Embætti landlæknis hvetur fólk til að takmarka neyslu á unnum kjötvörum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. október 2015 16:21 Skýrsla WHO leiðir í ljós að neysla á unnum kjötvörum eykur líkur á krabbameini. vísir/epa Embætti landlæknis segir mikilvægt að fólk takmarki sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum og á rauðu kjöti. Ný rannsókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunar (WHO) hefur leitt í ljós að kjötvörur, líkt og pylsur, beikon og skinka, séu krabbameinsvaldandi. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri næringar hjá embættinu, segir að í byrjun árs hafi Embætti landlæknis birt nýjar ráðleggingar um mataræði þar sem fólki er ráðlagt að takmarka neyslu á unnum kjötvörum. Rannsókn WHO hafi staðfest það sem áður hafi verið birt af World Cancer Research Fund (WCRF), en að nú hafi rautt kjöt og unnar kjötvörur verið flokkað eftir krabbameinsáhættu. „Við mælum með að takmarka neyslu á rauðu kjöti við 500 grömm á viku og takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum en það samsvarar um tveimur til þremur kjötmáltíðum á viku, og smávegis kjötáleggi. Með unnum kjötvörum er oftast átt við kjöt sem er reykt, saltað eða rotvarið og þar má sem dæmi nefna saltkjöt, spægipylsu, hangikjöt, skinku og þess háttar.“ Stofnunin tók saman niðurstöður úr yfir 800 rannsóknum og hefur nú sett unnar kjötvörur í sama flokk og tóbak, asbest og dísilgufu. „Áhætta við að borða unnar kjötvörur er samt sem áður mun minni en að reykja, þrátt fyrir að þetta sé núna í sama flokki,“ útskýrir Hólmfríður. Þá segir hún að í nýjum ráðleggingum Embættis landlæknis sé lögð meiri áhersla en áður á mataræði í heild sinni og á fæði úr jurtaríkinu, til dæmis á grænmeti, ávexti, heilkornavörur, baunir, linsur, hnetur og fræ. Niðurstaða skýrslu WHO er sú að fimmtíu grömm af unnum kjötvörum á dag auki líkur á krabbameini og ristli í endaþarmi um átján prósent. Þá sé rautt kjöt líklega einnig krabbameinsvaldandi. Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum Sjá meira
Embætti landlæknis segir mikilvægt að fólk takmarki sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum og á rauðu kjöti. Ný rannsókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunar (WHO) hefur leitt í ljós að kjötvörur, líkt og pylsur, beikon og skinka, séu krabbameinsvaldandi. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri næringar hjá embættinu, segir að í byrjun árs hafi Embætti landlæknis birt nýjar ráðleggingar um mataræði þar sem fólki er ráðlagt að takmarka neyslu á unnum kjötvörum. Rannsókn WHO hafi staðfest það sem áður hafi verið birt af World Cancer Research Fund (WCRF), en að nú hafi rautt kjöt og unnar kjötvörur verið flokkað eftir krabbameinsáhættu. „Við mælum með að takmarka neyslu á rauðu kjöti við 500 grömm á viku og takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum en það samsvarar um tveimur til þremur kjötmáltíðum á viku, og smávegis kjötáleggi. Með unnum kjötvörum er oftast átt við kjöt sem er reykt, saltað eða rotvarið og þar má sem dæmi nefna saltkjöt, spægipylsu, hangikjöt, skinku og þess háttar.“ Stofnunin tók saman niðurstöður úr yfir 800 rannsóknum og hefur nú sett unnar kjötvörur í sama flokk og tóbak, asbest og dísilgufu. „Áhætta við að borða unnar kjötvörur er samt sem áður mun minni en að reykja, þrátt fyrir að þetta sé núna í sama flokki,“ útskýrir Hólmfríður. Þá segir hún að í nýjum ráðleggingum Embættis landlæknis sé lögð meiri áhersla en áður á mataræði í heild sinni og á fæði úr jurtaríkinu, til dæmis á grænmeti, ávexti, heilkornavörur, baunir, linsur, hnetur og fræ. Niðurstaða skýrslu WHO er sú að fimmtíu grömm af unnum kjötvörum á dag auki líkur á krabbameini og ristli í endaþarmi um átján prósent. Þá sé rautt kjöt líklega einnig krabbameinsvaldandi.
Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum Sjá meira