Lífið

Lífvörður Bieber bannaði myndatökur í Reykjanesbæ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingibjörg Gísladóttir og Justin Bieber heilsuðust fyrir hádegi.
Ingibjörg Gísladóttir og Justin Bieber heilsuðust fyrir hádegi.
Vikan byrjar ágætlega hjá Ingibjörgu Gísladóttur sem rakst á engan annan en Justin Bieber í Reykjanesbæ í morgun. Ingibjörg var á leið í hádegismat þegar hún varð vör við að eitthvað var í gangi.

„Ég er svona lúmskur aðdáandi,“ segir Ingibjörg aðspurð um hvort hún þekki vel til kappans. Bieber hafði farið á Subway í Hafnargötunni og gekk svo sem leið yfir götuna, framhjá Lemon og niður í fjöru.

Starfsfólkið á Lemon hafði verið að fylgjast með tveimur svakalegum bílum fyrir utan Subway þar sem fjöldi fólks fór inn. Ingibjörg mætti svo Bieber þegar hann sneri aftur úr fjörunni.

„Við heilsuðumst,“ segir Ingibjörg en lífvörður hans bannaði allar myndatökur. Ingibjörg hlýddi en segir nokkra af strákunum hafa tekið myndir.

„Svo spurði hann strákana hvernig væri að búa á Íslandi, hvar væri best að borða og fleira,“ segir Ingibjörg sem deildi tíðindum dagsins með vinum sínum á Twitter.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.