Barnahús að íslenskri fyrirmynd rísa í Lundúnum Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2015 12:30 Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur skilgreint misnotkun á börnum sem allsherjar ógn við samfélagið. Fimm barnahús að íslenskri fyrirmynd verða sett á laggirnar í Lundúnum á næstu árum. Forstjóri Barnaverndarstofu flutti erindi um starfsemi Barnahúss á fundi í bresku lávarðadeildinni í gær. Nokkur mjög stór barnaníðingamál hafa komið upp í Bretlandi að undanförnu, nú síðast í Oxforskíri þar sem talið er að hundruð ungra stúlkna hafi verið í bráðri hættu af misnotun sjö manna hóps barnaníðinga og að yfirvöld á svæðinu hafi í 59 tilvikum brugðist börnum sem urðu fyrir kynferðisofbeldi. David Cameron forsætisráðherra Bretlands fundaði í gær með hópi fullorðinna fórnarlamba barnaníðs ásamt fulltrúum lögreglu og félagsmálayfirvalda. „Fyrir utan nauðsynlegar breytingar innan lögreglunnar og á lagarama þurfum við að breyta hugsunarhætti fólks í þessum málum. Nauðsynlegt er að segja hátt og skýrt að misnotkun barna undir lögaldri verði ekki liðin og yfirvöld mega ekki líta framhjá vandanum eins og gerst hefur allt of oft í fortíðinni,“ sagði Cameron fyrir fundinn. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu ávarpaði fund á vegum bresku lávarðadeildarinnar í Lundúnum í gær þar sem hann greindi frá reynslu Íslendinga af rekstri Barnahúss og þeirri hugmyndafræði sem byggi þar að baki. En Íslendingar voru fyrstir til að setja slíkt hús á laggirnar árið 1998 en síðan hafa Norðurlöndin og fleiri ríki Evrópu tekið þessa hugmyndafræði upp. Kings College sjúkrahúsið í Lundúnum fékk það verkefni að koma með tillögur fyrir bresk heilbrigðisyfirvöld í málefnum barna sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi og leggur til að íslenska leiðin verði farin. „Þá aðferð að veita börnum barnvinsamlegar móttökur eftir að hafa orðið fyrir áföllum vegna kynferðisbrota. En þó þannig að fagmennsku sé gætt til hins ítrasta svo og réttinda sakbornings,“ segir Bragi. Hann segir eðlilegt þegar stór mál eins og upp hafi komið í Bretlandi að undanförnu beri tilfinningarnar fólk ofurliði en það skipti máli að halda yfirvegun og einblína ekki á refsiþáttinn heldur gæta þess að börnin fái alla nauðsynlega hjálp og græða sár þeirra. En Kings College hafi nú birt tillögur sínar um úrbætur í þessum málum. „Og það er auðvitað ánægjulegt fyrir okkur Íslendinga að aðaltillagan er sú að stofnsetja mjög fljótt þrjú til fimm barnahús í jafnmörgum borgarhlutum í Lundúnum,“ segir Bragi. Hann er sannfærður um að innan einhverra ára eigi Barnahús eftir að rísa um allt Bretland og víðar. „Í rauninni er ekki nokkur minnsti efi í mínum huga um að þetta verði ríkjandi form í meðferð þessara mála um alla Evrópu áður en mjög langt um líður. Það er alveg ljóst að það er engin önnur aðferð til sem setur velferð og hagsmuni barnsins í öndvegi við rannsókn og meðferð þessara mála,“ segir Bragi Guðbrandsson. En í dag eru yfir 50 barnahús að íslenskri fyrirmynd starfrækt víðs vegar um Evrópu. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur skilgreint misnotkun á börnum sem allsherjar ógn við samfélagið. Fimm barnahús að íslenskri fyrirmynd verða sett á laggirnar í Lundúnum á næstu árum. Forstjóri Barnaverndarstofu flutti erindi um starfsemi Barnahúss á fundi í bresku lávarðadeildinni í gær. Nokkur mjög stór barnaníðingamál hafa komið upp í Bretlandi að undanförnu, nú síðast í Oxforskíri þar sem talið er að hundruð ungra stúlkna hafi verið í bráðri hættu af misnotun sjö manna hóps barnaníðinga og að yfirvöld á svæðinu hafi í 59 tilvikum brugðist börnum sem urðu fyrir kynferðisofbeldi. David Cameron forsætisráðherra Bretlands fundaði í gær með hópi fullorðinna fórnarlamba barnaníðs ásamt fulltrúum lögreglu og félagsmálayfirvalda. „Fyrir utan nauðsynlegar breytingar innan lögreglunnar og á lagarama þurfum við að breyta hugsunarhætti fólks í þessum málum. Nauðsynlegt er að segja hátt og skýrt að misnotkun barna undir lögaldri verði ekki liðin og yfirvöld mega ekki líta framhjá vandanum eins og gerst hefur allt of oft í fortíðinni,“ sagði Cameron fyrir fundinn. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu ávarpaði fund á vegum bresku lávarðadeildarinnar í Lundúnum í gær þar sem hann greindi frá reynslu Íslendinga af rekstri Barnahúss og þeirri hugmyndafræði sem byggi þar að baki. En Íslendingar voru fyrstir til að setja slíkt hús á laggirnar árið 1998 en síðan hafa Norðurlöndin og fleiri ríki Evrópu tekið þessa hugmyndafræði upp. Kings College sjúkrahúsið í Lundúnum fékk það verkefni að koma með tillögur fyrir bresk heilbrigðisyfirvöld í málefnum barna sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi og leggur til að íslenska leiðin verði farin. „Þá aðferð að veita börnum barnvinsamlegar móttökur eftir að hafa orðið fyrir áföllum vegna kynferðisbrota. En þó þannig að fagmennsku sé gætt til hins ítrasta svo og réttinda sakbornings,“ segir Bragi. Hann segir eðlilegt þegar stór mál eins og upp hafi komið í Bretlandi að undanförnu beri tilfinningarnar fólk ofurliði en það skipti máli að halda yfirvegun og einblína ekki á refsiþáttinn heldur gæta þess að börnin fái alla nauðsynlega hjálp og græða sár þeirra. En Kings College hafi nú birt tillögur sínar um úrbætur í þessum málum. „Og það er auðvitað ánægjulegt fyrir okkur Íslendinga að aðaltillagan er sú að stofnsetja mjög fljótt þrjú til fimm barnahús í jafnmörgum borgarhlutum í Lundúnum,“ segir Bragi. Hann er sannfærður um að innan einhverra ára eigi Barnahús eftir að rísa um allt Bretland og víðar. „Í rauninni er ekki nokkur minnsti efi í mínum huga um að þetta verði ríkjandi form í meðferð þessara mála um alla Evrópu áður en mjög langt um líður. Það er alveg ljóst að það er engin önnur aðferð til sem setur velferð og hagsmuni barnsins í öndvegi við rannsókn og meðferð þessara mála,“ segir Bragi Guðbrandsson. En í dag eru yfir 50 barnahús að íslenskri fyrirmynd starfrækt víðs vegar um Evrópu.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira