Innlent

Krefjast þess að ráðnir verði fleiri dýralæknar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Stofnandi hópsins tók saman nokkrar færslur á Facebook þar sem örvæntingafullir dýraeigendur reyna að ná í dýralækni á bakvakt.
Stofnandi hópsins tók saman nokkrar færslur á Facebook þar sem örvæntingafullir dýraeigendur reyna að ná í dýralækni á bakvakt.
Hátt í þrjú hundruð manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að Matvælastofnun ráði fleiri dýralækna á bakvaktir. Óásættanlegt sé að ekki sé hægt að fá læknisaðstoð um nætur og helgar.

„Nú hafa of mörg tilfelli komið upp þar sem dýr eru alvarlga veik eða hafa slasast alvarlega og eigendur þeirra ná ekki í dýralækni á bakvakt vegna anna. Við krefjumst þess að Matvælastofnun ráði fleiri dýralækna á bakvaktir, sérstaklega um helgar,“ segir á vefsíðu undirskriftasöfnunarinnar.

Opnað var fyrir undirskriftir um klukkan átta í gærkvöld. Hópurinn er langt á leið kominn með að ná markmiði sínu sem eru 500 undirskriftir.

Undirskriftalistann má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×