Kostnaður LSH við verkfallið yfir 420 milljónum króna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2015 07:00 Samið Skrifað var undir kjarasamning milli lækna og ríkis í Karphúsinu í fyrrinótt. Fréttablaðið/Ernir Samninganefndir lækna og ríkisins náðu saman í fyrrinótt. Skrifað var undir kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara um klukkan 3:30. Verkfallsaðgerðum lækna sem boðaðar höfðu verið í gær var frestað þar til atkvæðagreiðslu um samninginn er lokið. Kjarasamningurinn er til þriggja ára. Hann er afturvirkur frá síðasta sumri og gildir fram í apríl 2017. Efnisatriði samningsins verða ekki birt fyrr en búið er að kynna hann fyrir læknum. Samningurinn er flókinn og spannar um 80 blaðsíður. Hann felur í sér algjöra uppstokkun á bæði launatöflu og vinnufyrirkomulagi. Samkvæmt heimildum fréttastofu fá læknar strax við samninginn ríflega 10 prósenta launahækkun. Þannig hækka launin samkvæmt launatöflu um 3,6 prósent afturvirkt og gildir sú hækkun frá því í júní 2014. Önnur hækkun um 10,5 prósent tekur gildi 1. janúar 2015. Þar sem læknar voru samningslausir frá síðasta sumri bætist einnig 160 þúsund króna eingreiðsla við þessar hækkanir ef samningurinn verður samþykktur.Launin munu hækka meira á tímabilinu þar sem koma til enn frekari prósentuhækkanir í fleiri þrepum auk þess sem samið var um launapotta sem dreifast misjafnlega.Páll Matthíasson forstjóri LandspítalansAð sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, er ljóst að töluverðan tíma mun taka að vinna niður áhrif verkfallsins á starfsemi spítalans. Gera má ráð fyrir að sú vinna standi fram eftir ári. Áætlaður kostnaður spítalans við framkvæmd þeirra skurðaðgerða sem ekki varð af á verkfallstímanum er um 350 milljónir króna. Þá er unnið að kostnaðarmati vegna starfsemi á hjartaþræðingu, rannsóknarsviði og dag- og göngudeildum en gert er ráð fyrir að sá kostnaður hlaupi á um 60 til 70 milljónum. Um er að ræða grófar tölur og fyrsta mat stjórnenda spítalans. Alls voru 786 aðgerðir felldar niður á spítalanum vegna verkfallsins. Þá var 586 aðgerðum frestað og 108 inngrip á hjartaþræðingarstofu felld niður. Þá voru 3.117 komur á göngudeildir felldar niður vegna verkfallsins, þar af rúmlega þúsund bæði á lyflækningasviði og skurðlækningasviði. Gróft mat spítalans á lækkun launagreiðslna til lækna á verkfallstímanum er um 150 milljónir króna. Páll segist fagna því að árangur hafi náðst í kjaradeilunni og vonar að samningarnir verði samþykktir. „Við erum nú að leggja drög að undirbúningi að því hvernig við náum best að þjónusta þá fjölmörgu sem ekki fengu fullnægjandi þjónustu þessa verkfallsdaga. Sú vinna felst meðal annars í því að endurmeta ástand þeirra sem bíða eftir aðgerðum og endurraða samkvæmt því á biðlista. Þá vonumst við til að geta aukið starfsemina tímabundið til að flýta fyrir þessu. Allajafna eru skurðstofur okkar og önnur aðstaða nýtt til hins ýtrasta svo ekki er hægt um vik að bæta við starfsemi á reglulegum tíma. Við munum því kanna hvaða aðrir möguleikar eru í stöðunni en það er nokkuð ljóst að það mun taka okkur vel fram á þetta ár að vinda ofan af þessu,“ segir Páll. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Samninganefndir lækna og ríkisins náðu saman í fyrrinótt. Skrifað var undir kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara um klukkan 3:30. Verkfallsaðgerðum lækna sem boðaðar höfðu verið í gær var frestað þar til atkvæðagreiðslu um samninginn er lokið. Kjarasamningurinn er til þriggja ára. Hann er afturvirkur frá síðasta sumri og gildir fram í apríl 2017. Efnisatriði samningsins verða ekki birt fyrr en búið er að kynna hann fyrir læknum. Samningurinn er flókinn og spannar um 80 blaðsíður. Hann felur í sér algjöra uppstokkun á bæði launatöflu og vinnufyrirkomulagi. Samkvæmt heimildum fréttastofu fá læknar strax við samninginn ríflega 10 prósenta launahækkun. Þannig hækka launin samkvæmt launatöflu um 3,6 prósent afturvirkt og gildir sú hækkun frá því í júní 2014. Önnur hækkun um 10,5 prósent tekur gildi 1. janúar 2015. Þar sem læknar voru samningslausir frá síðasta sumri bætist einnig 160 þúsund króna eingreiðsla við þessar hækkanir ef samningurinn verður samþykktur.Launin munu hækka meira á tímabilinu þar sem koma til enn frekari prósentuhækkanir í fleiri þrepum auk þess sem samið var um launapotta sem dreifast misjafnlega.Páll Matthíasson forstjóri LandspítalansAð sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, er ljóst að töluverðan tíma mun taka að vinna niður áhrif verkfallsins á starfsemi spítalans. Gera má ráð fyrir að sú vinna standi fram eftir ári. Áætlaður kostnaður spítalans við framkvæmd þeirra skurðaðgerða sem ekki varð af á verkfallstímanum er um 350 milljónir króna. Þá er unnið að kostnaðarmati vegna starfsemi á hjartaþræðingu, rannsóknarsviði og dag- og göngudeildum en gert er ráð fyrir að sá kostnaður hlaupi á um 60 til 70 milljónum. Um er að ræða grófar tölur og fyrsta mat stjórnenda spítalans. Alls voru 786 aðgerðir felldar niður á spítalanum vegna verkfallsins. Þá var 586 aðgerðum frestað og 108 inngrip á hjartaþræðingarstofu felld niður. Þá voru 3.117 komur á göngudeildir felldar niður vegna verkfallsins, þar af rúmlega þúsund bæði á lyflækningasviði og skurðlækningasviði. Gróft mat spítalans á lækkun launagreiðslna til lækna á verkfallstímanum er um 150 milljónir króna. Páll segist fagna því að árangur hafi náðst í kjaradeilunni og vonar að samningarnir verði samþykktir. „Við erum nú að leggja drög að undirbúningi að því hvernig við náum best að þjónusta þá fjölmörgu sem ekki fengu fullnægjandi þjónustu þessa verkfallsdaga. Sú vinna felst meðal annars í því að endurmeta ástand þeirra sem bíða eftir aðgerðum og endurraða samkvæmt því á biðlista. Þá vonumst við til að geta aukið starfsemina tímabundið til að flýta fyrir þessu. Allajafna eru skurðstofur okkar og önnur aðstaða nýtt til hins ýtrasta svo ekki er hægt um vik að bæta við starfsemi á reglulegum tíma. Við munum því kanna hvaða aðrir möguleikar eru í stöðunni en það er nokkuð ljóst að það mun taka okkur vel fram á þetta ár að vinda ofan af þessu,“ segir Páll.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira