Lífið

Bieber birtir myndband af sér á klakanum: „Dagurinn í dag er stórkostlegur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Justin Bieber hefur farið mikinn á landinu í dag.
Justin Bieber hefur farið mikinn á landinu í dag. vísir
Justin Bieber hefur nú birt myndband af sér á Íslandi, nánar tiltekið í bifreið á Suðurlandinu.

Myndbandið kemur fram á Youtube-rásinni Justin Bieber Videos 2.0 en það er tekið frá Snapchat-reikningi Rory Kramer sem er í fylgdarliði Bieber.

Þar segir Justin Bieber: „Við erum á Íslandi núna með Chris Burkard.“

Bukard er ljósmyndari og vinur hans Bieber. Á Twitter hefur það heldur betur komið fram erlendis að poppstjarnan sé á landinu, eins og sjá má hér að neðan. 

Þar má einnig sjá tíst frá sjálfum Justin Bieber þar sem hann segir „Dagurinn í dag er stórkostlegur“.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.