Útlendingastofnun: Gæði heilbrigðiskerfisins í Albaníu minni en í öðrum Evrópuríkjum Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2015 17:32 Alls voru 27 einstaklingar fluttir af landi brott á fimmtudagsmorgun í samstarfi ríkislögreglustjóra og Frontex Landamærastofnun Evrópu. Vísir/GVA Útlendingastofnun telur að gæði heilbrigðisþjónustunnar í Albaníu séu minni, borin saman við heilbrigðisþjónustur í öðrum þróuðum löndum innan Evrópu. Heilbrigðisþjónustan hafi þó tekið miklum framförum á undangengnum árum auk þess sem sérhæfing er að aukast og sé albönskum borgurum tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu og nauðsynlegum lyfjum þar í landi. Stofnunin hefur tekið saman gögn um heilbrigðiskerfið í Albaníu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um aðstæður í Albaníu eftir að albönskum hælisleitendum var vísað úr landi fyrr í vikunni. Alls voru 27 einstaklingar fluttir af landi brott á fimmtudagsmorgun í samstarfi ríkislögreglustjóra og Frontex Landamærastofnun Evrópu. Þar af hafi verið fimm fjölskyldur; þrjár frá Makedóníu og tvær frá Albaníu.Fall kommúnismans hafði áhrif Í samantekt Útlendingastofnunar kemur fram að fall kommúnistans hafi haft mikil áhrif á heilbrigðiskerfið í Albaníu og hafi framfarir í átt til betri vegar tekið langan tíma. „Heilbrigðisþjónustan í landinu er að mestu í höndum hins opinbera og eru allir íbúar landsins skyldugir til að hafa sjúkratryggingu en foreldrar albanskra barna eru ekki krafðir um greiðslu vegna heilbrigðisþjónustu fyrir börn sín. Slík sjúkratrygging veitir aðgang að allri grundvallar heilbrigðisþjónustu ásamt því að lyf eru greidd niður af ríkinu. Gæði heilbrigðisþjónustunnar eru minni sé hún borin saman við heilbrigðisþjónustur í öðrum þróuðum löndum innan Evrópu en þó hefur hún tekið miklum framförum á undangengnum árum auk þess sem sérhæfing er að aukast. Í landinu eru yfir fjörutíu almenningssjúkrahús og fjögur háskólasjúkrahús.“42 sjúkrahúsapótek Stofnunin segir að lyfjasala og framleiðsla á lyfjum í Albaníu fari að mestu fram fyrir tilstilli einkaaðila og séu 42 sjúkrahúsapótek eru rekin í landinu. Sjúkrahúsapótekin veiti opinbera þjónustu en þjónustan í heild sinni, hjá hinu opinbera sem og hjá einkaaðilum, stefni að góðu almennu aðgengi borgara að öruggum lyfjum sem standast ríkustu kröfur án þess að verð sé óeðlilega hátt. „Þrátt fyrir að þjónustan fari að mestu leyti fram fyrir tilstilli einkaaðila viðhefur heilbrigðis- og lyfjaráðuneyti Albaníu strangt eftirlit með þjónustunni. Eins og að framan greinir eru allir borgarar Albaníu skyldugir til að hafa sjúkratryggingu en slík trygging greiðir t.a.m. 50-100% af verði lyfja þess tryggða. Auk þess hafa borgarar landsins möguleika á að kaupa viðbótartryggingu sem t.d. greiðir hluta sjúklings af lyfjakostnaði auk þess að greiddar eru nauðsynlegar ferðir þess tryggða til annarra landa sé honum það nauðsynlegt vegna sjúkdóms síns. Líkt og að framan greinir er öllum albönskum borgurum tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu og nauðsynlegum lyfjum þar í landi. Undanfarin tvö ár hefur albanska ríkið í samvinnu við alþjóðlega endurreisnar- og þróunarbankann (e. World Bank) unnið að endurskipulagningu heilbrigðiskerfisins í Albaníu og hefur alþjóðlegi endurreisnar- og þróunarbankinn lagt til 32,1 milljón evra til verkefnisins til móts við þær 4 milljónir evra sem albanska ríkið leggur til. Ætlunin með hinu aukna fjármagni er að draga úr greiðslum af hendi albanskra borgara fyrir heilbrigðisþjónustu og mun hin skyldubundna sjúkratrygging greiða í það minnsta 65% af hlut sjúklings að lokinni endurskipulagningu auk þess sem lyfjakostnaður mun í heild sinni lækka.“ Að lokum vísar Útlendingastofnun í að í Albaníu séu starftækt góðgerðasamtök sem sérhæfi sig í aðstoð til handa albönskum börnum sem vegna einhverra ástæðna geta ekki sótt aðstoð til yfirvalda vegna veikinda sinna. „Í yfirlýstum markmiðum sínum segir m.a. að stofnunin aðstoði fjölskyldur veikra barna í Albaníu fjárhagslega til að nálgast nauðsynleg lyf og greiði jafnvel nauðsynlegan ferðakostnað fjölskyldumeðlima til útlanda svo viðkomandi barn geti átt kost á viðunandi heilbrigðisaðstoð utan Albaníu.“ Flóttamenn Tengdar fréttir „Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. 11. desember 2015 14:21 Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Komið verði á fót embætti umboðsmanns flóttamanna Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði málefni flóttamanna að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. 11. desember 2015 11:40 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Útlendingastofnun telur að gæði heilbrigðisþjónustunnar í Albaníu séu minni, borin saman við heilbrigðisþjónustur í öðrum þróuðum löndum innan Evrópu. Heilbrigðisþjónustan hafi þó tekið miklum framförum á undangengnum árum auk þess sem sérhæfing er að aukast og sé albönskum borgurum tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu og nauðsynlegum lyfjum þar í landi. Stofnunin hefur tekið saman gögn um heilbrigðiskerfið í Albaníu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um aðstæður í Albaníu eftir að albönskum hælisleitendum var vísað úr landi fyrr í vikunni. Alls voru 27 einstaklingar fluttir af landi brott á fimmtudagsmorgun í samstarfi ríkislögreglustjóra og Frontex Landamærastofnun Evrópu. Þar af hafi verið fimm fjölskyldur; þrjár frá Makedóníu og tvær frá Albaníu.Fall kommúnismans hafði áhrif Í samantekt Útlendingastofnunar kemur fram að fall kommúnistans hafi haft mikil áhrif á heilbrigðiskerfið í Albaníu og hafi framfarir í átt til betri vegar tekið langan tíma. „Heilbrigðisþjónustan í landinu er að mestu í höndum hins opinbera og eru allir íbúar landsins skyldugir til að hafa sjúkratryggingu en foreldrar albanskra barna eru ekki krafðir um greiðslu vegna heilbrigðisþjónustu fyrir börn sín. Slík sjúkratrygging veitir aðgang að allri grundvallar heilbrigðisþjónustu ásamt því að lyf eru greidd niður af ríkinu. Gæði heilbrigðisþjónustunnar eru minni sé hún borin saman við heilbrigðisþjónustur í öðrum þróuðum löndum innan Evrópu en þó hefur hún tekið miklum framförum á undangengnum árum auk þess sem sérhæfing er að aukast. Í landinu eru yfir fjörutíu almenningssjúkrahús og fjögur háskólasjúkrahús.“42 sjúkrahúsapótek Stofnunin segir að lyfjasala og framleiðsla á lyfjum í Albaníu fari að mestu fram fyrir tilstilli einkaaðila og séu 42 sjúkrahúsapótek eru rekin í landinu. Sjúkrahúsapótekin veiti opinbera þjónustu en þjónustan í heild sinni, hjá hinu opinbera sem og hjá einkaaðilum, stefni að góðu almennu aðgengi borgara að öruggum lyfjum sem standast ríkustu kröfur án þess að verð sé óeðlilega hátt. „Þrátt fyrir að þjónustan fari að mestu leyti fram fyrir tilstilli einkaaðila viðhefur heilbrigðis- og lyfjaráðuneyti Albaníu strangt eftirlit með þjónustunni. Eins og að framan greinir eru allir borgarar Albaníu skyldugir til að hafa sjúkratryggingu en slík trygging greiðir t.a.m. 50-100% af verði lyfja þess tryggða. Auk þess hafa borgarar landsins möguleika á að kaupa viðbótartryggingu sem t.d. greiðir hluta sjúklings af lyfjakostnaði auk þess að greiddar eru nauðsynlegar ferðir þess tryggða til annarra landa sé honum það nauðsynlegt vegna sjúkdóms síns. Líkt og að framan greinir er öllum albönskum borgurum tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu og nauðsynlegum lyfjum þar í landi. Undanfarin tvö ár hefur albanska ríkið í samvinnu við alþjóðlega endurreisnar- og þróunarbankann (e. World Bank) unnið að endurskipulagningu heilbrigðiskerfisins í Albaníu og hefur alþjóðlegi endurreisnar- og þróunarbankinn lagt til 32,1 milljón evra til verkefnisins til móts við þær 4 milljónir evra sem albanska ríkið leggur til. Ætlunin með hinu aukna fjármagni er að draga úr greiðslum af hendi albanskra borgara fyrir heilbrigðisþjónustu og mun hin skyldubundna sjúkratrygging greiða í það minnsta 65% af hlut sjúklings að lokinni endurskipulagningu auk þess sem lyfjakostnaður mun í heild sinni lækka.“ Að lokum vísar Útlendingastofnun í að í Albaníu séu starftækt góðgerðasamtök sem sérhæfi sig í aðstoð til handa albönskum börnum sem vegna einhverra ástæðna geta ekki sótt aðstoð til yfirvalda vegna veikinda sinna. „Í yfirlýstum markmiðum sínum segir m.a. að stofnunin aðstoði fjölskyldur veikra barna í Albaníu fjárhagslega til að nálgast nauðsynleg lyf og greiði jafnvel nauðsynlegan ferðakostnað fjölskyldumeðlima til útlanda svo viðkomandi barn geti átt kost á viðunandi heilbrigðisaðstoð utan Albaníu.“
Flóttamenn Tengdar fréttir „Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. 11. desember 2015 14:21 Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Komið verði á fót embætti umboðsmanns flóttamanna Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði málefni flóttamanna að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. 11. desember 2015 11:40 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
„Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. 11. desember 2015 14:21
Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00
Komið verði á fót embætti umboðsmanns flóttamanna Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði málefni flóttamanna að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. 11. desember 2015 11:40