Dagur: Borgin innan heimilda á Hlíðarenda Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. apríl 2015 12:55 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 365/Arnþór Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að Reykjavíkurborg hafi verið innan fullra heimilda þegar gefið var út framkvæmdaleyfi á svæði Valsmanna við Hlíðarenda. Um undirbúningsframkvæmdir sé að ræða sem séu utan fluglínu. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir það hafa verið með öllu ótímabært að gefa út framkvæmdaleyfi og hefja framkvæmdir við Hlíðarenda. Þetta kemur fram í bréfi hennar til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en frá þessu er greint í Kjarnanum. Hún segir að flugbraut 06/24, eða neyðarbrautinni eins og hún er oft kölluð, verði ekki lokað meðan niðurstöður Rögnunefndar svokölluðu um könnun á flugvallarkostum liggi ekki fyrir. Framkvæmdir hófust á Hlíðarenda hinn 14. apríl og eru þær undanfari uppbyggingar íbúðahverfis á svæðinu en gert er ráð fyrir að 800-850 íbúðir rísi á svæðinu á næstu sex árum. „Þetta eru undirbúningsframkvæmdir sem eru vegna byggingarreita utan við fluglínu. Þannig að þær varða út af fyrir sig ekki völlinn til eða frá,“ segir Dagur B. Eggertsson. Ólöf Nordal innanríkisráðherravisir/valliReykjavíkurborg fer með skipulagsvald á þessu svæði og er innan fullra heimilda við veitingu framkvæmdaleyfis, ekki satt. Er það ekki efnislega það sem mun koma fram í svörum borgarinnar til ráðherra? „Borgin er bæði bundin af lögum og gildandi skipulagi og þeim samningum sem gerðir hafa verið um svæðið. Það á líka við um ráðuneytið. Þetta bréf varðar skipulagsreglur um flugvöllinn sem hefðu átt að taka breytingum samhliða breytingum á deiliskipulagi sem unnið var í nánu samráði við ráðuneytið. Samningar kveða skýrt á um það. Þó okkur sé ljóst að það hafi tafist hjá ráðuneytinu að breyta skipulagsreglum þá hljótum við að gera ráð fyrir því að það verði gert.“ Bréf innanríkisráðherra verður lagt fyrir borgarráð í vikunni. „Þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar eru utan fluglínu. Það er hins vegar ágætt að fá þetta bréf til þess að upplýsa um þessa þætti málsins og eyða óvissu,“ segir Dagur. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að Reykjavíkurborg hafi verið innan fullra heimilda þegar gefið var út framkvæmdaleyfi á svæði Valsmanna við Hlíðarenda. Um undirbúningsframkvæmdir sé að ræða sem séu utan fluglínu. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir það hafa verið með öllu ótímabært að gefa út framkvæmdaleyfi og hefja framkvæmdir við Hlíðarenda. Þetta kemur fram í bréfi hennar til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en frá þessu er greint í Kjarnanum. Hún segir að flugbraut 06/24, eða neyðarbrautinni eins og hún er oft kölluð, verði ekki lokað meðan niðurstöður Rögnunefndar svokölluðu um könnun á flugvallarkostum liggi ekki fyrir. Framkvæmdir hófust á Hlíðarenda hinn 14. apríl og eru þær undanfari uppbyggingar íbúðahverfis á svæðinu en gert er ráð fyrir að 800-850 íbúðir rísi á svæðinu á næstu sex árum. „Þetta eru undirbúningsframkvæmdir sem eru vegna byggingarreita utan við fluglínu. Þannig að þær varða út af fyrir sig ekki völlinn til eða frá,“ segir Dagur B. Eggertsson. Ólöf Nordal innanríkisráðherravisir/valliReykjavíkurborg fer með skipulagsvald á þessu svæði og er innan fullra heimilda við veitingu framkvæmdaleyfis, ekki satt. Er það ekki efnislega það sem mun koma fram í svörum borgarinnar til ráðherra? „Borgin er bæði bundin af lögum og gildandi skipulagi og þeim samningum sem gerðir hafa verið um svæðið. Það á líka við um ráðuneytið. Þetta bréf varðar skipulagsreglur um flugvöllinn sem hefðu átt að taka breytingum samhliða breytingum á deiliskipulagi sem unnið var í nánu samráði við ráðuneytið. Samningar kveða skýrt á um það. Þó okkur sé ljóst að það hafi tafist hjá ráðuneytinu að breyta skipulagsreglum þá hljótum við að gera ráð fyrir því að það verði gert.“ Bréf innanríkisráðherra verður lagt fyrir borgarráð í vikunni. „Þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar eru utan fluglínu. Það er hins vegar ágætt að fá þetta bréf til þess að upplýsa um þessa þætti málsins og eyða óvissu,“ segir Dagur.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira