Innlent

Síminn birtir auglýsinguna

sveinn arnarsson skrifar
Síminn baðst afsökunar vegna auglýsingar.
Síminn baðst afsökunar vegna auglýsingar. Fréttablaðið/vilhelm
Síminn birtir í dag nýja auglýsingu um niðurstöður skoðanakönnunar um sjónvarpsþjónustu. Í henni kemur fram að sjö af hverjum tíu aðspurðra telji sjónvarpsþjónustu Símans standa framar sjónvarpi Vodafone. Í fyrri auglýsingu var sagt að 70 prósent landsmanna veldu Símann en réttara er að vísa skýrt til þess að um sé að ræða 70 % aðspurðra.

Síminn baðst afsökunar á framsetningu fyrri auglýsingar um efnið. Vekja þeir athygli á að þriðjungur viðskiptavina Vodafone telja að sjónvarp Símans standi framar en sjónvarp Vodafone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×