Innlent

Búast við að færri Rússar komi til Íslands

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Forstöðumaður ferðamálaráðs Rússlands reiknar með 30% samdrætti í utanferðum Rússa.
Forstöðumaður ferðamálaráðs Rússlands reiknar með 30% samdrætti í utanferðum Rússa. Fréttablaðið/GVA
„Rússum sem sækja Ísland heim hefur fjölgað mikið hlutfallslega á síðustu árum,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir að um átta þúsund Rússar hafi heimsótt landið á síðasta ári. Guðjón Arngrímsson hjá Icelandair tekur undir þetta. „Rússneskum ferðamönnum fjölgaði aðeins á árinu 2014, nokkuð jafnt yfir árið. Við gerum ekki ráð fyrir því að sú þróun haldi áfram heldur gerum við frekar ráð fyrir því að það verði færri ferðamenn sem koma frá Rússlandi á þessu ári.

Það er fyrst og fremst staða rúblunnar og þessar viðskiptaþvinganir sem eru í gangi,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Forstöðumaður ferðamálaráðs Rússlands reiknar með 30 prósenta samdrætti í utanferðum Rússa í ár samkvæmt frétt vefsíðunnar Standby.dk. Þar kemur fram að meginástæður séu viðskiptabann, hækkandi dollar og fall rúblunnar.

Icelandair hefur undanfarin tvö sumur boðið upp á tvær ferðir í viku til Sankti Pétursborgar en mun ekki gera það næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×