Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar Viktoría Hermannsdóttir skrifar 6. júní 2015 19:06 Annasamt hefur verið hjá Stígamótum í kjölfar hinnar svokölluðu Beauty Tips byltingar og fjölmargir þolendur hafa haft samband síðustu daga til þess að leita sér aðstoðar vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Undanfarna daga hafa hundruð kvenna sagt frá reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi inn á Facebook hópnum Beauty Tips. „Eftir að þetta kom upp á Facebook, þá hefur síminn varla þagnað, netspjallið okkar, tölvupósturinn og allt. Þetta hefur skilað sér beint hingað inn,” segir Þórunn Þórarinsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 en myndbandsútgáfa fréttarinnar er væntanleg á vefinn innan skamms. Biðlistar eftir viðtölum hafa lengst og ráðgjafar vinna lengri vinnudaga til þess að reyna anna eftirspurninni. „Ég veit ekki hversu mikil aukning en við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu. Hún skilar sér beint hingað inn.” Þórunn segir oft vera samhengi milli fjölmiðlaumfjöllunar um kynferðisofbeldi og aukinnar aðsóknar til Stígamóta. Það hafi til að mynda verið raunin eftir að mál tengd Karli Vigni Þorsteinssyni komu fram í kastljósið en þar voru flestir brotaþolar karlar. „Svo núna eftir þessa umræðu og byltingu með Beauty Tips þá eru þetta konurnar sem hafa kannski verið að skrifa eða segja eða vinkonur sem skila sér hingað inn.“ Þórunn segir mikilvægt að færa ábyrgðina yfir á gerendur. „Umræðan þarf að snúast um að það eru einhverjir sem eru að beita þessu ofbeldi. Og þetta er eins og við höfum alltaf sagt og höldum áfram að segja, þetta er samfélagslegt vandamál og þetta kemur öllum við.Við þurfum að að ákveða í hvernig samfélagi viljum við búa og hvaða hegðun við samþykkjum og hvað ekki. Og hver ber ábyrgðina á glæpum sem eru framdir.“ Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Annasamt hefur verið hjá Stígamótum í kjölfar hinnar svokölluðu Beauty Tips byltingar og fjölmargir þolendur hafa haft samband síðustu daga til þess að leita sér aðstoðar vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Undanfarna daga hafa hundruð kvenna sagt frá reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi inn á Facebook hópnum Beauty Tips. „Eftir að þetta kom upp á Facebook, þá hefur síminn varla þagnað, netspjallið okkar, tölvupósturinn og allt. Þetta hefur skilað sér beint hingað inn,” segir Þórunn Þórarinsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 en myndbandsútgáfa fréttarinnar er væntanleg á vefinn innan skamms. Biðlistar eftir viðtölum hafa lengst og ráðgjafar vinna lengri vinnudaga til þess að reyna anna eftirspurninni. „Ég veit ekki hversu mikil aukning en við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu. Hún skilar sér beint hingað inn.” Þórunn segir oft vera samhengi milli fjölmiðlaumfjöllunar um kynferðisofbeldi og aukinnar aðsóknar til Stígamóta. Það hafi til að mynda verið raunin eftir að mál tengd Karli Vigni Þorsteinssyni komu fram í kastljósið en þar voru flestir brotaþolar karlar. „Svo núna eftir þessa umræðu og byltingu með Beauty Tips þá eru þetta konurnar sem hafa kannski verið að skrifa eða segja eða vinkonur sem skila sér hingað inn.“ Þórunn segir mikilvægt að færa ábyrgðina yfir á gerendur. „Umræðan þarf að snúast um að það eru einhverjir sem eru að beita þessu ofbeldi. Og þetta er eins og við höfum alltaf sagt og höldum áfram að segja, þetta er samfélagslegt vandamál og þetta kemur öllum við.Við þurfum að að ákveða í hvernig samfélagi viljum við búa og hvaða hegðun við samþykkjum og hvað ekki. Og hver ber ábyrgðina á glæpum sem eru framdir.“
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent