Hlýtur styrk upp á 80 milljónir króna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 12. janúar 2015 07:30 Ísold Uggadóttir gerir kvikmynd um hælisleitanda og einstæða móður. Ný íslensk kvikmynd í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur hefur hlotið vilyrði fyrir 80 milljóna króna framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Í kvikmyndinni eru fléttaðar saman sögur tveggja ólíkra kvenna; hælisleitanda frá Úganda og einstæðrar móður á Reykjanesi sem starfar við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Ísold segist hafa viljað skoða málefnið út frá sjónarhorni tveggja ólíkra kvenna. „Annars vegar frá sjónarhorni konu sem hneppt er í varðhald fyrir það eitt að reyna að bæta eigin lífskjör, og hins vegar konu sem óvænt er farin að vinna við landamæraeftirlit og er þannig komin í valdastöðu sem hún sjálf er afar stolt af, í fyrstu að minnsta kosti.“ Samfélagsleg málefni hafa verið Ísold hugleikin, en í fjórum verðlaunastuttmyndum hennar, Góðum gestum, Njálsgötu, Clean og Útrás Reykjavík, hefur hún fengist við við kynhneigð, fíkniefnanotkun og afleiðingar efnahagshruns á heldri konu. Allar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa konur í aðalhlutverki, og er kvikmynd hennar „Andið eðlilega“ þar engin undantekning. „Af einhverjum ástæðum þá dettur mér aldrei í hug að hafa karl í aðalhlutverki. Það er ósjálfrátt,“ útskýrir Ísold. Skúli Malmquist er aðalframleiðandi, og vinnur hann nú að áframhaldandi fjármögnun erlendis, í samstarfi við aðila í Svíþjóð, Frakklandi og Belgíu. „Andið eðlilega“ verður fyrsta kvikmynd Ísoldar í fullri lengd, en hún lauk mastersnámi í leikstjórn og handritsgerð frá Columbia-háskóla í New York vorið 2011, þar sem hún var meðal annars valin besti kvenleikstjórinn. „Verkefnið mitt var Útrás Reykjavík og í þessu tilfelli var verið að veita verðlaun til kvenna til hvatningar. Það var valið úr útskriftarhópnum og mikils virði að fá þessa viðurkenningu.“ Konur hafa borið skarðan hlut frá borði síðustu ár þegar kemur að styrkjum frá stofnuninni og þá sérstaklega þegar kemur að framleiðslustyrkjum til kvikmynda í fullri lengd. Breytinga hefur sannarlega orðið vart því fleiri kvikmyndagerðarkonur hafa fengið vilyrði fyrir framleiðslustyrk. Kristín Jóhannesdóttir hlaut 90 milljóna vilyrði fyrir styrk til framleiðslu kvikmyndarinnar Þá og þegar elskan og Ása Helga Hjörleifsdóttir 80 milljónir fyrir kvikmynd sína Svanurinn. Menning Mest lesið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Tíska og hönnun Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Lífið Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Bíó og sjónvarp Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ný íslensk kvikmynd í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur hefur hlotið vilyrði fyrir 80 milljóna króna framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Í kvikmyndinni eru fléttaðar saman sögur tveggja ólíkra kvenna; hælisleitanda frá Úganda og einstæðrar móður á Reykjanesi sem starfar við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Ísold segist hafa viljað skoða málefnið út frá sjónarhorni tveggja ólíkra kvenna. „Annars vegar frá sjónarhorni konu sem hneppt er í varðhald fyrir það eitt að reyna að bæta eigin lífskjör, og hins vegar konu sem óvænt er farin að vinna við landamæraeftirlit og er þannig komin í valdastöðu sem hún sjálf er afar stolt af, í fyrstu að minnsta kosti.“ Samfélagsleg málefni hafa verið Ísold hugleikin, en í fjórum verðlaunastuttmyndum hennar, Góðum gestum, Njálsgötu, Clean og Útrás Reykjavík, hefur hún fengist við við kynhneigð, fíkniefnanotkun og afleiðingar efnahagshruns á heldri konu. Allar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa konur í aðalhlutverki, og er kvikmynd hennar „Andið eðlilega“ þar engin undantekning. „Af einhverjum ástæðum þá dettur mér aldrei í hug að hafa karl í aðalhlutverki. Það er ósjálfrátt,“ útskýrir Ísold. Skúli Malmquist er aðalframleiðandi, og vinnur hann nú að áframhaldandi fjármögnun erlendis, í samstarfi við aðila í Svíþjóð, Frakklandi og Belgíu. „Andið eðlilega“ verður fyrsta kvikmynd Ísoldar í fullri lengd, en hún lauk mastersnámi í leikstjórn og handritsgerð frá Columbia-háskóla í New York vorið 2011, þar sem hún var meðal annars valin besti kvenleikstjórinn. „Verkefnið mitt var Útrás Reykjavík og í þessu tilfelli var verið að veita verðlaun til kvenna til hvatningar. Það var valið úr útskriftarhópnum og mikils virði að fá þessa viðurkenningu.“ Konur hafa borið skarðan hlut frá borði síðustu ár þegar kemur að styrkjum frá stofnuninni og þá sérstaklega þegar kemur að framleiðslustyrkjum til kvikmynda í fullri lengd. Breytinga hefur sannarlega orðið vart því fleiri kvikmyndagerðarkonur hafa fengið vilyrði fyrir framleiðslustyrk. Kristín Jóhannesdóttir hlaut 90 milljóna vilyrði fyrir styrk til framleiðslu kvikmyndarinnar Þá og þegar elskan og Ása Helga Hjörleifsdóttir 80 milljónir fyrir kvikmynd sína Svanurinn.
Menning Mest lesið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Tíska og hönnun Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Lífið Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Bíó og sjónvarp Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira