Innlent

Segir RÚV-umræðu þvætting

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Páll Magnússon
Páll Magnússon
„Í stað þess að sigla nú lygnan sjó með reksturinn í jafnvægi, eins og ef aðgerðirnar í árslok 2013 hefðu verið látnar ná fram að ganga, er reksturinn nú í uppnámi með endurtekinni óvissu fyrir starfsmenn.“ Þetta skrifar Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Páll reifar brotthvarf starfsmanna og bendir á að hlutur RÚV í sjónvarpsáhorfi hafi minnkað. Einnig hafi hlutur Rásar 2 í útvarpshlustun minnkað, áhorf á fréttir RÚV og traust á stofnunina.

Útvarpsstjórinn fyrrverandi segir kyndugt að forystumenn RÚV skuli ekki una nokkuð bærilega við nú þegar rauntekjur frá ríkissjóði aukast um meira en 200 milljónir króna milli 2014 og 2015 en það sé í fyrsta skipti í sex ár sem það gerist.

„Sjaldan hafa stærri orð fallið af minna tilefni um málefni RÚV,“ skrifar Páll. Hann undrast „harmakvælin“ og spyr hvort menn haldi að svona þvættingur um stöðu mála gagnist RÚV.

Páll segir það hafa verið hermdargreiða við RÚV og starfsmenn þess þegar stjórn RÚV lét stóran hluta af fyrirhugaðri hagræðingu, sem samÞykkt var í nóvember 2013, ganga til baka. Hefðu þessar aðgerðir gengið eftir væri komið jafnvægi á rekstur RÚV og rauntekjuaukningin á árinu 2015 öll getað farið í aukna dagskrárgerð.


Tengdar fréttir

Á reiki um RÚV

Það var nokkuð kyndugt fyrir kunnugan að fylgjast með þeim umræðum sem spunnust um Ríkisútvarpið við lokaafgreiðslu fjárlaga fyrir 2015 núna fyrir áramótin. Til að skilja skringilegheitin þarf þó að líta eitt ár aftur í tímann – til afgreiðslu fjárlaga fyrir 2014,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×