Embætti landlæknis hvetur fólk til að takmarka neyslu á unnum kjötvörum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. október 2015 16:21 Skýrsla WHO leiðir í ljós að neysla á unnum kjötvörum eykur líkur á krabbameini. vísir/epa Embætti landlæknis segir mikilvægt að fólk takmarki sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum og á rauðu kjöti. Ný rannsókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunar (WHO) hefur leitt í ljós að kjötvörur, líkt og pylsur, beikon og skinka, séu krabbameinsvaldandi. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri næringar hjá embættinu, segir að í byrjun árs hafi Embætti landlæknis birt nýjar ráðleggingar um mataræði þar sem fólki er ráðlagt að takmarka neyslu á unnum kjötvörum. Rannsókn WHO hafi staðfest það sem áður hafi verið birt af World Cancer Research Fund (WCRF), en að nú hafi rautt kjöt og unnar kjötvörur verið flokkað eftir krabbameinsáhættu. „Við mælum með að takmarka neyslu á rauðu kjöti við 500 grömm á viku og takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum en það samsvarar um tveimur til þremur kjötmáltíðum á viku, og smávegis kjötáleggi. Með unnum kjötvörum er oftast átt við kjöt sem er reykt, saltað eða rotvarið og þar má sem dæmi nefna saltkjöt, spægipylsu, hangikjöt, skinku og þess háttar.“ Stofnunin tók saman niðurstöður úr yfir 800 rannsóknum og hefur nú sett unnar kjötvörur í sama flokk og tóbak, asbest og dísilgufu. „Áhætta við að borða unnar kjötvörur er samt sem áður mun minni en að reykja, þrátt fyrir að þetta sé núna í sama flokki,“ útskýrir Hólmfríður. Þá segir hún að í nýjum ráðleggingum Embættis landlæknis sé lögð meiri áhersla en áður á mataræði í heild sinni og á fæði úr jurtaríkinu, til dæmis á grænmeti, ávexti, heilkornavörur, baunir, linsur, hnetur og fræ. Niðurstaða skýrslu WHO er sú að fimmtíu grömm af unnum kjötvörum á dag auki líkur á krabbameini og ristli í endaþarmi um átján prósent. Þá sé rautt kjöt líklega einnig krabbameinsvaldandi. Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Embætti landlæknis segir mikilvægt að fólk takmarki sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum og á rauðu kjöti. Ný rannsókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunar (WHO) hefur leitt í ljós að kjötvörur, líkt og pylsur, beikon og skinka, séu krabbameinsvaldandi. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri næringar hjá embættinu, segir að í byrjun árs hafi Embætti landlæknis birt nýjar ráðleggingar um mataræði þar sem fólki er ráðlagt að takmarka neyslu á unnum kjötvörum. Rannsókn WHO hafi staðfest það sem áður hafi verið birt af World Cancer Research Fund (WCRF), en að nú hafi rautt kjöt og unnar kjötvörur verið flokkað eftir krabbameinsáhættu. „Við mælum með að takmarka neyslu á rauðu kjöti við 500 grömm á viku og takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum en það samsvarar um tveimur til þremur kjötmáltíðum á viku, og smávegis kjötáleggi. Með unnum kjötvörum er oftast átt við kjöt sem er reykt, saltað eða rotvarið og þar má sem dæmi nefna saltkjöt, spægipylsu, hangikjöt, skinku og þess háttar.“ Stofnunin tók saman niðurstöður úr yfir 800 rannsóknum og hefur nú sett unnar kjötvörur í sama flokk og tóbak, asbest og dísilgufu. „Áhætta við að borða unnar kjötvörur er samt sem áður mun minni en að reykja, þrátt fyrir að þetta sé núna í sama flokki,“ útskýrir Hólmfríður. Þá segir hún að í nýjum ráðleggingum Embættis landlæknis sé lögð meiri áhersla en áður á mataræði í heild sinni og á fæði úr jurtaríkinu, til dæmis á grænmeti, ávexti, heilkornavörur, baunir, linsur, hnetur og fræ. Niðurstaða skýrslu WHO er sú að fimmtíu grömm af unnum kjötvörum á dag auki líkur á krabbameini og ristli í endaþarmi um átján prósent. Þá sé rautt kjöt líklega einnig krabbameinsvaldandi.
Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira