Skuldir útgerða í Grímsey um þrír milljarðar króna Sveinn Arnarsson skrifar 17. janúar 2015 00:01 Fyrirtækin þrjú eiga í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum hjá Íslandsbanka. Samanlagðar skuldir þeirra nema um þremur milljörðum króna. Kvótaeign fyrirtækjanna er þeirra verðmætasta eign. Fréttablaðið/Björn Þór Sigbjörnsson Fyrirtækin þrjú sem stunda veiðar i Grímsey eiga í erfiðleikum með að standa í skilum við Íslandsbanka. Skuldir þeirra við bankann nema um þremur milljörðum króna og reksturinn stendur ekki undir svo háum skuldum. Bent er á í skýrslu stjórnar tveggja útgerðarfélaganna sem fylgir ársreikningi ársins 2013 að „á meðan ekki er gengið til endanlegra samninga á milli bankans og félagsins viðheldur það óvissuástandi, sem staðið hefur í nánast sex ár og hefur veruleg áhrif á framtíðarsýn félagsins.“Sjá einnig: „Ef samstaða næst ekki legst byggð líklega af í eynni“Guðný Helga HErbertsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka.Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segist ekki geta tjáð sig um viðskipti einstakra viðskiptavina við bankann. „Ég get þó staðfest að Íslandsbanki hefur um nokkurt skeið tekið þátt í viðræðum Akureyrarbæjar, Byggðastofnunar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og forsvarsmanna útgerðarfélaga í Grímsey um atvinnuþróun og tækifæri til frekari atvinnuuppbyggingar í eyjunni. Ljóst er að atvinnuþróun í Grímsey er viðkvæm og því hefur bankinn komið að umræðu um með hvaða hætti tryggja megi atvinnu til framtíðar á svæðinu.“ Þrjú útgerðarfélög eiga kvóta svo einhverju nemi í Grímsey, það eru fyrirtækin Borgarhöfði ehf., Sigurbjörn ehf. og Sæbjörg ehf. Fyrirtækin eru öll í viðskiptum við Íslandsbanka. Rekstur fyrirtækjanna er afar viðkvæmur og erfitt er fyrir fyrirtækin að greiða af lánum sínum. Gunnar Hannesson, einn útgerðarmanna í eynni, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að fyrirtækin væru að berjast við vanda sem varð til í hruninu 2008. Hann benti hins vegar á að eignir félaganna dygðu fyrir skuldum. Guðný Helga segir viðskiptavinum Íslandsbanka standa til boða margvísleg úrræði. „Íslandsbanki hefur frá efnahagshruni kappkostað að vinna með viðskiptavinum sínum með það að markmiði að styðja við atvinnuuppbyggingu. Viðskiptavinum sem átt hafa í greiðsluerfiðleikum hafa staðið til boða þau fjölmörgu úrræði, svo sem greiðsluaðlögun, skuldaaðlögun og Beina brautin í tilfelli fyrirtækja, sem í boði voru með það að markmiði að leggja sitt á vogarskálarnar við endurreisn efnahaglífsins eftir hrun.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er markmiðið að reyna að koma á samvinnu útgerðanna til að viðhalda veiðum og vinnslu í eynni. Þó er vilji útgerðaraðila til að vinna saman talinn afar lítill og samskipti þeirra á milli lítil dagsdaglega. Íbúafundur hefur verið boðaður þann 28. janúar næstkomandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu ekki allir útgerðarmenn eyjarinnar mæta á fundinn. Guðný Helga segir forsvarsmenn Íslandsbanka vel geta hugsað sér að mæta á fundinn. „Ef okkar nærveru er óskað á íbúafundinum þá mætum við að sjálfsögðu,“ segir Guðný Helga. Tengdar fréttir „Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni“ Boðað hefur verið til íbúafundar 28. janúar þar sem ræða á byggð í Grímsey. Áframhald búsetu er óvisst þar sem Íslandsbanki knýr á um að kvóti verði seldur til að útgerðarmenn eigi fyrir skuldum vegna kvótakaupa. 16. janúar 2015 08:00 Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04 Óvissa um framtíð byggðar í Grímsey Íslandsbanki hefur viðrað þá hugmynd að kvóti verði seldur úr eynni svo útgerðarmenn geti greitt skuldir sínar. 14. janúar 2015 22:35 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Fyrirtækin þrjú sem stunda veiðar i Grímsey eiga í erfiðleikum með að standa í skilum við Íslandsbanka. Skuldir þeirra við bankann nema um þremur milljörðum króna og reksturinn stendur ekki undir svo háum skuldum. Bent er á í skýrslu stjórnar tveggja útgerðarfélaganna sem fylgir ársreikningi ársins 2013 að „á meðan ekki er gengið til endanlegra samninga á milli bankans og félagsins viðheldur það óvissuástandi, sem staðið hefur í nánast sex ár og hefur veruleg áhrif á framtíðarsýn félagsins.“Sjá einnig: „Ef samstaða næst ekki legst byggð líklega af í eynni“Guðný Helga HErbertsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka.Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segist ekki geta tjáð sig um viðskipti einstakra viðskiptavina við bankann. „Ég get þó staðfest að Íslandsbanki hefur um nokkurt skeið tekið þátt í viðræðum Akureyrarbæjar, Byggðastofnunar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og forsvarsmanna útgerðarfélaga í Grímsey um atvinnuþróun og tækifæri til frekari atvinnuuppbyggingar í eyjunni. Ljóst er að atvinnuþróun í Grímsey er viðkvæm og því hefur bankinn komið að umræðu um með hvaða hætti tryggja megi atvinnu til framtíðar á svæðinu.“ Þrjú útgerðarfélög eiga kvóta svo einhverju nemi í Grímsey, það eru fyrirtækin Borgarhöfði ehf., Sigurbjörn ehf. og Sæbjörg ehf. Fyrirtækin eru öll í viðskiptum við Íslandsbanka. Rekstur fyrirtækjanna er afar viðkvæmur og erfitt er fyrir fyrirtækin að greiða af lánum sínum. Gunnar Hannesson, einn útgerðarmanna í eynni, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að fyrirtækin væru að berjast við vanda sem varð til í hruninu 2008. Hann benti hins vegar á að eignir félaganna dygðu fyrir skuldum. Guðný Helga segir viðskiptavinum Íslandsbanka standa til boða margvísleg úrræði. „Íslandsbanki hefur frá efnahagshruni kappkostað að vinna með viðskiptavinum sínum með það að markmiði að styðja við atvinnuuppbyggingu. Viðskiptavinum sem átt hafa í greiðsluerfiðleikum hafa staðið til boða þau fjölmörgu úrræði, svo sem greiðsluaðlögun, skuldaaðlögun og Beina brautin í tilfelli fyrirtækja, sem í boði voru með það að markmiði að leggja sitt á vogarskálarnar við endurreisn efnahaglífsins eftir hrun.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er markmiðið að reyna að koma á samvinnu útgerðanna til að viðhalda veiðum og vinnslu í eynni. Þó er vilji útgerðaraðila til að vinna saman talinn afar lítill og samskipti þeirra á milli lítil dagsdaglega. Íbúafundur hefur verið boðaður þann 28. janúar næstkomandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu ekki allir útgerðarmenn eyjarinnar mæta á fundinn. Guðný Helga segir forsvarsmenn Íslandsbanka vel geta hugsað sér að mæta á fundinn. „Ef okkar nærveru er óskað á íbúafundinum þá mætum við að sjálfsögðu,“ segir Guðný Helga.
Tengdar fréttir „Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni“ Boðað hefur verið til íbúafundar 28. janúar þar sem ræða á byggð í Grímsey. Áframhald búsetu er óvisst þar sem Íslandsbanki knýr á um að kvóti verði seldur til að útgerðarmenn eigi fyrir skuldum vegna kvótakaupa. 16. janúar 2015 08:00 Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04 Óvissa um framtíð byggðar í Grímsey Íslandsbanki hefur viðrað þá hugmynd að kvóti verði seldur úr eynni svo útgerðarmenn geti greitt skuldir sínar. 14. janúar 2015 22:35 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni“ Boðað hefur verið til íbúafundar 28. janúar þar sem ræða á byggð í Grímsey. Áframhald búsetu er óvisst þar sem Íslandsbanki knýr á um að kvóti verði seldur til að útgerðarmenn eigi fyrir skuldum vegna kvótakaupa. 16. janúar 2015 08:00
Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04
Óvissa um framtíð byggðar í Grímsey Íslandsbanki hefur viðrað þá hugmynd að kvóti verði seldur úr eynni svo útgerðarmenn geti greitt skuldir sínar. 14. janúar 2015 22:35