Innlent

Rekstur fyrir fatlaða í útboð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Byggja á íbúðir fyrir fatlað fólk.
Byggja á íbúðir fyrir fatlað fólk. Fréttablaðið/Sigurjón
Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt að efnt verði til útboðs um byggingu og rekstur fimm til sex íbúða fyrir fatlað fólk við Unnargrund. Um er að ræða fólk sem þarf þjónustu til að geta búið sjálfstætt.

„Telja verður ákjósanlegt að leita til utanaðkomandi aðila með reynslu á þessu sviði til að byggja umræddar íbúðir og annast rekstur þeirra ásamt því að veita fötluðum íbúum nauðsynlega þjónustu til að þeir geti búið sjálfstætt,“ segir bæjarráðið sem vill auglýsa eftir áhugasömum aðilum og halda síðan lokað útboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×