Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar Viktoría Hermannsdóttir skrifar 6. júní 2015 19:06 Annasamt hefur verið hjá Stígamótum í kjölfar hinnar svokölluðu Beauty Tips byltingar og fjölmargir þolendur hafa haft samband síðustu daga til þess að leita sér aðstoðar vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Undanfarna daga hafa hundruð kvenna sagt frá reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi inn á Facebook hópnum Beauty Tips. „Eftir að þetta kom upp á Facebook, þá hefur síminn varla þagnað, netspjallið okkar, tölvupósturinn og allt. Þetta hefur skilað sér beint hingað inn,” segir Þórunn Þórarinsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 en myndbandsútgáfa fréttarinnar er væntanleg á vefinn innan skamms. Biðlistar eftir viðtölum hafa lengst og ráðgjafar vinna lengri vinnudaga til þess að reyna anna eftirspurninni. „Ég veit ekki hversu mikil aukning en við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu. Hún skilar sér beint hingað inn.” Þórunn segir oft vera samhengi milli fjölmiðlaumfjöllunar um kynferðisofbeldi og aukinnar aðsóknar til Stígamóta. Það hafi til að mynda verið raunin eftir að mál tengd Karli Vigni Þorsteinssyni komu fram í kastljósið en þar voru flestir brotaþolar karlar. „Svo núna eftir þessa umræðu og byltingu með Beauty Tips þá eru þetta konurnar sem hafa kannski verið að skrifa eða segja eða vinkonur sem skila sér hingað inn.“ Þórunn segir mikilvægt að færa ábyrgðina yfir á gerendur. „Umræðan þarf að snúast um að það eru einhverjir sem eru að beita þessu ofbeldi. Og þetta er eins og við höfum alltaf sagt og höldum áfram að segja, þetta er samfélagslegt vandamál og þetta kemur öllum við.Við þurfum að að ákveða í hvernig samfélagi viljum við búa og hvaða hegðun við samþykkjum og hvað ekki. Og hver ber ábyrgðina á glæpum sem eru framdir.“ Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
Annasamt hefur verið hjá Stígamótum í kjölfar hinnar svokölluðu Beauty Tips byltingar og fjölmargir þolendur hafa haft samband síðustu daga til þess að leita sér aðstoðar vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Undanfarna daga hafa hundruð kvenna sagt frá reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi inn á Facebook hópnum Beauty Tips. „Eftir að þetta kom upp á Facebook, þá hefur síminn varla þagnað, netspjallið okkar, tölvupósturinn og allt. Þetta hefur skilað sér beint hingað inn,” segir Þórunn Þórarinsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 en myndbandsútgáfa fréttarinnar er væntanleg á vefinn innan skamms. Biðlistar eftir viðtölum hafa lengst og ráðgjafar vinna lengri vinnudaga til þess að reyna anna eftirspurninni. „Ég veit ekki hversu mikil aukning en við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu. Hún skilar sér beint hingað inn.” Þórunn segir oft vera samhengi milli fjölmiðlaumfjöllunar um kynferðisofbeldi og aukinnar aðsóknar til Stígamóta. Það hafi til að mynda verið raunin eftir að mál tengd Karli Vigni Þorsteinssyni komu fram í kastljósið en þar voru flestir brotaþolar karlar. „Svo núna eftir þessa umræðu og byltingu með Beauty Tips þá eru þetta konurnar sem hafa kannski verið að skrifa eða segja eða vinkonur sem skila sér hingað inn.“ Þórunn segir mikilvægt að færa ábyrgðina yfir á gerendur. „Umræðan þarf að snúast um að það eru einhverjir sem eru að beita þessu ofbeldi. Og þetta er eins og við höfum alltaf sagt og höldum áfram að segja, þetta er samfélagslegt vandamál og þetta kemur öllum við.Við þurfum að að ákveða í hvernig samfélagi viljum við búa og hvaða hegðun við samþykkjum og hvað ekki. Og hver ber ábyrgðina á glæpum sem eru framdir.“
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira