Froðusnakk í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2015 19:17 Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lét undan þrýstingi frá innlendum framleiðendum kartöflusnakks og hætti við að afnema tugprósenta toll á vörur frá erlendum framleiðendum svipaðrar vöru. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sættir sig ekki við þessa niðurstöðu. Nasl ýmis konar sem flutt er inn til landsins ber 59 prósenta toll til að vernda innlenda framleiðslu sem framleidd er úr innfluttu kartöflumjöli. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar ætlaði að leggja til að að tollurinn á innfluttu vörunni yrði afnuminn um áramótin en tollurinn gefur ríkissjóði um 160 milljónir króna í tekjur á ári. Meirihluti nefndarinnar hætti svo við. Þetta reyndist því bara vera froðusnakk. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í efnahags- og viðskiptanefnd og hún sættir sig ekki við þessa niðurstöðu. „Nei, mér fannst vera svo ágæt samstaða um um þessa breytingatillögu að ég sé ekki ástæðu til að falla frá henni,“ segir Sigríður. Hún leggur því fram sína eigin breytingartillögu við bandorminn svo kallaða um að tollaflokkur undir yfirskriftinni nasl verði afnuminn. „Að tollar á þær vörur falli úr 59 prósentum sem þeir eru í dag niður í núll,“ segir Sigríður. Engin ástæða sé til að vernda íslensku vöruna. „Nei, þetta er nú svo ljómandi gott að ég get ekki ímyndað mér annað en þetta sé samkeppnishæft við hvaða framleiðslu sem er. Enda er þetta í dag að keppa við kartöfluflögur sem bera engan toll ef þær koma frá Evrópusambandinu,“ segir Sigríður. Sem er samkvæmt sérstöku samkomulagi við Evrópusambandið en nasl sem kemur utan sambandsins ber hins vegar toll. Hvernig heyrist þér hljóðið vera í þínum samflokksmönnum. Heldur þú að þetta nái í gegn? „Þeir sem ég hef talað við eru mjög jákvæðir gagnvart þessu. Ég held að menn séu allir sammála um að það þarf að samræma þennan tollafrumskóg, sem svo sannarlega má kalla sem hvílir á þessum snakkvörum. Menn eru sammála um að einfalda það og að mínu viti eiga tollarnir á þessu að fara allt niður í núll eins og þeir eru nú þegar á suma vöru,“ segir Sigríður Á. Andersen. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lét undan þrýstingi frá innlendum framleiðendum kartöflusnakks og hætti við að afnema tugprósenta toll á vörur frá erlendum framleiðendum svipaðrar vöru. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sættir sig ekki við þessa niðurstöðu. Nasl ýmis konar sem flutt er inn til landsins ber 59 prósenta toll til að vernda innlenda framleiðslu sem framleidd er úr innfluttu kartöflumjöli. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar ætlaði að leggja til að að tollurinn á innfluttu vörunni yrði afnuminn um áramótin en tollurinn gefur ríkissjóði um 160 milljónir króna í tekjur á ári. Meirihluti nefndarinnar hætti svo við. Þetta reyndist því bara vera froðusnakk. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í efnahags- og viðskiptanefnd og hún sættir sig ekki við þessa niðurstöðu. „Nei, mér fannst vera svo ágæt samstaða um um þessa breytingatillögu að ég sé ekki ástæðu til að falla frá henni,“ segir Sigríður. Hún leggur því fram sína eigin breytingartillögu við bandorminn svo kallaða um að tollaflokkur undir yfirskriftinni nasl verði afnuminn. „Að tollar á þær vörur falli úr 59 prósentum sem þeir eru í dag niður í núll,“ segir Sigríður. Engin ástæða sé til að vernda íslensku vöruna. „Nei, þetta er nú svo ljómandi gott að ég get ekki ímyndað mér annað en þetta sé samkeppnishæft við hvaða framleiðslu sem er. Enda er þetta í dag að keppa við kartöfluflögur sem bera engan toll ef þær koma frá Evrópusambandinu,“ segir Sigríður. Sem er samkvæmt sérstöku samkomulagi við Evrópusambandið en nasl sem kemur utan sambandsins ber hins vegar toll. Hvernig heyrist þér hljóðið vera í þínum samflokksmönnum. Heldur þú að þetta nái í gegn? „Þeir sem ég hef talað við eru mjög jákvæðir gagnvart þessu. Ég held að menn séu allir sammála um að það þarf að samræma þennan tollafrumskóg, sem svo sannarlega má kalla sem hvílir á þessum snakkvörum. Menn eru sammála um að einfalda það og að mínu viti eiga tollarnir á þessu að fara allt niður í núll eins og þeir eru nú þegar á suma vöru,“ segir Sigríður Á. Andersen.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira