Innlent

Tína upp jólatré á Seltjarnarnesi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ágúst Fannar Leifsson og Ingi Du Phuc að störfum á Lindarbraut í gærmorgun.
Ágúst Fannar Leifsson og Ingi Du Phuc að störfum á Lindarbraut í gærmorgun. vísir/pjetur
Frá því að jólin kvöddu hafa starfsmenn Seltjarnarnesbæjar unnið að því að tína saman jólatré bæjarbúa. Trén verða síðar kurluð niður og nýtt til moltugerðar. Söfnuninni lýkur í dag.

„Veðrið gerði verkefnið að hálfgerðu stressi,“ segir Jón Ingvar Jónasson bæjarverkstjóri. „Þetta eru á að giska rúmlega 500 tré og við erum með fjóra starfsmenn í því að hreinsa þau upp. Síðan er stöku tré að skila sér út mánuðinn. Við hreinsum þau upp er þau koma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×