Ekkert í reglunum sem gæti nýst við að fremja „hinn fullkomna glæp“ Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2015 16:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Pjetur. „Þetta er mikið fagnaðarefni og mun gera umræðuna skilvirkari,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Vísi um þá ákvörðun Ólafar Nordal innanríkisráðherra að gera reglur um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valbeitingartækja og vopna opinberar. Helgi Hrafn segir þessa ákvörðun ráðherrans sérstaklega gleðilega í ljósi umræðu sem skapaðist um vopnaburð lögreglumanna síðastliðið haust eftir að í ljós kom að Landhelgisgæslan fékk hríðskotabyssur sendar frá norska hernum sem meðal annars áttu að fara til lögreglunnar.Staðreyndaleysi einkenndi umræðuna „Það sem einkenndi þá umræðu var staðreyndaleysi. Fólk gat ekki tekið mið af reglunum. Sömuleiðis einkenndist umræðuna úr stjórnsýslunni af orðræðu sem var alltaf frekar óljós og manni finnst hún hljóta hafa verið það að hluta til því menn voru að passa sig að vera ekki að uppljóstra úr þessum reglum. Og undir þessum kringumstæðum getur ekki ítarleg málefnaleg umræða átt sér stað og allt lýðræðislega ferlið óhæft að taka á málinu,“ segir Helgi Hrafn.Sjá einnig: Reglur um valdbeitingu lögreglu opinberaðar Þessar reglur voru settar í febrúar árið 1999 og höfðu verið leyndar þar til í dag. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í maí í fyrra var beiðni um að þessar reglur yrðu gerðar opinberar hafnað með þeim rökum að þær vörðuðu öryggi ríkisins og gætu raskað almannahagsmunum. Þá taldi úrskurðarnefndin að ef þessar reglur yrðu gerðar opinberar kynni það að nýtast þeim sem hyggjast fremja alvarleg afbrot og draga úr fælingarmætti lögreglunnar.Óskiljanleg leynd Helgi Hrafn fékk aðgang að þessum reglum á þingnefndarfundi á sínum tíma og segist ekki hafa séð ástæðu fyrir þessum ótta sem birtist í úrskurðinum eftir að hafa lesið þær. „Ég sé ekkert í þessum reglum sem glæpamenn ættu að geta notað til að reikna út hvernig þeir geta framið hinn fullkomna glæp. Það eru valdbeitingarheimildir þarna eins og eiga að vera þarna. Það er ekki eins og þessar reglur séu settar þarna til að gera lögregluna valdalausa, heldur öfugt,“ segir Helgi Hrafn sem segist ekki skilja hvaða fælingarmátt leyndin átti að hafa. „Hvað ef almenn hegningarlög væru hugsuð þannig að fælingarmáttur fælist í því að þú vissir ekki hvað þú mættir gera? Það stemmir bara ekki, þvert á móti reyndar. Á þetta að vera þannig að þú hnuplir ekki úr búð af því lögreglumaður gæti skotið þig? Varla.“Hægt að heimfæra öryggi ríkis á margt Hann segir þennan úrskurð sýna að sýna að borgararnir þurfi að vera á varðbergi gagnvart slíkum rökstuðningi. „Öryggi ríkisins er rökstuðningur sem hægt er að nota næstum við því í hverri umræðu um lögregluna og valdbeitingar. Þessi rök ein og sér geta ekki staðið nema það sé sýnt fram á það að leyndin eða hvað sem það er sé raunverulega nauðsynlegt,“ segir Helgi og bætir við að leyndarhyggjan fái greinilega of mikið að njóta vafans. „Óttinn er oft nóg til að menn leyfi örygginu að njóta vafans frekar en lýðræðislegum ferlum, borgaréttindum og svo framvegis,“ segir Helgi. „En við skulum ekki gleyma því hvernig þetta fór, það fór þannig að reglurnar voru opnaðar, það er mjög jákvætt. Þannig að þessi rök hafa ekki dugað lengra en þetta.“ Tengdar fréttir Reglur um valdbeitingu lögreglu birtar í fyrsta sinn Birtingin var áður talin varða öryggi ríkisins og geta raskað almannahagsmunum 9. febrúar 2015 14:47 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
„Þetta er mikið fagnaðarefni og mun gera umræðuna skilvirkari,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Vísi um þá ákvörðun Ólafar Nordal innanríkisráðherra að gera reglur um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valbeitingartækja og vopna opinberar. Helgi Hrafn segir þessa ákvörðun ráðherrans sérstaklega gleðilega í ljósi umræðu sem skapaðist um vopnaburð lögreglumanna síðastliðið haust eftir að í ljós kom að Landhelgisgæslan fékk hríðskotabyssur sendar frá norska hernum sem meðal annars áttu að fara til lögreglunnar.Staðreyndaleysi einkenndi umræðuna „Það sem einkenndi þá umræðu var staðreyndaleysi. Fólk gat ekki tekið mið af reglunum. Sömuleiðis einkenndist umræðuna úr stjórnsýslunni af orðræðu sem var alltaf frekar óljós og manni finnst hún hljóta hafa verið það að hluta til því menn voru að passa sig að vera ekki að uppljóstra úr þessum reglum. Og undir þessum kringumstæðum getur ekki ítarleg málefnaleg umræða átt sér stað og allt lýðræðislega ferlið óhæft að taka á málinu,“ segir Helgi Hrafn.Sjá einnig: Reglur um valdbeitingu lögreglu opinberaðar Þessar reglur voru settar í febrúar árið 1999 og höfðu verið leyndar þar til í dag. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í maí í fyrra var beiðni um að þessar reglur yrðu gerðar opinberar hafnað með þeim rökum að þær vörðuðu öryggi ríkisins og gætu raskað almannahagsmunum. Þá taldi úrskurðarnefndin að ef þessar reglur yrðu gerðar opinberar kynni það að nýtast þeim sem hyggjast fremja alvarleg afbrot og draga úr fælingarmætti lögreglunnar.Óskiljanleg leynd Helgi Hrafn fékk aðgang að þessum reglum á þingnefndarfundi á sínum tíma og segist ekki hafa séð ástæðu fyrir þessum ótta sem birtist í úrskurðinum eftir að hafa lesið þær. „Ég sé ekkert í þessum reglum sem glæpamenn ættu að geta notað til að reikna út hvernig þeir geta framið hinn fullkomna glæp. Það eru valdbeitingarheimildir þarna eins og eiga að vera þarna. Það er ekki eins og þessar reglur séu settar þarna til að gera lögregluna valdalausa, heldur öfugt,“ segir Helgi Hrafn sem segist ekki skilja hvaða fælingarmátt leyndin átti að hafa. „Hvað ef almenn hegningarlög væru hugsuð þannig að fælingarmáttur fælist í því að þú vissir ekki hvað þú mættir gera? Það stemmir bara ekki, þvert á móti reyndar. Á þetta að vera þannig að þú hnuplir ekki úr búð af því lögreglumaður gæti skotið þig? Varla.“Hægt að heimfæra öryggi ríkis á margt Hann segir þennan úrskurð sýna að sýna að borgararnir þurfi að vera á varðbergi gagnvart slíkum rökstuðningi. „Öryggi ríkisins er rökstuðningur sem hægt er að nota næstum við því í hverri umræðu um lögregluna og valdbeitingar. Þessi rök ein og sér geta ekki staðið nema það sé sýnt fram á það að leyndin eða hvað sem það er sé raunverulega nauðsynlegt,“ segir Helgi og bætir við að leyndarhyggjan fái greinilega of mikið að njóta vafans. „Óttinn er oft nóg til að menn leyfi örygginu að njóta vafans frekar en lýðræðislegum ferlum, borgaréttindum og svo framvegis,“ segir Helgi. „En við skulum ekki gleyma því hvernig þetta fór, það fór þannig að reglurnar voru opnaðar, það er mjög jákvætt. Þannig að þessi rök hafa ekki dugað lengra en þetta.“
Tengdar fréttir Reglur um valdbeitingu lögreglu birtar í fyrsta sinn Birtingin var áður talin varða öryggi ríkisins og geta raskað almannahagsmunum 9. febrúar 2015 14:47 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Reglur um valdbeitingu lögreglu birtar í fyrsta sinn Birtingin var áður talin varða öryggi ríkisins og geta raskað almannahagsmunum 9. febrúar 2015 14:47