Innlent

Gönguskíðamenn í vandræðum á Dómadalsleið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einn bíll er á leið til þeirra og er búist við að hann verði kominn á staðinn eftir 1-2 tíma.
Einn bíll er á leið til þeirra og er búist við að hann verði kominn á staðinn eftir 1-2 tíma. Vísir/Ernir
Flugbjörgunarsveitin á Hellu er nú að sækja tvo gönguskíðamenn sem lentu í vandræðum á Dómadalsleið en þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Mennirnir voru á leið úr Landmannalaugum en gáfust upp vegna mikillar bleytu og erfiðra aðstæðna. Í Tilkynningunni segir að þeir hafist við í tjaldi.

Björgunarsveitin telur sig vera með nokkuð góða staðsetningu á mönnunum, sem segjast sjá í vindmyllurnar við Búrfell. Einn bíll er á leið til þeirra og er búist við að hann verði kominn á staðinn eftir 1-2 tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×