Dýralæknaþjónusta talin óviðunandi Sveinn Arnarsson skrifar 20. janúar 2015 07:00 Matvælastofnun hefur ekki gildan þjónustusamning við dýralækni til að sinna þjónustu í Þingeyjarsýslum. fréttablaðið/stefán Bændum í Þingeyjarsýslum finnst þjónusta Matvælastofnunar ófullnægjandi þegar kemur að dýralæknaþjónustu í sýslunum. Enginn starfandi dýralæknir er á svæðinu á dagvinnutíma en þrír dýralæknar skipta með sér bakvöktum um nætur og um helgar. Dýralæknir á Vopnafirði sinnir flestum bakvaktanna og á hann að sinna bráðaþjónustu í Þingeyjarsýslum. Þetta finnst bændum á svæðinu óviðunandi og telja þeir fráleitt að dýralæknir í órafjarlægð geti sinnt þeirri þjónustu þar sem veður getur auðveldlega spillt færð. Þjónustusamningar Matvælastofnunar við dýralækna á landsbyggðinni runnu út í lok október síðastliðins. Vignir Sigurólason, dýralæknir á Húsavík, var með þjónustusamning við stofnunina og sinnti hann þessum tilvikum allan sólarhringinn alla daga ársins. Vignir sótti um áframhaldandi samstarf við Matvælastofnun þegar samningurinn rann út en var aðeins boðinn helmingurinn af þeirri fjárhæð sem hann hafði fengið fyrir verkið áður. Þetta fannst Vigni ekki nægilega gott tilboð og hafnaði hann því boði Matvælastofnunar. Frá þeim tíma hefur enginn dýralæknir tekið að sér að sinna þessari þjónustu og hefur Matvælastofnun ítrekað óskað eftir að dýralæknir tæki þetta að sér en án árangurs. Vignir segir ástandið ekki gott. Enginn þjónustusamningur sé í gildi í Þingeyjarsýslum sem bitni á þjónustu við bændur í sýslunum. Mikilvægt sé að þessi mál leysist sem fyrst svo bændur á svæðinu fái þá þjónustu sem þeir eiga að fá samkvæmt lögum. Hermann Aðalsteinsson, kúabóndi á Lyngbrekku í Reykjadal, segir þungt hljóð í bændum á svæðinu. „Það er alveg ljóst að dýralæknir á Vopnafirði mun ekki sinna bráðaþjónustu fyrir kúabændur í Þingeyjarsýslum öllum. Íslensk veðrátta auk vegalengdarinnar er þess eðlis að það mun ekki ganga upp,“ segir Hermann. „Það er slæmt hljóð í okkur kúabændum, þetta er algjörlega óviðunandi ástand að búa við.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er verið að vinna að lausn að því leyti að minnka þjónustusvæðin svo hægt sé að sinna þjónustu við bændur. Á meðan er enginn dýralæknir á dagvakt í Þingeyjarsýslum með þjónustusamning við Matvælastofnun. Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Bændum í Þingeyjarsýslum finnst þjónusta Matvælastofnunar ófullnægjandi þegar kemur að dýralæknaþjónustu í sýslunum. Enginn starfandi dýralæknir er á svæðinu á dagvinnutíma en þrír dýralæknar skipta með sér bakvöktum um nætur og um helgar. Dýralæknir á Vopnafirði sinnir flestum bakvaktanna og á hann að sinna bráðaþjónustu í Þingeyjarsýslum. Þetta finnst bændum á svæðinu óviðunandi og telja þeir fráleitt að dýralæknir í órafjarlægð geti sinnt þeirri þjónustu þar sem veður getur auðveldlega spillt færð. Þjónustusamningar Matvælastofnunar við dýralækna á landsbyggðinni runnu út í lok október síðastliðins. Vignir Sigurólason, dýralæknir á Húsavík, var með þjónustusamning við stofnunina og sinnti hann þessum tilvikum allan sólarhringinn alla daga ársins. Vignir sótti um áframhaldandi samstarf við Matvælastofnun þegar samningurinn rann út en var aðeins boðinn helmingurinn af þeirri fjárhæð sem hann hafði fengið fyrir verkið áður. Þetta fannst Vigni ekki nægilega gott tilboð og hafnaði hann því boði Matvælastofnunar. Frá þeim tíma hefur enginn dýralæknir tekið að sér að sinna þessari þjónustu og hefur Matvælastofnun ítrekað óskað eftir að dýralæknir tæki þetta að sér en án árangurs. Vignir segir ástandið ekki gott. Enginn þjónustusamningur sé í gildi í Þingeyjarsýslum sem bitni á þjónustu við bændur í sýslunum. Mikilvægt sé að þessi mál leysist sem fyrst svo bændur á svæðinu fái þá þjónustu sem þeir eiga að fá samkvæmt lögum. Hermann Aðalsteinsson, kúabóndi á Lyngbrekku í Reykjadal, segir þungt hljóð í bændum á svæðinu. „Það er alveg ljóst að dýralæknir á Vopnafirði mun ekki sinna bráðaþjónustu fyrir kúabændur í Þingeyjarsýslum öllum. Íslensk veðrátta auk vegalengdarinnar er þess eðlis að það mun ekki ganga upp,“ segir Hermann. „Það er slæmt hljóð í okkur kúabændum, þetta er algjörlega óviðunandi ástand að búa við.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er verið að vinna að lausn að því leyti að minnka þjónustusvæðin svo hægt sé að sinna þjónustu við bændur. Á meðan er enginn dýralæknir á dagvakt í Þingeyjarsýslum með þjónustusamning við Matvælastofnun.
Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu