Lífið

Bieber notaði almenningssalerni á Selfossi: Stefnir á gullna hringinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Justin Bieber á Selfossi.
Justin Bieber á Selfossi.
Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er mættur á Selfoss en mynd náðist af honum fyrir utan Olís þar í bæ.

Samkvæmt sjónarvottum fór hann á klósettið á meðan lífverðir hans stóðu fyrir utan og vernduðu kappann.

Talið er að hann stefni næst að Gullfossi og Geysi. Bieber lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Fór því næst á Subway í Reykjanesbæ þar sem hann fékk sér einn Kalkúnsbringubát.

Einnig kom hann við á Lemon þar í bæ og ræddi við starfsmenn staðarins. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.