Líkjast þeim sem þau leika Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2015 09:30 Kvikmyndir í ævisagnastíl sem segja sögur af raunverulegum atburðum og einstaklingum hafa löngum notið vinsælda, en nokkur ábyrgð þykir fylgja því að taka að sér slík hlutverk. Á síðasta ári komu út nokkrar slíkar myndir og fleiri eru væntanlegar á þessu ári.Eddie Redmayne hlaut Golde Globe-verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Stephen Hawking.Mynd/GettyThe Theory of Everything Eddie Redmayne túlkar breska eðlisfræðinginn Stephen Hawking í kvikmyndinni The Theory of Everything og þykir hafa tekist afar vel til, en Hawking sjálfur er sagður hæstánægður með frammistöðu hans. Redmayne hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besti leikari í dramaflokki kvikmynda og er einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna. Myndin hlaut tvenn Golden Globe-verðlaun en Íslendingurinn Jóhann Jóhannsson hlaut verðlaun fyrir tónlistina í myndinni og er að auki tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlistina, en The Theory of Everything er alls tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna.Sjónvarpsmyndin fjallar um líf stórsöngkonunnar Whitney Houston sem leikin er af Yaya Dacosta.Mynd/GettyWhitney Sjónvarpsmyndin Whitney, um líf stórsöngkonunnar Whitney Houston sem lést árið 2012, var frumsýnd á sjónvarpsstöðinni Lifetime fyrir skömmu. Leikkonan Yaya Dacosta leikur söngkonuna og Angela Bassett leikstýrir, en Whitney er hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. Bassett þekkti Houston og vann með henni í bíómyndinni Waiting to Exhale sem kom út árið 1995. Fjölskylda söngkonunnar er mjög ósátt við myndina sem gerð var án hennar samþykkis og birti harðorða yfirlýsingu á opinberri heimasíðu söngkonunnar í kjölfar sýningarinnar.Timothy Spall hlaut gyllta pálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir hlutverk sitt sem J.M.W. Turner.Mynd/GettyMr. Turner Breski leikarinn Timothy Spall varði tveimur árum í undirbúningsvinnu fyrir hlutverk sitt sem landslagsmálarinn J.M.W. Turner í kvikmyndinni Mr. Turner sem kom út á seinasta ári. Spall þykir hafa tekist vel upp og fékk hann verðlaun sem besti leikarinn á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí síðastliðnum. Hann hlaut þó ekki tilnefningu til Óskarsverðlauna en Mr. Turner er tilnefnd í fjórum flokkum, meðal annars fyrir kvikmyndatöku og búningahönnun.Þeir Alan Turing og Benedict Cumberbatch eru fjarskyldir frændur og aldrei að vita nema skyldleikinn hafi nýst leikaranum í túlkun sinni.Mynd/GettyThe Imitation Game Breski leikarinn Benedict Cumberbatch leikur tæknifrömuðinn Alan Turing í The Imitation Game og var tilnefndur til Golden Globe-verðlauna sem besti leikarinn í dramamyndaflokki en verðlaunin féllu í skaut samlanda hans, Eddie Redmayne. Cumberbatch þykir framúrskarandi í myndinni og er tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki en The Imitation Game er alls tilnefnd til átta Óskarsverðlauna. Á daginn hefur komið að Cumberbatch og Turing eru skyldir í sautjánda ættlið.Queen Latifah fannst hún ekki nægilega lífsreynd þegar henni var fyrst boðið að leika Bessie Smith.Mynd/GettyBessie Söng- og leikkonunni Queen Latifah var fyrst boðið að leika blús- og djasssöngkonuna Bessie Smith fyrir tuttugu og tveimur árum en Latifah hafnaði boðinu þar sem henni fannst hún ekki nægilega lífsreynd. Nú tveimur áratugum seinna er Latifah lífsreyndari og tilbúin að takast á við áskorunina og lék söngkonuna í sjónvarpsmyndinni Bessie. Dee Rees leikstýrir myndinni sem er framleidd af HBO og verður frumsýnd á stöðinni á árinu.Hljólreiðakappinn Lance Armstrong er leikinn af Ben Foster í myndinni Icon.Mynd/GettyIcon Hjólreiðakappinn Lance Armstrong átti undir högg að sækja eftir að upp komst um lyfjamisnotkun hans. Ben Foster leikur Armstrong í myndinni Icon, þar sem sagt er frá honum og írska íþróttablaðamanninum sem var sannfærður um að Armstrong neytti ólöglegra efna og þeim mætti þakka sigurrunu hans í Tour de France. Stephen Frears leikstýrir myndinni og verður hún frumsýnd í Bandaríkjunum í ágúst.Nicole Kidman leikur Gertrude Bell í myndinni Queen of the desert.Mynd/GettyQueen of the Desert Werner Herzog leikstýrir myndinni Queen of the Desert sem fjallar um ævi og störf breska fornleifafræðingsins og njósnarans Gertrude Bell, en hún var einnig fyrsta konan sem lauk námi frá Oxford-háskóla. Í fyrstu var Naomi Watts skipuð í hlutverk Bell en ástralska leikkonan Nicole Kidman mun leika Bell í myndinni. Queen of the Desert verður frumsýnd í febrúar en auk Kidman fara James Franco og Robert Pattison með hlutverk í myndinni og er hennar beðið með talsverðri eftirvæntingu.Martin Luther King Jr. er leikinn af David Oyelowo í myndinni.Mynd/GettySelma David Oyelowo leikur aktívistann og frelsishetjuna Martin Luther King Jr. í kvikmyndinni Selma sem kom út undir lok seinasta árs. Myndin, sem meðal annars er framleidd af Brad Pitt, var tilnefnd sem besta dramamyndin á Golden Globe-hátíðinni en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Boyhood. Titillag myndarinnar, Glory, sem samið er og flutt af John Legend og Common hlaut Golden Globe-verðlaun og eru þeir einnig tilnefndir til Óskarsverðlaunanna. Mörgum þykir hafa verið litið fram hjá myndinni í Óskarstilnefningum en hún hlaut einungis tvær tilnefningar, fyrir besta lagið og bestu myndina. Golden Globes Óskarinn Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Kvikmyndir í ævisagnastíl sem segja sögur af raunverulegum atburðum og einstaklingum hafa löngum notið vinsælda, en nokkur ábyrgð þykir fylgja því að taka að sér slík hlutverk. Á síðasta ári komu út nokkrar slíkar myndir og fleiri eru væntanlegar á þessu ári.Eddie Redmayne hlaut Golde Globe-verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Stephen Hawking.Mynd/GettyThe Theory of Everything Eddie Redmayne túlkar breska eðlisfræðinginn Stephen Hawking í kvikmyndinni The Theory of Everything og þykir hafa tekist afar vel til, en Hawking sjálfur er sagður hæstánægður með frammistöðu hans. Redmayne hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besti leikari í dramaflokki kvikmynda og er einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna. Myndin hlaut tvenn Golden Globe-verðlaun en Íslendingurinn Jóhann Jóhannsson hlaut verðlaun fyrir tónlistina í myndinni og er að auki tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlistina, en The Theory of Everything er alls tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna.Sjónvarpsmyndin fjallar um líf stórsöngkonunnar Whitney Houston sem leikin er af Yaya Dacosta.Mynd/GettyWhitney Sjónvarpsmyndin Whitney, um líf stórsöngkonunnar Whitney Houston sem lést árið 2012, var frumsýnd á sjónvarpsstöðinni Lifetime fyrir skömmu. Leikkonan Yaya Dacosta leikur söngkonuna og Angela Bassett leikstýrir, en Whitney er hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. Bassett þekkti Houston og vann með henni í bíómyndinni Waiting to Exhale sem kom út árið 1995. Fjölskylda söngkonunnar er mjög ósátt við myndina sem gerð var án hennar samþykkis og birti harðorða yfirlýsingu á opinberri heimasíðu söngkonunnar í kjölfar sýningarinnar.Timothy Spall hlaut gyllta pálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir hlutverk sitt sem J.M.W. Turner.Mynd/GettyMr. Turner Breski leikarinn Timothy Spall varði tveimur árum í undirbúningsvinnu fyrir hlutverk sitt sem landslagsmálarinn J.M.W. Turner í kvikmyndinni Mr. Turner sem kom út á seinasta ári. Spall þykir hafa tekist vel upp og fékk hann verðlaun sem besti leikarinn á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí síðastliðnum. Hann hlaut þó ekki tilnefningu til Óskarsverðlauna en Mr. Turner er tilnefnd í fjórum flokkum, meðal annars fyrir kvikmyndatöku og búningahönnun.Þeir Alan Turing og Benedict Cumberbatch eru fjarskyldir frændur og aldrei að vita nema skyldleikinn hafi nýst leikaranum í túlkun sinni.Mynd/GettyThe Imitation Game Breski leikarinn Benedict Cumberbatch leikur tæknifrömuðinn Alan Turing í The Imitation Game og var tilnefndur til Golden Globe-verðlauna sem besti leikarinn í dramamyndaflokki en verðlaunin féllu í skaut samlanda hans, Eddie Redmayne. Cumberbatch þykir framúrskarandi í myndinni og er tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki en The Imitation Game er alls tilnefnd til átta Óskarsverðlauna. Á daginn hefur komið að Cumberbatch og Turing eru skyldir í sautjánda ættlið.Queen Latifah fannst hún ekki nægilega lífsreynd þegar henni var fyrst boðið að leika Bessie Smith.Mynd/GettyBessie Söng- og leikkonunni Queen Latifah var fyrst boðið að leika blús- og djasssöngkonuna Bessie Smith fyrir tuttugu og tveimur árum en Latifah hafnaði boðinu þar sem henni fannst hún ekki nægilega lífsreynd. Nú tveimur áratugum seinna er Latifah lífsreyndari og tilbúin að takast á við áskorunina og lék söngkonuna í sjónvarpsmyndinni Bessie. Dee Rees leikstýrir myndinni sem er framleidd af HBO og verður frumsýnd á stöðinni á árinu.Hljólreiðakappinn Lance Armstrong er leikinn af Ben Foster í myndinni Icon.Mynd/GettyIcon Hjólreiðakappinn Lance Armstrong átti undir högg að sækja eftir að upp komst um lyfjamisnotkun hans. Ben Foster leikur Armstrong í myndinni Icon, þar sem sagt er frá honum og írska íþróttablaðamanninum sem var sannfærður um að Armstrong neytti ólöglegra efna og þeim mætti þakka sigurrunu hans í Tour de France. Stephen Frears leikstýrir myndinni og verður hún frumsýnd í Bandaríkjunum í ágúst.Nicole Kidman leikur Gertrude Bell í myndinni Queen of the desert.Mynd/GettyQueen of the Desert Werner Herzog leikstýrir myndinni Queen of the Desert sem fjallar um ævi og störf breska fornleifafræðingsins og njósnarans Gertrude Bell, en hún var einnig fyrsta konan sem lauk námi frá Oxford-háskóla. Í fyrstu var Naomi Watts skipuð í hlutverk Bell en ástralska leikkonan Nicole Kidman mun leika Bell í myndinni. Queen of the Desert verður frumsýnd í febrúar en auk Kidman fara James Franco og Robert Pattison með hlutverk í myndinni og er hennar beðið með talsverðri eftirvæntingu.Martin Luther King Jr. er leikinn af David Oyelowo í myndinni.Mynd/GettySelma David Oyelowo leikur aktívistann og frelsishetjuna Martin Luther King Jr. í kvikmyndinni Selma sem kom út undir lok seinasta árs. Myndin, sem meðal annars er framleidd af Brad Pitt, var tilnefnd sem besta dramamyndin á Golden Globe-hátíðinni en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Boyhood. Titillag myndarinnar, Glory, sem samið er og flutt af John Legend og Common hlaut Golden Globe-verðlaun og eru þeir einnig tilnefndir til Óskarsverðlaunanna. Mörgum þykir hafa verið litið fram hjá myndinni í Óskarstilnefningum en hún hlaut einungis tvær tilnefningar, fyrir besta lagið og bestu myndina.
Golden Globes Óskarinn Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira