Kostnaður LSH við verkfallið yfir 420 milljónum króna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2015 07:00 Samið Skrifað var undir kjarasamning milli lækna og ríkis í Karphúsinu í fyrrinótt. Fréttablaðið/Ernir Samninganefndir lækna og ríkisins náðu saman í fyrrinótt. Skrifað var undir kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara um klukkan 3:30. Verkfallsaðgerðum lækna sem boðaðar höfðu verið í gær var frestað þar til atkvæðagreiðslu um samninginn er lokið. Kjarasamningurinn er til þriggja ára. Hann er afturvirkur frá síðasta sumri og gildir fram í apríl 2017. Efnisatriði samningsins verða ekki birt fyrr en búið er að kynna hann fyrir læknum. Samningurinn er flókinn og spannar um 80 blaðsíður. Hann felur í sér algjöra uppstokkun á bæði launatöflu og vinnufyrirkomulagi. Samkvæmt heimildum fréttastofu fá læknar strax við samninginn ríflega 10 prósenta launahækkun. Þannig hækka launin samkvæmt launatöflu um 3,6 prósent afturvirkt og gildir sú hækkun frá því í júní 2014. Önnur hækkun um 10,5 prósent tekur gildi 1. janúar 2015. Þar sem læknar voru samningslausir frá síðasta sumri bætist einnig 160 þúsund króna eingreiðsla við þessar hækkanir ef samningurinn verður samþykktur.Launin munu hækka meira á tímabilinu þar sem koma til enn frekari prósentuhækkanir í fleiri þrepum auk þess sem samið var um launapotta sem dreifast misjafnlega.Páll Matthíasson forstjóri LandspítalansAð sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, er ljóst að töluverðan tíma mun taka að vinna niður áhrif verkfallsins á starfsemi spítalans. Gera má ráð fyrir að sú vinna standi fram eftir ári. Áætlaður kostnaður spítalans við framkvæmd þeirra skurðaðgerða sem ekki varð af á verkfallstímanum er um 350 milljónir króna. Þá er unnið að kostnaðarmati vegna starfsemi á hjartaþræðingu, rannsóknarsviði og dag- og göngudeildum en gert er ráð fyrir að sá kostnaður hlaupi á um 60 til 70 milljónum. Um er að ræða grófar tölur og fyrsta mat stjórnenda spítalans. Alls voru 786 aðgerðir felldar niður á spítalanum vegna verkfallsins. Þá var 586 aðgerðum frestað og 108 inngrip á hjartaþræðingarstofu felld niður. Þá voru 3.117 komur á göngudeildir felldar niður vegna verkfallsins, þar af rúmlega þúsund bæði á lyflækningasviði og skurðlækningasviði. Gróft mat spítalans á lækkun launagreiðslna til lækna á verkfallstímanum er um 150 milljónir króna. Páll segist fagna því að árangur hafi náðst í kjaradeilunni og vonar að samningarnir verði samþykktir. „Við erum nú að leggja drög að undirbúningi að því hvernig við náum best að þjónusta þá fjölmörgu sem ekki fengu fullnægjandi þjónustu þessa verkfallsdaga. Sú vinna felst meðal annars í því að endurmeta ástand þeirra sem bíða eftir aðgerðum og endurraða samkvæmt því á biðlista. Þá vonumst við til að geta aukið starfsemina tímabundið til að flýta fyrir þessu. Allajafna eru skurðstofur okkar og önnur aðstaða nýtt til hins ýtrasta svo ekki er hægt um vik að bæta við starfsemi á reglulegum tíma. Við munum því kanna hvaða aðrir möguleikar eru í stöðunni en það er nokkuð ljóst að það mun taka okkur vel fram á þetta ár að vinda ofan af þessu,“ segir Páll. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Samninganefndir lækna og ríkisins náðu saman í fyrrinótt. Skrifað var undir kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara um klukkan 3:30. Verkfallsaðgerðum lækna sem boðaðar höfðu verið í gær var frestað þar til atkvæðagreiðslu um samninginn er lokið. Kjarasamningurinn er til þriggja ára. Hann er afturvirkur frá síðasta sumri og gildir fram í apríl 2017. Efnisatriði samningsins verða ekki birt fyrr en búið er að kynna hann fyrir læknum. Samningurinn er flókinn og spannar um 80 blaðsíður. Hann felur í sér algjöra uppstokkun á bæði launatöflu og vinnufyrirkomulagi. Samkvæmt heimildum fréttastofu fá læknar strax við samninginn ríflega 10 prósenta launahækkun. Þannig hækka launin samkvæmt launatöflu um 3,6 prósent afturvirkt og gildir sú hækkun frá því í júní 2014. Önnur hækkun um 10,5 prósent tekur gildi 1. janúar 2015. Þar sem læknar voru samningslausir frá síðasta sumri bætist einnig 160 þúsund króna eingreiðsla við þessar hækkanir ef samningurinn verður samþykktur.Launin munu hækka meira á tímabilinu þar sem koma til enn frekari prósentuhækkanir í fleiri þrepum auk þess sem samið var um launapotta sem dreifast misjafnlega.Páll Matthíasson forstjóri LandspítalansAð sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, er ljóst að töluverðan tíma mun taka að vinna niður áhrif verkfallsins á starfsemi spítalans. Gera má ráð fyrir að sú vinna standi fram eftir ári. Áætlaður kostnaður spítalans við framkvæmd þeirra skurðaðgerða sem ekki varð af á verkfallstímanum er um 350 milljónir króna. Þá er unnið að kostnaðarmati vegna starfsemi á hjartaþræðingu, rannsóknarsviði og dag- og göngudeildum en gert er ráð fyrir að sá kostnaður hlaupi á um 60 til 70 milljónum. Um er að ræða grófar tölur og fyrsta mat stjórnenda spítalans. Alls voru 786 aðgerðir felldar niður á spítalanum vegna verkfallsins. Þá var 586 aðgerðum frestað og 108 inngrip á hjartaþræðingarstofu felld niður. Þá voru 3.117 komur á göngudeildir felldar niður vegna verkfallsins, þar af rúmlega þúsund bæði á lyflækningasviði og skurðlækningasviði. Gróft mat spítalans á lækkun launagreiðslna til lækna á verkfallstímanum er um 150 milljónir króna. Páll segist fagna því að árangur hafi náðst í kjaradeilunni og vonar að samningarnir verði samþykktir. „Við erum nú að leggja drög að undirbúningi að því hvernig við náum best að þjónusta þá fjölmörgu sem ekki fengu fullnægjandi þjónustu þessa verkfallsdaga. Sú vinna felst meðal annars í því að endurmeta ástand þeirra sem bíða eftir aðgerðum og endurraða samkvæmt því á biðlista. Þá vonumst við til að geta aukið starfsemina tímabundið til að flýta fyrir þessu. Allajafna eru skurðstofur okkar og önnur aðstaða nýtt til hins ýtrasta svo ekki er hægt um vik að bæta við starfsemi á reglulegum tíma. Við munum því kanna hvaða aðrir möguleikar eru í stöðunni en það er nokkuð ljóst að það mun taka okkur vel fram á þetta ár að vinda ofan af þessu,“ segir Páll.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira