Milljarða ávinningur fyrir útgerðina af lægra olíuverði Svavar Hávarðsson skrifar 8. janúar 2015 06:45 Samkvæmt Hagstofunni keyptu sjávarútvegsfyrirtæki olíu fyrir 22 milljarða árið 2012. fréttablaðið/stefán Tonnið af skipaolíu hefur á réttu ári helmingast í verði á markaði í Rotterdam. Olíukaup eru næststærsti útgjaldaliður útgerðarinnar í landinu og ljóst að sparnaður fyrirtækjanna hleypur fljótt á milljörðum gangi spár eftir um að verð á olíu haldist lágt næstu mánuði. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, segir breytingarnar á olíuverði koma öllum fyrirtækjum til góða – sjávarútvegsfyrirtækjum sem öðrum. Samkvæmt þeirri tölfræði sem samtökin hafa undir höndum var verð á skipaolíu á heimsmarkaði rúmlega 900 Bandaríkjadalir á tonnið á sama tíma fyrir ári. Verð á Rotterdammarkaði í gærmorgun var hins vegar 469,50 dalir á tonnið og hafði þá lækkað úr 510,50 dölum á fyrstu fjórum viðskiptadögum nýs árs.Sveinn HjörturHjartarson„Meðalverðið á þessum markaði undanfarin fjögur ár hefur legið yfir 900 dollurum, svo það munar um minna,“ segir Sveinn en segir erfitt að festa fingur á hvað þessar lækkanir þýði fyrir einstök fyrirtæki sem gera sérsamninga um olíukaup. Eins haldi styrking dollarans á móti lækkunum á hrávörumörkuðum. Um sveiflur síðustu ára í olíuverði nefnir Sveinn sem dæmi að tonnið kostaði einn áttunda af meðalverðinu síðastliðin fjögur ár. Íslensk fiskiskip notuðu árið 2013 um 150 þúsund tonn af olíu, en miðað við hæstu og lægstu verðtölur, og í einfaldaðri mynd, kostar það magn 7,5 milljörðum minna í innkaupum á Rotterdam markaði ef meðalverð héldist út árið. Gasolía, sem aðallega er nýtt af fiskiskipaflotanum, nam 29% af heildarmagni eldsneytis sem flutt var til landsins það ár. Hagfræðideild Landsbankans gerði olíuverðslækkanir að umtalsefni í nýjustu Hagsjá bankans sem var birt 22. desember síðastliðinn. Þar segir að innflutningur á eldsneyti og smurolíu til landsins hafi numið 90 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2014. Meðalverð á tunnu á því tímabili var tæpir 105 dollarar. Verðið fór niður í 50 dollara í viðskiptum í gær. „Sé gert ráð fyrir að olíuverð verði áfram um 60 Bandaríkjadalir á næsta ári og gengi krónu verði stöðugt má ætla að sama magn af innflutningi muni einungis kosta um 52 milljarða króna. Við það myndu sparast um 38 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri miðað við fyrstu tíu mánuði þessa árs,“ skrifa Landsbankamenn sem setja stærðirnar í samhengi hvað varðar íslenskt efnahagslíf. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Tonnið af skipaolíu hefur á réttu ári helmingast í verði á markaði í Rotterdam. Olíukaup eru næststærsti útgjaldaliður útgerðarinnar í landinu og ljóst að sparnaður fyrirtækjanna hleypur fljótt á milljörðum gangi spár eftir um að verð á olíu haldist lágt næstu mánuði. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, segir breytingarnar á olíuverði koma öllum fyrirtækjum til góða – sjávarútvegsfyrirtækjum sem öðrum. Samkvæmt þeirri tölfræði sem samtökin hafa undir höndum var verð á skipaolíu á heimsmarkaði rúmlega 900 Bandaríkjadalir á tonnið á sama tíma fyrir ári. Verð á Rotterdammarkaði í gærmorgun var hins vegar 469,50 dalir á tonnið og hafði þá lækkað úr 510,50 dölum á fyrstu fjórum viðskiptadögum nýs árs.Sveinn HjörturHjartarson„Meðalverðið á þessum markaði undanfarin fjögur ár hefur legið yfir 900 dollurum, svo það munar um minna,“ segir Sveinn en segir erfitt að festa fingur á hvað þessar lækkanir þýði fyrir einstök fyrirtæki sem gera sérsamninga um olíukaup. Eins haldi styrking dollarans á móti lækkunum á hrávörumörkuðum. Um sveiflur síðustu ára í olíuverði nefnir Sveinn sem dæmi að tonnið kostaði einn áttunda af meðalverðinu síðastliðin fjögur ár. Íslensk fiskiskip notuðu árið 2013 um 150 þúsund tonn af olíu, en miðað við hæstu og lægstu verðtölur, og í einfaldaðri mynd, kostar það magn 7,5 milljörðum minna í innkaupum á Rotterdam markaði ef meðalverð héldist út árið. Gasolía, sem aðallega er nýtt af fiskiskipaflotanum, nam 29% af heildarmagni eldsneytis sem flutt var til landsins það ár. Hagfræðideild Landsbankans gerði olíuverðslækkanir að umtalsefni í nýjustu Hagsjá bankans sem var birt 22. desember síðastliðinn. Þar segir að innflutningur á eldsneyti og smurolíu til landsins hafi numið 90 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2014. Meðalverð á tunnu á því tímabili var tæpir 105 dollarar. Verðið fór niður í 50 dollara í viðskiptum í gær. „Sé gert ráð fyrir að olíuverð verði áfram um 60 Bandaríkjadalir á næsta ári og gengi krónu verði stöðugt má ætla að sama magn af innflutningi muni einungis kosta um 52 milljarða króna. Við það myndu sparast um 38 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri miðað við fyrstu tíu mánuði þessa árs,“ skrifa Landsbankamenn sem setja stærðirnar í samhengi hvað varðar íslenskt efnahagslíf.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira