Engir peningar í viðamikil verkefni Freyr Bjarnason skrifar 19. janúar 2015 07:00 Laufey segir að byrjað sé að leggja drög að nýju samkomulagi á milli kvikmyndagreinarinnar og íslenska ríkisins. StjórnsýslaKvikmyndasjóður Íslands er núna í janúar strax orðinn tómur hvað varðar vilyrði um framleiðslustyrki vegna mynda sem á að frumsýna á næsta ári. „Það er rétt, það eru ekki lausir peningar í viðamikil framleiðsluverkefni,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, og bætir við að staðan sé óvenjuleg á þessum árstíma. Vilyrði um styrk er forsenda frekari fjármögnunar verkefna og því afar mikilvæg. Aðeins þrjár kvikmyndir hafa fengið vilyrði fyrir næsta ár, eða Svanurinn í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Undir halastjörnu í leikstjórn Ara Alexanders og Andið eðlilega eftir Ísoldu Uggadóttur. „Til að halda greininni á floti þarf að vera með að minnsta kosti þrjár myndir sem eru fullframleiddar með öllu sem tilheyrir stórum myndum. Við höfum varla haldið því í rauninni. Þetta er rosalega þröng staða og hún er búin að vera þröng lengi.“ Enn eru þó peningar til í sjóðnum fyrir handrita- og þróunarstyrkjum. Þeir nema tveimur til sex milljónum króna fyrir hvert verkefni. „Við gætum ekki gert sögulega stórmynd, búningamynd sem gerist í fortíðinni. Þær eru of dýrar. Allar myndir þurfa að gerast í nútímanum og helst sem næst Reykjavík.“ Laufey segir að lágar styrkveitingar til kvikmynda frá árinu 2010 hafi komið illa við íslenska kvikmyndagerð. Samkvæmt henni var framlag ríkisins 700 milljónir króna 2010. Fimm árum og krónuhruni síðar sé upphæðin 750 milljónir. „Núna var aðeins bætt við, sem er þakkarvert en samt ekki nóg til að halda greininni á floti miðað við kostnaðinn.“ Laufey nefnir þó að tuttugu prósenta endurgreiðslur frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, sem renna að hluta til íslenskra mynda, hjálpi til en þær komi samt ekki til nota fyrr en eftir að myndir eru tilbúnar. Samkomulag kvikmyndagreinarinnar og ríkisins frá árinu 2011 um styrki til íslenskrar kvikmyndagerðar rennur út í lok þessa árs. „Það er byrjað að leggja drögin að því að gera nýtt samkomulag og ég á ekki von á öðru en að það verði góður „díalógur“ á milli stjórnvalda og greinarinnar með það. Það er svo mikið atriði, af því að fjármögnun í þessari grein tekur alltaf svo langan tíma, að hafa það til nokkurra ára í senn.“ Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
StjórnsýslaKvikmyndasjóður Íslands er núna í janúar strax orðinn tómur hvað varðar vilyrði um framleiðslustyrki vegna mynda sem á að frumsýna á næsta ári. „Það er rétt, það eru ekki lausir peningar í viðamikil framleiðsluverkefni,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, og bætir við að staðan sé óvenjuleg á þessum árstíma. Vilyrði um styrk er forsenda frekari fjármögnunar verkefna og því afar mikilvæg. Aðeins þrjár kvikmyndir hafa fengið vilyrði fyrir næsta ár, eða Svanurinn í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Undir halastjörnu í leikstjórn Ara Alexanders og Andið eðlilega eftir Ísoldu Uggadóttur. „Til að halda greininni á floti þarf að vera með að minnsta kosti þrjár myndir sem eru fullframleiddar með öllu sem tilheyrir stórum myndum. Við höfum varla haldið því í rauninni. Þetta er rosalega þröng staða og hún er búin að vera þröng lengi.“ Enn eru þó peningar til í sjóðnum fyrir handrita- og þróunarstyrkjum. Þeir nema tveimur til sex milljónum króna fyrir hvert verkefni. „Við gætum ekki gert sögulega stórmynd, búningamynd sem gerist í fortíðinni. Þær eru of dýrar. Allar myndir þurfa að gerast í nútímanum og helst sem næst Reykjavík.“ Laufey segir að lágar styrkveitingar til kvikmynda frá árinu 2010 hafi komið illa við íslenska kvikmyndagerð. Samkvæmt henni var framlag ríkisins 700 milljónir króna 2010. Fimm árum og krónuhruni síðar sé upphæðin 750 milljónir. „Núna var aðeins bætt við, sem er þakkarvert en samt ekki nóg til að halda greininni á floti miðað við kostnaðinn.“ Laufey nefnir þó að tuttugu prósenta endurgreiðslur frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, sem renna að hluta til íslenskra mynda, hjálpi til en þær komi samt ekki til nota fyrr en eftir að myndir eru tilbúnar. Samkomulag kvikmyndagreinarinnar og ríkisins frá árinu 2011 um styrki til íslenskrar kvikmyndagerðar rennur út í lok þessa árs. „Það er byrjað að leggja drögin að því að gera nýtt samkomulag og ég á ekki von á öðru en að það verði góður „díalógur“ á milli stjórnvalda og greinarinnar með það. Það er svo mikið atriði, af því að fjármögnun í þessari grein tekur alltaf svo langan tíma, að hafa það til nokkurra ára í senn.“
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira