Innlent

Rannsókn á lokametrunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einn hestanna dreginn upp úr Bessastaðatjörn.
Einn hestanna dreginn upp úr Bessastaðatjörn. fréttablaðið /vilhelm
Rannsókn á tildrögum þess að tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn þann 21. desember er á lokametrunum, samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun. Niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar á allra næstu dögum.

Fréttavefurinn Vísir greindi frá því sama dag og hestarnir fundust að sjö þeirra voru í eigu hestaleigunnar Íshesta en fimm félaga í Hestamannafélaginu Sóta. Þyrla hífði hestana upp úr tjörninni og var þeim síðan ekið í Álfsnes, þar sem þeir voru urðaðir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×