Íslendingar enn lélegastir að innleiða EES-tilskipanir Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2015 09:55 Innleiðingarhalli Íslands er 2,8 prósent sem svarar til þess að 31 tilskipun hafi ekki verið innleidd að fullu á réttum tíma. Vísir/GVA Ísland í neðsta sæti þegar innleiðingarhalli EES-ríkjanna er tekinn saman samkvæmt nýju frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Innleiðingarhalli Íslands er 2,8 prósent sem svarar til þess að 31 tilskipun hafi ekki verið innleidd að fullu á réttum tíma. Innleiðingarhalli Íslands er sá mesti á öllum innri markaðnum en á eftir fylgir Noregur með 2 prósenta halla eða 23 óinnleiddar tilskipanir í nóvember. Til samanburðar er innleiðingarhallinn að meðaltali 0,5 prósent í öllum ríkjum ESB og Slóvenía eitt ríkja er með innleiðingarhalla umfram 1 prósenta viðmiðið. Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA, segir það óneitanlega mikil vonbrigði að ekki hafi tekist betur að framfylgja Evrópustefnu sem íslensk stjórnvöld kynntu fyrir ári. „Þá samþykkti ríkisstjórn það markmið að á fyrri hluta árs 2015 verði innleiðingarhalli orðinn undir 1% en mælingin í nóvember 2014 sýnir 2,8% halla. Jafnframt samþykkti ríkisstjórnin að ekkert dómsmál verði fyrir EFTA-dómstólnum vegna skorts á innleiðingu EES-gerða en þau reyndust 13 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Stjórn ESA sá sérstakt tilefni til að fagna stefnumörkun ríkisstjórnarinnar varðandi framkvæmd EES-samningsins í fyrra og getur ekki annað en áréttað að frammistaða Íslands eins og hún hefur verið undanfarin ár er mikið áhyggjuefni.“Í frétt á heimasíðu ESA kemur fram að frammistöðumat innri markaðarins er birt tvisvar á ári og sýnir hvernig stjórnvöldum á Íslandi, Liechtenstein og Noregi gengur að innleiða tilskipanir og reglugerðir innri markaðarins á réttum tíma. „Innleiðingarhalli tilskipana sýnir hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka. Innleiðingarhallinn tekur aðeins til þeirra gerða sem EFTA-ríkin hafa skuldbundið sig til að innleiða á grundvelli EES-samningsins. Varðandi innleiðingu reglugerða innan tímamarka hefur Ísland þó tekið framförum. Í nóvember voru 34 reglugerðir komnar fram yfir tímamörk og hafði fækkað um 42 frá síðasta frammistöðumati. Samningsbrotamál í nóvember voru 244 talsins og voru 164 þeirra gegn Íslandi, óbreytt frá síðasta frammistöðumati.“ Helga segir jafnframt að innri markaður Evrópuríkjanna og óhindruð samskipti og viðskipti fyrir fólk og fyrirtæki, þar á meðal Íslendinga, byggist á því að lagareglurnar um þau mál séu samskonar. „Tímanleg innleiðing sameiginlegra reglna er forsenda þess að hægt sé að tryggja jafnræði á innri markaðnum og öll EES ríkin eru skuldbundin til að virða tímamörk í því efni. EFTA ríkin þurfa öll að taka sig á en það á þó sérstaklega við Ísland þar sem hallinn hefur verið langvarandi og sá langmesti á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.“ Innleiðingarhalli Íslands í síðasta frammistöðumati var 3,1 prósent. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira
Ísland í neðsta sæti þegar innleiðingarhalli EES-ríkjanna er tekinn saman samkvæmt nýju frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Innleiðingarhalli Íslands er 2,8 prósent sem svarar til þess að 31 tilskipun hafi ekki verið innleidd að fullu á réttum tíma. Innleiðingarhalli Íslands er sá mesti á öllum innri markaðnum en á eftir fylgir Noregur með 2 prósenta halla eða 23 óinnleiddar tilskipanir í nóvember. Til samanburðar er innleiðingarhallinn að meðaltali 0,5 prósent í öllum ríkjum ESB og Slóvenía eitt ríkja er með innleiðingarhalla umfram 1 prósenta viðmiðið. Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA, segir það óneitanlega mikil vonbrigði að ekki hafi tekist betur að framfylgja Evrópustefnu sem íslensk stjórnvöld kynntu fyrir ári. „Þá samþykkti ríkisstjórn það markmið að á fyrri hluta árs 2015 verði innleiðingarhalli orðinn undir 1% en mælingin í nóvember 2014 sýnir 2,8% halla. Jafnframt samþykkti ríkisstjórnin að ekkert dómsmál verði fyrir EFTA-dómstólnum vegna skorts á innleiðingu EES-gerða en þau reyndust 13 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Stjórn ESA sá sérstakt tilefni til að fagna stefnumörkun ríkisstjórnarinnar varðandi framkvæmd EES-samningsins í fyrra og getur ekki annað en áréttað að frammistaða Íslands eins og hún hefur verið undanfarin ár er mikið áhyggjuefni.“Í frétt á heimasíðu ESA kemur fram að frammistöðumat innri markaðarins er birt tvisvar á ári og sýnir hvernig stjórnvöldum á Íslandi, Liechtenstein og Noregi gengur að innleiða tilskipanir og reglugerðir innri markaðarins á réttum tíma. „Innleiðingarhalli tilskipana sýnir hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka. Innleiðingarhallinn tekur aðeins til þeirra gerða sem EFTA-ríkin hafa skuldbundið sig til að innleiða á grundvelli EES-samningsins. Varðandi innleiðingu reglugerða innan tímamarka hefur Ísland þó tekið framförum. Í nóvember voru 34 reglugerðir komnar fram yfir tímamörk og hafði fækkað um 42 frá síðasta frammistöðumati. Samningsbrotamál í nóvember voru 244 talsins og voru 164 þeirra gegn Íslandi, óbreytt frá síðasta frammistöðumati.“ Helga segir jafnframt að innri markaður Evrópuríkjanna og óhindruð samskipti og viðskipti fyrir fólk og fyrirtæki, þar á meðal Íslendinga, byggist á því að lagareglurnar um þau mál séu samskonar. „Tímanleg innleiðing sameiginlegra reglna er forsenda þess að hægt sé að tryggja jafnræði á innri markaðnum og öll EES ríkin eru skuldbundin til að virða tímamörk í því efni. EFTA ríkin þurfa öll að taka sig á en það á þó sérstaklega við Ísland þar sem hallinn hefur verið langvarandi og sá langmesti á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.“ Innleiðingarhalli Íslands í síðasta frammistöðumati var 3,1 prósent.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira