Gripinn með tölvur og skjávarpa úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2015 15:35 Sex tölvum auk sjávarpa var stolið úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þrjár tölvanna auk skjávarpans fundust í fórum mannsins. Mynd af heimasíðu FS 35 ára gamall karlmaður, Ívar Smári Guðmundsson, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hylmingu, fíkniefnalagabrot og líkamsárás. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þrjár fartölvur auk skjávarpa fundust í bifreið Ívars um hádegisbil mánudaginn 25. febrúar árið 2013. Um var að ræða þýfi úr innbroti í Fjölbrautarskóla Suðurnesja nóttina á undan. Bar Ívar því við að hann hefði keypt tækin fyrr um morguninn eftir auglýsingu á Bland.is. Hann mundi þó ekki símanúmerið sem hann hringdi í. Þá hlaut hann einnig dóm fyrir að kasta 40 cm löngum járnbút úr ökumannssæti eigin bíls í gegnum rúðu á öðrum bíl. Búturinn hafnaði í öxl og hálsi annars manns. Járnbúturinn vó 2 kg og hlaut maðurinn mar á öxl, upphandlegg og hálsi.Áður hlotið þriggja ára dóm Þá var Ívar í tvígang gripinn með fíkniefni á þáverandi heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Í fyrra skiptið var um að ræða 8,1 g af amfetamíni og 0,05 g af MDMA. Í því síðara voru í vörslu hans 0,61 g af amfetamíni, 0,20 g af maríhúana og 0,78 g af tóbaksblönduðu kannabisefni. Maðurinn játaði við þingfestingu fíkniefnabrot sín og við aðalmeðferð játaði hann líkamsárásinni. Hann var einnig fundinn sekur fyrir vörslu þýfisins. Hann hefur margoft verið dæmdur fyrir brot á fíkniefnalögum og hlaut þriggja ára dóm fyrir líkamsárás auk fjölda annarra brot árið 2007.Var refsing hans ákveðin fjögurra mánaða fangelsi. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
35 ára gamall karlmaður, Ívar Smári Guðmundsson, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hylmingu, fíkniefnalagabrot og líkamsárás. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þrjár fartölvur auk skjávarpa fundust í bifreið Ívars um hádegisbil mánudaginn 25. febrúar árið 2013. Um var að ræða þýfi úr innbroti í Fjölbrautarskóla Suðurnesja nóttina á undan. Bar Ívar því við að hann hefði keypt tækin fyrr um morguninn eftir auglýsingu á Bland.is. Hann mundi þó ekki símanúmerið sem hann hringdi í. Þá hlaut hann einnig dóm fyrir að kasta 40 cm löngum járnbút úr ökumannssæti eigin bíls í gegnum rúðu á öðrum bíl. Búturinn hafnaði í öxl og hálsi annars manns. Járnbúturinn vó 2 kg og hlaut maðurinn mar á öxl, upphandlegg og hálsi.Áður hlotið þriggja ára dóm Þá var Ívar í tvígang gripinn með fíkniefni á þáverandi heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Í fyrra skiptið var um að ræða 8,1 g af amfetamíni og 0,05 g af MDMA. Í því síðara voru í vörslu hans 0,61 g af amfetamíni, 0,20 g af maríhúana og 0,78 g af tóbaksblönduðu kannabisefni. Maðurinn játaði við þingfestingu fíkniefnabrot sín og við aðalmeðferð játaði hann líkamsárásinni. Hann var einnig fundinn sekur fyrir vörslu þýfisins. Hann hefur margoft verið dæmdur fyrir brot á fíkniefnalögum og hlaut þriggja ára dóm fyrir líkamsárás auk fjölda annarra brot árið 2007.Var refsing hans ákveðin fjögurra mánaða fangelsi. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira