Ríkið greiðir þremur stúlkum 30 milljónir í bætur vegna bólusetningar Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2015 19:25 Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljón krónur hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainfluensu. Lögmaður stúlknanna segir bætur sem þessar mun hærri á hinum Norðurlöndunum en stúlkurnar eru allar öryrkjar vegna sjúkdómsins og þurfa að sofa í tíma og ótíma. Þrjár stúlkur á aldrinum fjórtán til fimmtán ára fóru í bólusetningu við svínainflúensu eins og mikill fjöldi fólks gerði veturinn 2009 til 2010. Fljótleg upp úr því greindust þær með drómasýki sem lýsir sér m.a. í mikilli svefnþörf. Fjölskyldur þeirra leituðu eftir lögfræðiaðstoð árið 2012 þegar talið var að rekja mætti veikina til bólusetningarinnar. „Það var mikill faraldur; búist við miklum svínaflensufaraldri, og það var rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur. Og það voru 125 þúsund einingar minnir mig af bóluefninu sem komu til landsins,“ segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem sótti mál stúlknanna þriggja. Talið er að stúlkurnar hafi haft undirliggjandi veikleika fyrir drómasýki sem bóluefnið síðan kallaði fram og eru tilvik sem þessi þekkt víða um heim til að mynda á Norðurlöndunum.Og þar brugðust yfirvöld öllu hraðar við en þau íslensku?„Já. Þar voru mjög fljótlega viðurkennd þessi tengsl og það voru greiddar sjúklingatryggingabætur þá fljótlega,“ segir Lára. Stúlkunum hér var hins vegar neitað um bætur þegar eftir þeim var sótt. Á Íslandi eru lög, kennd við Karvel Pálmason fyrrverandi alþingismann, sem tryggja eiga fólki sem verður fyrir skakkaföllum á heilbrigðisstofnunum bætur. En það hefur tekið þrjú ár að fá greiðslurnar til stúlknanna sem nú hefur loks verðið greiddar um tíu milljónir hverri stúlku. Þær eru að auki 75 prósent öryrkjar vegna sjúkdómsins, sem er hámarks örorka. „Og það má nefna að það er eitt ár síðan að ljóst varð að þessar bætur yrðu greiddar. En þá fór í gang þetta mat á örorku þessara einstaklinga og þetta matsferli tók heilt ár,“ segir Lára. Stúlkurnar munu að öllum líkindum þurfa að taka mikið af lyfjum það sem eftir er ævinnar nema ný lyf og lækning finnist. Líf þeirra er mikið frábrugðið lífi venjulegs fólks t.d. varðandi svefn.Hver er munurinn á þeim og okkur hvað þetta varðar?„Ég get kannski ekki alveg lýst því en einhver var að nefna að viðkomandi gæti ekki verið án svefns lengur en í nokkrar klukkustundir. Þrjár til fjórar klukkustundir.“Í senn?„Já,“ segir Lára V. Júlíusdóttir Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljón krónur hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainfluensu. Lögmaður stúlknanna segir bætur sem þessar mun hærri á hinum Norðurlöndunum en stúlkurnar eru allar öryrkjar vegna sjúkdómsins og þurfa að sofa í tíma og ótíma. Þrjár stúlkur á aldrinum fjórtán til fimmtán ára fóru í bólusetningu við svínainflúensu eins og mikill fjöldi fólks gerði veturinn 2009 til 2010. Fljótleg upp úr því greindust þær með drómasýki sem lýsir sér m.a. í mikilli svefnþörf. Fjölskyldur þeirra leituðu eftir lögfræðiaðstoð árið 2012 þegar talið var að rekja mætti veikina til bólusetningarinnar. „Það var mikill faraldur; búist við miklum svínaflensufaraldri, og það var rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur. Og það voru 125 þúsund einingar minnir mig af bóluefninu sem komu til landsins,“ segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem sótti mál stúlknanna þriggja. Talið er að stúlkurnar hafi haft undirliggjandi veikleika fyrir drómasýki sem bóluefnið síðan kallaði fram og eru tilvik sem þessi þekkt víða um heim til að mynda á Norðurlöndunum.Og þar brugðust yfirvöld öllu hraðar við en þau íslensku?„Já. Þar voru mjög fljótlega viðurkennd þessi tengsl og það voru greiddar sjúklingatryggingabætur þá fljótlega,“ segir Lára. Stúlkunum hér var hins vegar neitað um bætur þegar eftir þeim var sótt. Á Íslandi eru lög, kennd við Karvel Pálmason fyrrverandi alþingismann, sem tryggja eiga fólki sem verður fyrir skakkaföllum á heilbrigðisstofnunum bætur. En það hefur tekið þrjú ár að fá greiðslurnar til stúlknanna sem nú hefur loks verðið greiddar um tíu milljónir hverri stúlku. Þær eru að auki 75 prósent öryrkjar vegna sjúkdómsins, sem er hámarks örorka. „Og það má nefna að það er eitt ár síðan að ljóst varð að þessar bætur yrðu greiddar. En þá fór í gang þetta mat á örorku þessara einstaklinga og þetta matsferli tók heilt ár,“ segir Lára. Stúlkurnar munu að öllum líkindum þurfa að taka mikið af lyfjum það sem eftir er ævinnar nema ný lyf og lækning finnist. Líf þeirra er mikið frábrugðið lífi venjulegs fólks t.d. varðandi svefn.Hver er munurinn á þeim og okkur hvað þetta varðar?„Ég get kannski ekki alveg lýst því en einhver var að nefna að viðkomandi gæti ekki verið án svefns lengur en í nokkrar klukkustundir. Þrjár til fjórar klukkustundir.“Í senn?„Já,“ segir Lára V. Júlíusdóttir
Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira