesturkjördæmi sameinast í eina sjálfseignarstofnun. fréttablaðið/gva Hugmynd Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að sameina þrjár háskólastofnanir í Norðvesturkjördæmi í eina hefur ekki verið rædd við alla þrjá rektora skólanna. Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, telur litla möguleika á samlegðaráhrifum vegna sameiningar. Tveir háskólar eru með aðsetur í Borgarbyggð, það eru Bifröst og Landbúnaðarháskólinn. Hugmyndir ráðherra ganga út á að sameina þessa skóla auk Háskólans á Hólum í Hjaltadal, í eina sjálfseignarstofnun.Erla Björk ÖrnólfsdóttirErla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, hefur ekki fengið erindi þess efnis inn á borð til sín og ekki verið boðuð á fund með ráðherra menntamála. Það boð hafa hins vegar Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskólans, og Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, fengið og sótt fund ráðherrans um hugmyndir að sameiningu háskólastofnananna þriggja. Björn Þorsteinsson segir samlegðaráhrifin af mögulegri sameiningu lítil. „Að mínu mati er mjög erfitt að sameina þessar þrjár háskólastofnanir. Í dag erum við í samvinnu með Háskólanum á Bifröst í ákveðnum þáttum skólastarfsins og einnig erum við í samvinnu við Háskólann á Hólum. Ég sé ekki mikil samlegðaráhrif að sameina stofnanirnar undir einn hatt að svo stöddu. Það getur einnig verið aukinn kostnaður í því að reka stofnanir á þremur stöðum,“ segir hann. Björn telur þó að hægt sé að skoða þetta með opnum hug. „Við vitum að stofnanirnar hafa átt í ákveðnum þrengingum og þessar stofnanir eru tiltölulega veikar fjárhagslega. Það er þó hægt að skoða þessar hugmyndir ráðherra með opnum hug og fara yfir málin en þá þarf líka að horfa á hlutina með sanngjörnum augum og fara mjög vel ofan í saumana á sameiningarhugmyndum.“ Erla Björk, rektor Háskólans á Hólum, sagðist ekki getað tjáð sig um hugmyndir ráðherra að svo stöddu þar sem hún hefði engar upplýsingar fengið um í hverju sameiningin fælist. Að hennar mati þyrfti ráðherra menntamála að sýna á spilin til að hægt væri að ræða málið af yfirvegun. Ekki náðist í Vilhjálm Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, þar sem hann var staddur á ráðstefnu erlendis. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Hugmynd Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að sameina þrjár háskólastofnanir í Norðvesturkjördæmi í eina hefur ekki verið rædd við alla þrjá rektora skólanna. Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, telur litla möguleika á samlegðaráhrifum vegna sameiningar. Tveir háskólar eru með aðsetur í Borgarbyggð, það eru Bifröst og Landbúnaðarháskólinn. Hugmyndir ráðherra ganga út á að sameina þessa skóla auk Háskólans á Hólum í Hjaltadal, í eina sjálfseignarstofnun.Erla Björk ÖrnólfsdóttirErla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, hefur ekki fengið erindi þess efnis inn á borð til sín og ekki verið boðuð á fund með ráðherra menntamála. Það boð hafa hins vegar Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskólans, og Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, fengið og sótt fund ráðherrans um hugmyndir að sameiningu háskólastofnananna þriggja. Björn Þorsteinsson segir samlegðaráhrifin af mögulegri sameiningu lítil. „Að mínu mati er mjög erfitt að sameina þessar þrjár háskólastofnanir. Í dag erum við í samvinnu með Háskólanum á Bifröst í ákveðnum þáttum skólastarfsins og einnig erum við í samvinnu við Háskólann á Hólum. Ég sé ekki mikil samlegðaráhrif að sameina stofnanirnar undir einn hatt að svo stöddu. Það getur einnig verið aukinn kostnaður í því að reka stofnanir á þremur stöðum,“ segir hann. Björn telur þó að hægt sé að skoða þetta með opnum hug. „Við vitum að stofnanirnar hafa átt í ákveðnum þrengingum og þessar stofnanir eru tiltölulega veikar fjárhagslega. Það er þó hægt að skoða þessar hugmyndir ráðherra með opnum hug og fara yfir málin en þá þarf líka að horfa á hlutina með sanngjörnum augum og fara mjög vel ofan í saumana á sameiningarhugmyndum.“ Erla Björk, rektor Háskólans á Hólum, sagðist ekki getað tjáð sig um hugmyndir ráðherra að svo stöddu þar sem hún hefði engar upplýsingar fengið um í hverju sameiningin fælist. Að hennar mati þyrfti ráðherra menntamála að sýna á spilin til að hægt væri að ræða málið af yfirvegun. Ekki náðist í Vilhjálm Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, þar sem hann var staddur á ráðstefnu erlendis.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira