Töfrar í hverdagslegum upplifunum sigga dögg skrifar 26. júní 2015 10:30 Hrefna Hallgrímsdóttir. Vísir/Ernir Hrefna Hallgrímsdóttir er leikkona og önnur tvíeykisins Skoppu og Skrítlu, ástkæru veranna sem flest íslensk börn þekkja. Hrefna er leikkona að mennt og hefur leikið í ýmsum leikritum, bíómyndum og sjónvarpsþáttum en er hvað þekktust fyrir fyrrnefnt barnaefni. Blaðamaður hittir hana á sólríkum degi í Grasagarðinum og það er ekki orðum aukið að segja að hún minni óneitanlega á yfirvegað fiðrildi; björt, blíð og með bros á vör.Jákvæðni er val Hrefna á þrjú börn en það var með fæðingu frumburðarins sem hugmyndin að Skoppu og Skrítlu fæddist. „Þegar strákurinn minn var tveggja ára þá langaði hann að fara að horfa á barnaefni. Mér fannst barnaefnið sem var í boði einfaldlega ekki eiga nógu gott erindi við hann. Ég fann að það vantaði einfalt og fallegt efni fyrir ung börn. Ég vildi gera efni byggt á þeirra raunveruleika sem tók á hversdagslegum upplifunum sem sumum börnin þykja erfiðar og jafnvel ógnvekjandi en hér var tekið á því á jákvæðan og fræðandi hátt,“ segir Hrefna. Skoppa og Skrítla hafa fylgt börnum eftir í tannlæknaheimsóknir, heimsótt langveik börn á Barnadeild Hringsins á Landspítalanum en einnig farið í heimsókn í Húsdýragarðinn og allt þar á milli. „Börn eru svo klár og þau skynja svo margt í umhverfinu og mér finnst svo áhugavert og skemmtilegt að vinna með það,“ segir Hrefna sem hefur sjálf gengið í gegnum þessa uppgötvun með sínum börnum. Hrefna hefur brennandi áhuga á að kenna börnum að allar aðstæður má tækla út frá jákvæðni. „Viðhorf er val og það er hægt að velja að taka á lífinu, bæði vandamálum og sigrum, með gleði og jákvæðni að leiðarljósi,“ segir Hrefna áreynslulaust með bros á vör. Þó er vissara að slá smá varnagla fyrir þá sem andvarpa og halda að hér sé Pollýanna á ferðinni eða strútur sem stingur höfðinu í sandinn, því fer fjarri – Hrefna er skelegg, heiðarleg, samviskusöm og fylgin sér.Hrefna ásamt fjölskyldu sinniVísir/EinkasafnBörn upplifa leikhústöfra Hrefna lærði leiklist í Flórída í Bandaríkjunum en markmiðið var að læra sérkennslu. „Ég hef alltaf ræktað barnið innra með mér og langaði alltaf að vinna með börnum, þau eru svo stórkostleg, en ég ætlaði aldrei að gera það í gegnum leiklistina,“ segir Hrefna sem þó ólst upp í leikhúsinu. „Ég var í ballett og tók þátt í alls kyns prufum og sýningum og var alltaf meira eða minna uppi í leikhúsi,“ segir Hrefna brosandi og er greinilega hlýtt til þess tíma. Þegar leiðin lá í fræðilegra nám þá vafraði Hrefna yfir námsframboðið og sá spennandi leiklistarnám sem lokkaði hana úr örmum sérkennslu og yfir í leikræna tjáningu. „Leikhúsið er svo sterkur miðill og auðvitað er hægt að miðla heilmiklu til barna í gegnum leikhúsið því þar gerast töfrarnir,“ segir Hrefna og leggur ríka áherslu á að leikhúsupplifunin verði hluti af lífi allra barna. „Úti í náminu vann ég mikið með börnum úr erfiðum félagslegum aðstæðum og það var ofsalega gefandi að sjá hversu mikil jákvæð áhrif leiklistin hafði á þau,“ segir Hrefna. Þar var lagður grunnur að því að gera gott barnaefni fyrir börn þótt mikilvægi þess hafi ekki legið í augum uppi fyrir Hrefnu á þeim tímapunkti. Hrefnu var boðið starf við virt barnaleikhús í New York en það var í stuttri sumarheimsókn á Íslandi sem lífið tók U-beygju. „Ég tók þátt í uppsetningu á Hróa hetti með Gísla Erni Garðarssyni í Húsdýragarðinum og eftir það þá fór ég ekki aftur út,“ segir Hrefna sem segir vináttu sína við Lindu Ásgeirsdóttur leikkonu hafa styrkst við heimkomuna og eðlilegast að fara í samstarf í kjölfar barneigna Hrefnu.Linda Ásgeirsdóttir, samstarfskona og önnur tvíeykisins Skoppu og Skrítlu með Hrefnu á góðri stunduVísir/EinkasafnAð meika það í útlöndum? Skoppa og Skrítla taka á málefnum sem börn glíma við um allan heim enda er þroskaferill barna sá sami óháð landfræðilegri staðsetningu. Þær hafa ferðast víða með sýningarnar sínar þó sjónvarpsþættirnir hafi eingöngu verið framleiddir og sýndir hér á landi. Það liggur því beinast við að kanna hvort stefnan sé ekki tekin á útrás. „Við vorum komnar rosa langt í ferli með að fara út með Skoppu og Skrítlu,“ segir Hrefna enda hafi ferðin verið löng en hún hófst í Kaliforníu í Bandaríkjunum. „Við erum búnar að fara svo marga hringi með þetta en það sem skiptir samt mestu máli er að missa ekki heilindin sem þær hafa, það má ekki bara breyta þeim einhvern veginn,“ segir Hrefna og furðar sig jafnframt á því að kyn þeirra hafi truflað. „Efnið var komið yfir til Frakklands og þar var farið í marga hringi hvort Skoppa og Skrítla ættu að vera tveir karlmenn eða stelpa og strákur, það þótti alveg ómögulegt að við værum tvær konur,“ segir Hrefna og hlær. Formlegri útrás hefur verið slegið á frest tímabundið og bætir Hrefna við að markmið sitt sé ekki heimsfrægð heldur segir hún: „Ég vil bara gott barnaefni sem er jákvætt og fallegt og við erum Skoppa og Skrítla, ekki eitthvað annað fólk, það erum við og okkar sýn alla leið eða ekkert.“ Þær stöllur standa því með sér þegar markaðsöflin ætla að breyta fallegri hugmynd í gróðavél.Skoppa og Skrítla taka upp efni með ZúmaVísir/EinkasafnErtu enn að gera barnaefni? Barnamenning hefur gjarnan átt undir högg að sækja og fullorðnum þykir oft lítið til hennar koma. Hrefna segir kollega sína oft furða sig á því að furðuverurnar hennar gangi enn, ellefu árum seinna. „Það eru forréttindi að vinna við ástríðu sína og ég er svo þakklát fyrir að þessu hefur verið svona vel tekið og að ég fái að sinna þessu af heilum hug,“ segir Hrefna af einlægni. „Ég er svo lánsöm að fá mikla og góða endurgjöf frá foreldrum um allan heim að þakka mér fyrir gott íslenskt efni sem endurspeglar íslenskan raunveruleika,“ bætir hún við. Þá eru það ekki eingöngu íslensk börn sem njóta efnisins heldur hafa nýbúar nýtt efnið til að læra íslensku og segir Hrefna að sér þyki mjög vænt um það. Skoppa og Skrítla eru hvergi nærri hættar að gleðja börn og foreldra og munu eflaust eiga sér stað inni á flestum heimilum um ókomna tíða enda koma alltaf nýir áhorfendur sem bíða spenntir eftir að uppgötva töfrana í hversdeginum með þessum litríku vinkonum sínum. Lífið Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Hrefna Hallgrímsdóttir er leikkona og önnur tvíeykisins Skoppu og Skrítlu, ástkæru veranna sem flest íslensk börn þekkja. Hrefna er leikkona að mennt og hefur leikið í ýmsum leikritum, bíómyndum og sjónvarpsþáttum en er hvað þekktust fyrir fyrrnefnt barnaefni. Blaðamaður hittir hana á sólríkum degi í Grasagarðinum og það er ekki orðum aukið að segja að hún minni óneitanlega á yfirvegað fiðrildi; björt, blíð og með bros á vör.Jákvæðni er val Hrefna á þrjú börn en það var með fæðingu frumburðarins sem hugmyndin að Skoppu og Skrítlu fæddist. „Þegar strákurinn minn var tveggja ára þá langaði hann að fara að horfa á barnaefni. Mér fannst barnaefnið sem var í boði einfaldlega ekki eiga nógu gott erindi við hann. Ég fann að það vantaði einfalt og fallegt efni fyrir ung börn. Ég vildi gera efni byggt á þeirra raunveruleika sem tók á hversdagslegum upplifunum sem sumum börnin þykja erfiðar og jafnvel ógnvekjandi en hér var tekið á því á jákvæðan og fræðandi hátt,“ segir Hrefna. Skoppa og Skrítla hafa fylgt börnum eftir í tannlæknaheimsóknir, heimsótt langveik börn á Barnadeild Hringsins á Landspítalanum en einnig farið í heimsókn í Húsdýragarðinn og allt þar á milli. „Börn eru svo klár og þau skynja svo margt í umhverfinu og mér finnst svo áhugavert og skemmtilegt að vinna með það,“ segir Hrefna sem hefur sjálf gengið í gegnum þessa uppgötvun með sínum börnum. Hrefna hefur brennandi áhuga á að kenna börnum að allar aðstæður má tækla út frá jákvæðni. „Viðhorf er val og það er hægt að velja að taka á lífinu, bæði vandamálum og sigrum, með gleði og jákvæðni að leiðarljósi,“ segir Hrefna áreynslulaust með bros á vör. Þó er vissara að slá smá varnagla fyrir þá sem andvarpa og halda að hér sé Pollýanna á ferðinni eða strútur sem stingur höfðinu í sandinn, því fer fjarri – Hrefna er skelegg, heiðarleg, samviskusöm og fylgin sér.Hrefna ásamt fjölskyldu sinniVísir/EinkasafnBörn upplifa leikhústöfra Hrefna lærði leiklist í Flórída í Bandaríkjunum en markmiðið var að læra sérkennslu. „Ég hef alltaf ræktað barnið innra með mér og langaði alltaf að vinna með börnum, þau eru svo stórkostleg, en ég ætlaði aldrei að gera það í gegnum leiklistina,“ segir Hrefna sem þó ólst upp í leikhúsinu. „Ég var í ballett og tók þátt í alls kyns prufum og sýningum og var alltaf meira eða minna uppi í leikhúsi,“ segir Hrefna brosandi og er greinilega hlýtt til þess tíma. Þegar leiðin lá í fræðilegra nám þá vafraði Hrefna yfir námsframboðið og sá spennandi leiklistarnám sem lokkaði hana úr örmum sérkennslu og yfir í leikræna tjáningu. „Leikhúsið er svo sterkur miðill og auðvitað er hægt að miðla heilmiklu til barna í gegnum leikhúsið því þar gerast töfrarnir,“ segir Hrefna og leggur ríka áherslu á að leikhúsupplifunin verði hluti af lífi allra barna. „Úti í náminu vann ég mikið með börnum úr erfiðum félagslegum aðstæðum og það var ofsalega gefandi að sjá hversu mikil jákvæð áhrif leiklistin hafði á þau,“ segir Hrefna. Þar var lagður grunnur að því að gera gott barnaefni fyrir börn þótt mikilvægi þess hafi ekki legið í augum uppi fyrir Hrefnu á þeim tímapunkti. Hrefnu var boðið starf við virt barnaleikhús í New York en það var í stuttri sumarheimsókn á Íslandi sem lífið tók U-beygju. „Ég tók þátt í uppsetningu á Hróa hetti með Gísla Erni Garðarssyni í Húsdýragarðinum og eftir það þá fór ég ekki aftur út,“ segir Hrefna sem segir vináttu sína við Lindu Ásgeirsdóttur leikkonu hafa styrkst við heimkomuna og eðlilegast að fara í samstarf í kjölfar barneigna Hrefnu.Linda Ásgeirsdóttir, samstarfskona og önnur tvíeykisins Skoppu og Skrítlu með Hrefnu á góðri stunduVísir/EinkasafnAð meika það í útlöndum? Skoppa og Skrítla taka á málefnum sem börn glíma við um allan heim enda er þroskaferill barna sá sami óháð landfræðilegri staðsetningu. Þær hafa ferðast víða með sýningarnar sínar þó sjónvarpsþættirnir hafi eingöngu verið framleiddir og sýndir hér á landi. Það liggur því beinast við að kanna hvort stefnan sé ekki tekin á útrás. „Við vorum komnar rosa langt í ferli með að fara út með Skoppu og Skrítlu,“ segir Hrefna enda hafi ferðin verið löng en hún hófst í Kaliforníu í Bandaríkjunum. „Við erum búnar að fara svo marga hringi með þetta en það sem skiptir samt mestu máli er að missa ekki heilindin sem þær hafa, það má ekki bara breyta þeim einhvern veginn,“ segir Hrefna og furðar sig jafnframt á því að kyn þeirra hafi truflað. „Efnið var komið yfir til Frakklands og þar var farið í marga hringi hvort Skoppa og Skrítla ættu að vera tveir karlmenn eða stelpa og strákur, það þótti alveg ómögulegt að við værum tvær konur,“ segir Hrefna og hlær. Formlegri útrás hefur verið slegið á frest tímabundið og bætir Hrefna við að markmið sitt sé ekki heimsfrægð heldur segir hún: „Ég vil bara gott barnaefni sem er jákvætt og fallegt og við erum Skoppa og Skrítla, ekki eitthvað annað fólk, það erum við og okkar sýn alla leið eða ekkert.“ Þær stöllur standa því með sér þegar markaðsöflin ætla að breyta fallegri hugmynd í gróðavél.Skoppa og Skrítla taka upp efni með ZúmaVísir/EinkasafnErtu enn að gera barnaefni? Barnamenning hefur gjarnan átt undir högg að sækja og fullorðnum þykir oft lítið til hennar koma. Hrefna segir kollega sína oft furða sig á því að furðuverurnar hennar gangi enn, ellefu árum seinna. „Það eru forréttindi að vinna við ástríðu sína og ég er svo þakklát fyrir að þessu hefur verið svona vel tekið og að ég fái að sinna þessu af heilum hug,“ segir Hrefna af einlægni. „Ég er svo lánsöm að fá mikla og góða endurgjöf frá foreldrum um allan heim að þakka mér fyrir gott íslenskt efni sem endurspeglar íslenskan raunveruleika,“ bætir hún við. Þá eru það ekki eingöngu íslensk börn sem njóta efnisins heldur hafa nýbúar nýtt efnið til að læra íslensku og segir Hrefna að sér þyki mjög vænt um það. Skoppa og Skrítla eru hvergi nærri hættar að gleðja börn og foreldra og munu eflaust eiga sér stað inni á flestum heimilum um ókomna tíða enda koma alltaf nýir áhorfendur sem bíða spenntir eftir að uppgötva töfrana í hversdeginum með þessum litríku vinkonum sínum.
Lífið Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira