Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 13. desember 2015 19:13 Fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, var vísað á brott í vikunni. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að nefndin muni skoða hvort tvær albanskar fjölskyldur hafi fengið rangar upplýsingar, sem leitt hafi til þess að þær hafi dregið kærur sína til baka áður en úrskurðarnefndin fjallaði um þær. Í viðtali í fréttum RÚV í kvöld sagði annar fjölskyldufaðirinn að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. Þúsundir hafa skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra um að afturkalla ákvörðun Útlendingastofnunar og bjóða fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, sem vísað var á brott í vikunni að snúa aftur til Íslands. Þá hefur verið efnt til mótmæla gegn brottvísuninni á Austurvelli klukkan fimm á þriðjudag.Sjá einnig: Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu ÚtlendingastofnunarKomið hefur fram að fjölskyldunum var synjað um hæli. Þær kærðu synjunina til úrskurðarnefndar en drógu kæruna til baka áður en úrskurður gekk. Í fréttum RÚV í kvöld sagði faðir Kevi að lögmaður fjölskyldunnar hefði ráðlagt þeim að draga kæruna til baka því litlar líkur væru á að niðurstaðan yrði jákvæð.Viljum að fólk noti úrskurðarnefndinaUnnur Brá segir ráðherra ekki hafa vald til að blanda sér i málið eftir að lögum var breytt. Allsherjarnefnd Alþingis beri ábyrgð á því að hafa komið lagabreytingu varðandi sjálfstæði úrskurðarnefndarinnar í gegnum þingið. „Við þurfum að fara í gegnum það hvort það er eitthvað í kerfinu sem gerir það að verkum að fólk lætur ekki reyna á réttindi sín,” segir hún.Sjá einnig: Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnaHún bendir á að þingið hafi ekki verið að búa til sjálfstæða úrskurðarnefnd nema til þess að fólk gæti notað hana og látið reyna á réttindi sín. Það sé nauðsynlegt að fá málin inn á borð nefndarinnar svo hún getii túlkað löggjöfina enn dýpra og látið reyna á til dæmis mannúðarástæður. Hún segist ætla að ræða við forseta þingsins strax á mánudag, varðandi fundartíma en einungis eru fáeinir dagar til stefnu eigi að ná að koma málinu að fyrir jól. En hafi mistök verið gerð í kerfinu eða gefnar rangar upplýsingar, kemur til greina að hennar mati að fara fram á stofnunin láti sækja fjölskyldurnar til Albaníu? „Það er erfitt fyrir mig að segja hvort það hafi verið gerð mistök, án þess að ég hafi nein gögn í málinu. Við skulum bara sjá hvað setur og sjá hvað við getum gert,” segir Unnur Brá Konráðsdóttir.Mann langar að fara að grenja. Faðir Kevis upplýsir í viðtali á Ríkisútvarpinu að það hafi verið svokallaður lögmaður þ...Posted by Illugi Jökulsson on 13. desember 2015 Flóttamenn Tengdar fréttir Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að nefndin muni skoða hvort tvær albanskar fjölskyldur hafi fengið rangar upplýsingar, sem leitt hafi til þess að þær hafi dregið kærur sína til baka áður en úrskurðarnefndin fjallaði um þær. Í viðtali í fréttum RÚV í kvöld sagði annar fjölskyldufaðirinn að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. Þúsundir hafa skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra um að afturkalla ákvörðun Útlendingastofnunar og bjóða fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, sem vísað var á brott í vikunni að snúa aftur til Íslands. Þá hefur verið efnt til mótmæla gegn brottvísuninni á Austurvelli klukkan fimm á þriðjudag.Sjá einnig: Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu ÚtlendingastofnunarKomið hefur fram að fjölskyldunum var synjað um hæli. Þær kærðu synjunina til úrskurðarnefndar en drógu kæruna til baka áður en úrskurður gekk. Í fréttum RÚV í kvöld sagði faðir Kevi að lögmaður fjölskyldunnar hefði ráðlagt þeim að draga kæruna til baka því litlar líkur væru á að niðurstaðan yrði jákvæð.Viljum að fólk noti úrskurðarnefndinaUnnur Brá segir ráðherra ekki hafa vald til að blanda sér i málið eftir að lögum var breytt. Allsherjarnefnd Alþingis beri ábyrgð á því að hafa komið lagabreytingu varðandi sjálfstæði úrskurðarnefndarinnar í gegnum þingið. „Við þurfum að fara í gegnum það hvort það er eitthvað í kerfinu sem gerir það að verkum að fólk lætur ekki reyna á réttindi sín,” segir hún.Sjá einnig: Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnaHún bendir á að þingið hafi ekki verið að búa til sjálfstæða úrskurðarnefnd nema til þess að fólk gæti notað hana og látið reyna á réttindi sín. Það sé nauðsynlegt að fá málin inn á borð nefndarinnar svo hún getii túlkað löggjöfina enn dýpra og látið reyna á til dæmis mannúðarástæður. Hún segist ætla að ræða við forseta þingsins strax á mánudag, varðandi fundartíma en einungis eru fáeinir dagar til stefnu eigi að ná að koma málinu að fyrir jól. En hafi mistök verið gerð í kerfinu eða gefnar rangar upplýsingar, kemur til greina að hennar mati að fara fram á stofnunin láti sækja fjölskyldurnar til Albaníu? „Það er erfitt fyrir mig að segja hvort það hafi verið gerð mistök, án þess að ég hafi nein gögn í málinu. Við skulum bara sjá hvað setur og sjá hvað við getum gert,” segir Unnur Brá Konráðsdóttir.Mann langar að fara að grenja. Faðir Kevis upplýsir í viðtali á Ríkisútvarpinu að það hafi verið svokallaður lögmaður þ...Posted by Illugi Jökulsson on 13. desember 2015
Flóttamenn Tengdar fréttir Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00