Þvertekur fyrir að Ólafur fái sérmeðferð Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. febrúar 2015 14:27 Páll Winkel fangelsismálastjóri segist bundinn að lögum og reglum og að hann hafi ekki áhuga á að veita neinum sérmeðferð. Vísir Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að Ólafur Ólafsson, einn þeirra sem dæmdur var í Al-Thani málinu, fái ekki sérmeðferð hjá Fangelsismálastofnun. „Nei það fær engin sérmeðferð hjá fangelsismálastofnun,“ segir hann afdráttarlaust. Nokkrir fangar hafa í samtölum við Vísi gagnrýnt þá ákvörðun að hleypa Ólafi strax í afplánun . Skilur tilfinningarnar „Starf okkar hér byggist einvörðungu á lögum um fullnustu refsinga og reglugerðum sem settar eru eftir þessum lögum. Ég hef hvorki áhuga á að mismuna fólki né myndi komast upp með það. Hvorki ég né fangelsismálastofnun höfum einhvern hag af því að mismuna fólki,“ segir Páll. Ólafur er kominn á Kvíabryggju þar sem hann mun dvelja næstu mánuði og jafnvel ár.Vísir/Vilhelm Hann segist skilja og vita að miklar tilfinngar séu meðal fólks gagnvart fullnustu refsinga. „Einmitt þess vegna getum við ekki unnið eftir einhverjum tilteknum þjóðfélagsanda heldur bara þeim leikreglum sem okkur eru settar af alþingi. Ég get ekki og má ekki annað,“ segir Páll.Miðað við tvö til þrjú árÍ kynningarbæklingi fyrir Kvíabryggju er talað um að fangi afpláni að jafnaði ekki lengur en tvö ár. Páll segir að bæklingurinn miði við stöðuna eins og hún var 2008 og hún sé talsvert breytt. Opnum rýmum hafi fjölgað um 200 prósent. „Það er viðmið en það sem hefur breyst frá því að þessi bæklingur var settur fram árið 2008 er að annað opið fangelsi hefur verið tekið í notkun, það er að segja Sogn. Þar eru tuttugu pláss. Frá árinu 2008 þegar Kvíabryggja var 14 pláss erum við núna með 42 opin pláss sem þýðir að það eru fleiri sem þurfa að vera þar,“ segir hann.Svona lítur klefi á Kvíabryggju út.Vísir/Pjetur„Viðmiðið okkar í dag er tvö til þrjú ár og við tryggjum að allt svona standist skoðun enda ef einhver fangi fengi aukin réttindi umram annan, þá myndu hinir fangarnir og tilvonandi fangar kæra það og vísa til jafnræðis. Við hvorki getum né viljum leika okkur að þessu,“ segir hann og bætir við að hann vildi að sem flestir fangar væru vistaðir í opnum fangelsum.Fáir óska eftir að komast í fangelsi„Staðan er þannig að ef maður óskar eftir því að afplána dóm sinn sem fyrst þá verðum við við því. Það á jafnt við um mann sem er að koma inn í fyrsta sinn eða tuttugasta sinn og það á jafnt við um mann sem er dæmdur fyrir kynferðisbrot eða fjármunabrot,“ segir hann en tiltölulega sjaldgæft er að menn óski eftir því. Páll segir það nýmæli að fangar leitist eftir því að komast í afplánun. Enn séu slíkar beiðnir mjög sjaldgæfar. „Þangað til fyrir nokkrum árum síðan var það ekki talinn lúxus að komst framfyrir á boðunarlista. Menn vildu bíða og margir vilja fresta þessu,“ segir hann. „Oftast tökum við menn inn þvert gegn þeirra vilja.“ Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson kominn á Kvíabryggju Ólafur Ólafsson hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu svokallaða. 25. febrúar 2015 12:53 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að Ólafur Ólafsson, einn þeirra sem dæmdur var í Al-Thani málinu, fái ekki sérmeðferð hjá Fangelsismálastofnun. „Nei það fær engin sérmeðferð hjá fangelsismálastofnun,“ segir hann afdráttarlaust. Nokkrir fangar hafa í samtölum við Vísi gagnrýnt þá ákvörðun að hleypa Ólafi strax í afplánun . Skilur tilfinningarnar „Starf okkar hér byggist einvörðungu á lögum um fullnustu refsinga og reglugerðum sem settar eru eftir þessum lögum. Ég hef hvorki áhuga á að mismuna fólki né myndi komast upp með það. Hvorki ég né fangelsismálastofnun höfum einhvern hag af því að mismuna fólki,“ segir Páll. Ólafur er kominn á Kvíabryggju þar sem hann mun dvelja næstu mánuði og jafnvel ár.Vísir/Vilhelm Hann segist skilja og vita að miklar tilfinngar séu meðal fólks gagnvart fullnustu refsinga. „Einmitt þess vegna getum við ekki unnið eftir einhverjum tilteknum þjóðfélagsanda heldur bara þeim leikreglum sem okkur eru settar af alþingi. Ég get ekki og má ekki annað,“ segir Páll.Miðað við tvö til þrjú árÍ kynningarbæklingi fyrir Kvíabryggju er talað um að fangi afpláni að jafnaði ekki lengur en tvö ár. Páll segir að bæklingurinn miði við stöðuna eins og hún var 2008 og hún sé talsvert breytt. Opnum rýmum hafi fjölgað um 200 prósent. „Það er viðmið en það sem hefur breyst frá því að þessi bæklingur var settur fram árið 2008 er að annað opið fangelsi hefur verið tekið í notkun, það er að segja Sogn. Þar eru tuttugu pláss. Frá árinu 2008 þegar Kvíabryggja var 14 pláss erum við núna með 42 opin pláss sem þýðir að það eru fleiri sem þurfa að vera þar,“ segir hann.Svona lítur klefi á Kvíabryggju út.Vísir/Pjetur„Viðmiðið okkar í dag er tvö til þrjú ár og við tryggjum að allt svona standist skoðun enda ef einhver fangi fengi aukin réttindi umram annan, þá myndu hinir fangarnir og tilvonandi fangar kæra það og vísa til jafnræðis. Við hvorki getum né viljum leika okkur að þessu,“ segir hann og bætir við að hann vildi að sem flestir fangar væru vistaðir í opnum fangelsum.Fáir óska eftir að komast í fangelsi„Staðan er þannig að ef maður óskar eftir því að afplána dóm sinn sem fyrst þá verðum við við því. Það á jafnt við um mann sem er að koma inn í fyrsta sinn eða tuttugasta sinn og það á jafnt við um mann sem er dæmdur fyrir kynferðisbrot eða fjármunabrot,“ segir hann en tiltölulega sjaldgæft er að menn óski eftir því. Páll segir það nýmæli að fangar leitist eftir því að komast í afplánun. Enn séu slíkar beiðnir mjög sjaldgæfar. „Þangað til fyrir nokkrum árum síðan var það ekki talinn lúxus að komst framfyrir á boðunarlista. Menn vildu bíða og margir vilja fresta þessu,“ segir hann. „Oftast tökum við menn inn þvert gegn þeirra vilja.“
Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson kominn á Kvíabryggju Ólafur Ólafsson hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu svokallaða. 25. febrúar 2015 12:53 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ólafur Ólafsson kominn á Kvíabryggju Ólafur Ólafsson hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu svokallaða. 25. febrúar 2015 12:53