Starfsmenn hjá RÚV boða aftur til verkfalls Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2015 17:19 Stjórnendur RÚV segja viðræður aftur vera komnar á byrjunarreit. Vísir/Ernir Starfsmenn RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa á ný boðað til verkfalls. Verkfallið mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. Í tilkynningu frá RÚV segir að fyrir rúmri viku hafi legið fyrir samkomulag um lykilatriði nýs fyrirtækjasamnings en á lokametrunum hafi samninganefnd RSÍ sett fram nýjar kröfur sem væru þess eðlis að RÚV taldi óábyrgt að ganga að þeim. „Ríkisútvarpið vill að sjálfsögðu tryggja starfsmönnum RÚV sanngjörn kjör en sú viðleitni verður að vera í einhverju samhengi við þá samninga sem gerðir eru á almennum markaði og mega ekki stofna rekstri RÚV í óvissu til framtíðar. Í kjölfarið sleit samninganefnd RSÍ viðræðunum og sló þar með út af borðinu þær umbætur sem samkomulag lá þó fyrir um. Í viðræðunum hafði RÚV samþykkt tillögur RSÍ um nýja launatöflu með starfsaldurshækkunum og skilgreiningu á störfum tæknimanna sem hefði leitt til umtalsverðrar kjarabótar, m.a. með nokkurri hækkun launa. Með því taldi RÚV sig vera að mæta breyttu tækniumhverfi og viðurkenna breytingar á starfssviði tæknimanna. Auk leiðréttinga á launaflokkum nú hefðu starfsmenn RSÍ sem starfa hjá RÚV fengið þær almennu hækkanir sem mögulega semst um í nýjum almennum kjarasamningum RSÍ og Samtaka atvinnulífsins. Þetta tilboð RÚV rann út á hádegi í dag, þann 7. apríl. Ný krafa RSÍ þýddi að til viðbótar við það sem aðilar voru orðnir sammála hefðu mögulega komið til tvöföld launaflokkahækkun, annars vegar í gegnum fyrirtækjasamning og að auki í gegnum almennan kjarasamning RSÍ og SA. Það eru stjórnendum RÚV mikil vonbrigði að tilboði um fyrirtækjasamning sem tók á lykilkröfum starfsmanna RÚV hafi verið hafnað og að viðræður séu því komnar á upphafsreit hjá Ríkissáttasemjara. RÚV mun halda áfram að gera allt sem mögulegt er til að ljúka samningum og koma í veg fyrir að af verkfalli verði. Ljóst er að verkfallsaðgerðir RSÍ myndu hafa veruleg áhrif á þjónustu RÚV sem þorri þjóðarinnar nýtir sér daglega. Aðrir starfsmenn og stjórnendur RÚV munu leggja sig fram um að tryggja sem minnsta röskun á dagskrá og fréttastofan mun að sjálfsögðu standa vaktina, allan sólarhringinn sem endranær,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Starfsmenn RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa á ný boðað til verkfalls. Verkfallið mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. Í tilkynningu frá RÚV segir að fyrir rúmri viku hafi legið fyrir samkomulag um lykilatriði nýs fyrirtækjasamnings en á lokametrunum hafi samninganefnd RSÍ sett fram nýjar kröfur sem væru þess eðlis að RÚV taldi óábyrgt að ganga að þeim. „Ríkisútvarpið vill að sjálfsögðu tryggja starfsmönnum RÚV sanngjörn kjör en sú viðleitni verður að vera í einhverju samhengi við þá samninga sem gerðir eru á almennum markaði og mega ekki stofna rekstri RÚV í óvissu til framtíðar. Í kjölfarið sleit samninganefnd RSÍ viðræðunum og sló þar með út af borðinu þær umbætur sem samkomulag lá þó fyrir um. Í viðræðunum hafði RÚV samþykkt tillögur RSÍ um nýja launatöflu með starfsaldurshækkunum og skilgreiningu á störfum tæknimanna sem hefði leitt til umtalsverðrar kjarabótar, m.a. með nokkurri hækkun launa. Með því taldi RÚV sig vera að mæta breyttu tækniumhverfi og viðurkenna breytingar á starfssviði tæknimanna. Auk leiðréttinga á launaflokkum nú hefðu starfsmenn RSÍ sem starfa hjá RÚV fengið þær almennu hækkanir sem mögulega semst um í nýjum almennum kjarasamningum RSÍ og Samtaka atvinnulífsins. Þetta tilboð RÚV rann út á hádegi í dag, þann 7. apríl. Ný krafa RSÍ þýddi að til viðbótar við það sem aðilar voru orðnir sammála hefðu mögulega komið til tvöföld launaflokkahækkun, annars vegar í gegnum fyrirtækjasamning og að auki í gegnum almennan kjarasamning RSÍ og SA. Það eru stjórnendum RÚV mikil vonbrigði að tilboði um fyrirtækjasamning sem tók á lykilkröfum starfsmanna RÚV hafi verið hafnað og að viðræður séu því komnar á upphafsreit hjá Ríkissáttasemjara. RÚV mun halda áfram að gera allt sem mögulegt er til að ljúka samningum og koma í veg fyrir að af verkfalli verði. Ljóst er að verkfallsaðgerðir RSÍ myndu hafa veruleg áhrif á þjónustu RÚV sem þorri þjóðarinnar nýtir sér daglega. Aðrir starfsmenn og stjórnendur RÚV munu leggja sig fram um að tryggja sem minnsta röskun á dagskrá og fréttastofan mun að sjálfsögðu standa vaktina, allan sólarhringinn sem endranær,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09