Vill endurbyggja húsnæðiskerfið 8. janúar 2015 07:00 Benedikt telur að hrunið og verðtryggingin hafi stækkað hóp einstaklinga sem vilji ekki kaupa sér húsnæði. Kostnaður og óvissa ýti fólki frá fasteignakaupum. Hann telur að æ fleiri Íslendingar vilji njóta frelsis og hreyfanleika á húsnæðismarkaði. fréttablaðið/auðunn níelsson Búseti á Norðurlandi á og rekur 234 íbúðir á Akureyri og á Húsavík. Meginþorri þeirra, eða 219, er á Akureyri en fimmtán eru á Húsavík. Búsetafélögin á stöðunum tveimur sameinuðust árið 2005. „Áhugi virðist hafa verið einnig fyrir því að koma upp húsnæðissamvinnufélögum víðar á Norðurlandi á þessum tíma því félög voru stofnuð víðar en hófu aldrei starfsemi,“ segir Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta. Benedikt segir að rekstri Búseta á Norðurlandi svipi til húsnæðissamvinnufélaga í Skandinavíu og Vestur-Evrópu. Félögin eigi það sameiginlegt að vera ekki rekin með hagnaðarkröfu heldur byggjast á sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. „Húsnæðissamvinnufélagafyrirkomulagið er alþjóðleg hreyfing sem starfar í flestum löndum í einhverri mynd. Einnig eru mjög mörg form sjálfseignarfélaga sem reka húsnæði án hagnaðarkröfu,“ segir Benedikt.Hagkvæmur kostur í boði „Búseturéttur er eign viðkomandi félagsmanns sem gerir samning um íbúð. Búsetusamningur er gagnkvæmur og almennt óuppsegjanlegur af hálfu félagsins ef félagsmaðurinn er skilvís og gengur vel um,“ segir Benedikt. Félagsmaðurinn ákveður hins vegar hversu lengi hann situr eignina og nýtur þess að hafa sex mánaða uppsagnarfrest. Hann fær síðan innborgun sína endurgreidda samkvæmt samningi. Okkar félag hefur kaupskyldu gagnvart búseturéttinum sem seldur er á föstu verði. Búseti á Norðurlandi hefur selt búseturétt miðað við tíu prósent af verðmæti íbúðanna en vonandi getum við í framtíðinni byggt eða keypt hagkvæmar íbúðir til leigu með innborgunum sem nema þriggja til sex mánaða fyrirframgreiðslu.“Búseti Flestar íbúðir í eigu Búseta eru á Akureyri, höfuðstað Norðurlands, en jafnframt á félagið nokkrar íbúðir á Húsavík.fréttablaðið /Auðunn NíelssonVæntir mikils af Eygló Búseti á Norðurlandi hefur ekki farið varhluta af efnahagshruninu 2008. Nú sé þó lokið endurskipulagningu á fjármálum félagsins og að mati Benedikts eru bjartari tímar í augsýn. „Búseti á Norðurlandi var í framkvæmdafrosti frá því að lokið var framkvæmdum sem stóðu yfir í hruninu 2008 og þar til lokið var endurskipulagningu á síðasta ári. Húsnæðissamvinnufélögum og öðrum húsnæðisfélögum sem rekin eru án hagnaðarkröfu er ætlað verulega aukið svigrúm í nýjum tillögum um húsnæðismarkaðinn sem kynntar voru í fyrra og nú er unnið úr þeim á borði húsnæðismálaráðherra. Við sem höfum talað fyrir því að hér verði innleidd vestur-evrópsk umgjörð um húsnæðismálin, sem hefur virkað ágætlega í Svíþjóð og Þýskalandi og fleiri löndum á EES-svæðinu, hljótum að vera bjartsýn á að Framsóknarflokkurinn meini það sem hann segir í þessu efni og ríkisstjórnin fylgi tillögum Eyglóar Harðardóttur eftir,“ segir Benedikt.Fjölgar sem vilja ekki kaupa Benedikt telur hrunið og verðtryggingu hafa stækkað hóp einstaklinga sem vilji ekki kaupa sér húsnæði. Kostnaður og óvissa ýti fólki frá fasteignakaupum.„Afleiðingar hrunsins og háskarugl verðtryggingarinnar, ásamt hertum reglum um lánshæfismat einstaklinga, leiðir til þess að þeim fjölgar sem alls ekki geta keypt húsnæði á núverandi kjörum um verð og okurvexti.“ Æ fleiri Íslendingar vilja njóta frelsis og hreyfanleika á húsnæðismarkaði. Að hans mati eru ávöxtunarkröfur lífeyrissjóðanna einnig mikill áhrifaþáttur. „Með vaxandi fjölda Íslendinga sem öðlast reynslu af því að búa erlendis og vilja njóta hreyfanleika á húsnæðismarkaði þá mun stærri hópur alls ekki vilja kaupa rándýrt húsnæði. Nú er uppi skýrari krafa um að sinna þessum hópi sem við getum kallað „ekki-kaupendur“ á húsnæðismarkaði með hagkvæmara og fjölbreyttara húsnæði en markaðurinn vill eða getur boðið upp á meðan óraunsæjum ávöxtunarkröfum lífeyrissjóðanna er haldið til streitu og okurvextir eru á húsnæðislánum til almennings.“Ávinningur fer úr greininni Benedikt segir íslenskan fasteignamarkað þess eðlis að hinn venjulegi Íslendingur njóti sjaldan ávinnings af hagkvæmni við byggingu fasteigna. Mikilvægt sé að breyta því og koma ávinningnum aftur til íbúðarkaupenda. „Fjármálakerfið, það eru bankar og sjóðir, hefur haldið byggingamarkaðinum í heljarklóm og bókstaflega haft það í hendi hvaða verktakar lifa af þegar harðnar á dalnum. Við erum búin að reka séríslenskt okurvaxtafyrirkomulag í langan tíma með séríslenskri verðtryggingu sem mögulega reynist ólögmæt. Þetta hefur þýtt að fjármagnskostnaður á byggingartíma hækkar verð nýrra íbúða langt umfram það sem væri ef við nytum virks samkeppnismarkaðar eða viðlíka umgjarðar og víðast í nágrannalöndum. Mögulegur ávinningur af útboðum er meira og minna alltaf leystur út úr greininni og lendir hjá bröskurum og fjármálafyrirtækjum en kemur sjaldnast fram sem ávinningur hjá íbúðarkaupandanum eða leigjandanum. Þessu viljum við breyta.“Íbúðalánasjóður ekki hjálpað Benedikt telur að Íbúðalánasjóður hafi ekki unnið nægilega vel meðfélaginu eftir hrun og dregið lappirnar hvað varðar samskipti við félagið og átelur starfshætti sjóðsins. Óhjákvæmilegt sé að endurskipuleggja starf Íbúðalánasjóðs eða loka honum. „Stjórnunar- og fjármögnunarvandi Íbúðalánasjóðs hefur bitnað á okkar félagi og þann vanda verður að kveða niður með lokun eða endurskipulagningu sjóðsins – og með því að íþyngjandi og fjandsamlegum starfsháttum sjóðsins verði endanlega lokið án frekara og áframhaldandi tjóns fyrir einstaka viðskiptamenn sjóðsins. Það er til dæmis algerlega óviðunandi að Íbúðalánasjóður reki eigið íbúðaleigufélag, sem nefnist Klettur ehf., í samkeppni við aðra lántakendur hjá sjóðnum og án þess að um þá starfsemi hafi verið sett reglugerð eins og lög áskilja.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Búseti á Norðurlandi á og rekur 234 íbúðir á Akureyri og á Húsavík. Meginþorri þeirra, eða 219, er á Akureyri en fimmtán eru á Húsavík. Búsetafélögin á stöðunum tveimur sameinuðust árið 2005. „Áhugi virðist hafa verið einnig fyrir því að koma upp húsnæðissamvinnufélögum víðar á Norðurlandi á þessum tíma því félög voru stofnuð víðar en hófu aldrei starfsemi,“ segir Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta. Benedikt segir að rekstri Búseta á Norðurlandi svipi til húsnæðissamvinnufélaga í Skandinavíu og Vestur-Evrópu. Félögin eigi það sameiginlegt að vera ekki rekin með hagnaðarkröfu heldur byggjast á sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. „Húsnæðissamvinnufélagafyrirkomulagið er alþjóðleg hreyfing sem starfar í flestum löndum í einhverri mynd. Einnig eru mjög mörg form sjálfseignarfélaga sem reka húsnæði án hagnaðarkröfu,“ segir Benedikt.Hagkvæmur kostur í boði „Búseturéttur er eign viðkomandi félagsmanns sem gerir samning um íbúð. Búsetusamningur er gagnkvæmur og almennt óuppsegjanlegur af hálfu félagsins ef félagsmaðurinn er skilvís og gengur vel um,“ segir Benedikt. Félagsmaðurinn ákveður hins vegar hversu lengi hann situr eignina og nýtur þess að hafa sex mánaða uppsagnarfrest. Hann fær síðan innborgun sína endurgreidda samkvæmt samningi. Okkar félag hefur kaupskyldu gagnvart búseturéttinum sem seldur er á föstu verði. Búseti á Norðurlandi hefur selt búseturétt miðað við tíu prósent af verðmæti íbúðanna en vonandi getum við í framtíðinni byggt eða keypt hagkvæmar íbúðir til leigu með innborgunum sem nema þriggja til sex mánaða fyrirframgreiðslu.“Búseti Flestar íbúðir í eigu Búseta eru á Akureyri, höfuðstað Norðurlands, en jafnframt á félagið nokkrar íbúðir á Húsavík.fréttablaðið /Auðunn NíelssonVæntir mikils af Eygló Búseti á Norðurlandi hefur ekki farið varhluta af efnahagshruninu 2008. Nú sé þó lokið endurskipulagningu á fjármálum félagsins og að mati Benedikts eru bjartari tímar í augsýn. „Búseti á Norðurlandi var í framkvæmdafrosti frá því að lokið var framkvæmdum sem stóðu yfir í hruninu 2008 og þar til lokið var endurskipulagningu á síðasta ári. Húsnæðissamvinnufélögum og öðrum húsnæðisfélögum sem rekin eru án hagnaðarkröfu er ætlað verulega aukið svigrúm í nýjum tillögum um húsnæðismarkaðinn sem kynntar voru í fyrra og nú er unnið úr þeim á borði húsnæðismálaráðherra. Við sem höfum talað fyrir því að hér verði innleidd vestur-evrópsk umgjörð um húsnæðismálin, sem hefur virkað ágætlega í Svíþjóð og Þýskalandi og fleiri löndum á EES-svæðinu, hljótum að vera bjartsýn á að Framsóknarflokkurinn meini það sem hann segir í þessu efni og ríkisstjórnin fylgi tillögum Eyglóar Harðardóttur eftir,“ segir Benedikt.Fjölgar sem vilja ekki kaupa Benedikt telur hrunið og verðtryggingu hafa stækkað hóp einstaklinga sem vilji ekki kaupa sér húsnæði. Kostnaður og óvissa ýti fólki frá fasteignakaupum.„Afleiðingar hrunsins og háskarugl verðtryggingarinnar, ásamt hertum reglum um lánshæfismat einstaklinga, leiðir til þess að þeim fjölgar sem alls ekki geta keypt húsnæði á núverandi kjörum um verð og okurvexti.“ Æ fleiri Íslendingar vilja njóta frelsis og hreyfanleika á húsnæðismarkaði. Að hans mati eru ávöxtunarkröfur lífeyrissjóðanna einnig mikill áhrifaþáttur. „Með vaxandi fjölda Íslendinga sem öðlast reynslu af því að búa erlendis og vilja njóta hreyfanleika á húsnæðismarkaði þá mun stærri hópur alls ekki vilja kaupa rándýrt húsnæði. Nú er uppi skýrari krafa um að sinna þessum hópi sem við getum kallað „ekki-kaupendur“ á húsnæðismarkaði með hagkvæmara og fjölbreyttara húsnæði en markaðurinn vill eða getur boðið upp á meðan óraunsæjum ávöxtunarkröfum lífeyrissjóðanna er haldið til streitu og okurvextir eru á húsnæðislánum til almennings.“Ávinningur fer úr greininni Benedikt segir íslenskan fasteignamarkað þess eðlis að hinn venjulegi Íslendingur njóti sjaldan ávinnings af hagkvæmni við byggingu fasteigna. Mikilvægt sé að breyta því og koma ávinningnum aftur til íbúðarkaupenda. „Fjármálakerfið, það eru bankar og sjóðir, hefur haldið byggingamarkaðinum í heljarklóm og bókstaflega haft það í hendi hvaða verktakar lifa af þegar harðnar á dalnum. Við erum búin að reka séríslenskt okurvaxtafyrirkomulag í langan tíma með séríslenskri verðtryggingu sem mögulega reynist ólögmæt. Þetta hefur þýtt að fjármagnskostnaður á byggingartíma hækkar verð nýrra íbúða langt umfram það sem væri ef við nytum virks samkeppnismarkaðar eða viðlíka umgjarðar og víðast í nágrannalöndum. Mögulegur ávinningur af útboðum er meira og minna alltaf leystur út úr greininni og lendir hjá bröskurum og fjármálafyrirtækjum en kemur sjaldnast fram sem ávinningur hjá íbúðarkaupandanum eða leigjandanum. Þessu viljum við breyta.“Íbúðalánasjóður ekki hjálpað Benedikt telur að Íbúðalánasjóður hafi ekki unnið nægilega vel meðfélaginu eftir hrun og dregið lappirnar hvað varðar samskipti við félagið og átelur starfshætti sjóðsins. Óhjákvæmilegt sé að endurskipuleggja starf Íbúðalánasjóðs eða loka honum. „Stjórnunar- og fjármögnunarvandi Íbúðalánasjóðs hefur bitnað á okkar félagi og þann vanda verður að kveða niður með lokun eða endurskipulagningu sjóðsins – og með því að íþyngjandi og fjandsamlegum starfsháttum sjóðsins verði endanlega lokið án frekara og áframhaldandi tjóns fyrir einstaka viðskiptamenn sjóðsins. Það er til dæmis algerlega óviðunandi að Íbúðalánasjóður reki eigið íbúðaleigufélag, sem nefnist Klettur ehf., í samkeppni við aðra lántakendur hjá sjóðnum og án þess að um þá starfsemi hafi verið sett reglugerð eins og lög áskilja.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira