Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2015 20:09 Verkfallið starfsmanna RÚV mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. Vísir/GVA Rafiðnaðarsambandið segir að stjórnendur RÚV fari með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu Rafiðnaðarsambandsins og RÚV. „Þar kemur fram að samninganefnd starfsmanna RÚV hafi komið fram með nýjar kröfur sama dag og samninganefndin hafi tekið ákvörðun um að slíta viðræðum. Það er algjörlega úr lausu lofti gripið og á enga stoð í raunveruleikanum.“Starfsmenn RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa á ný boðað til verkfalls. Verkfallið mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið.Í tilkynningu Rafiðnaðarsambandsins segir að samninganefnd starfsmanna sambandsins „hvetji stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál ætli þeir að fara með allar samningaviðræður í gegnum fjölmiðla. Telji samninganefndin æskilegra og vænlegra til árangurs að setjast að samningaborðinu í stað þess að fara með rangt mál á opinberum vettvangi“. „Krafa RSÍ, sem mótuð er af starfsmönnum RÚV, um að sérkjarasamningur verði gerður hefur legið fyrir lengi og hefur samninganefnd starfsmanna lagt gríðarlega vinnu í að setja saman heildstæðan kjarasamning sem tekur á réttindum og skyldum starfsmanna. Nýjasta útspil Ríkisútvarpsins var að reyna að koma starfsmönnum yfir á svokallaðan fimmta kafla samning, sem er fyrirtækjaþáttur aðalkjarasamnings (almenna samningsins svokallaða), en það þýðir að staða starfsmanna væri mjög sambærileg við þá stöðu sem þeir búa við í dag nema að skilgreindir yrðu launataxtar sem samninganefnd starfsmanna hefur krafist í heildstæðum sérkjarasamningi. Hins vegar vildi Ríkisútvarpið ekki fylgja aðalkjarasamningi nema að hluta til, verði samið um einhverja breytingu á launatöxtum aðalkjarasamnings þá mætti það ekki fylgja yfir í þennan fimmta kafla samning og því væri ástæðulaust fyrir starfsmenn að gera slíkan "samning". Við það að hífa starfsmenn upp að lágmarkslaunum þá fellur til einhver kostnaður við þá aðgerð og telja stjórnendur RÚV að það megi ekkert koma þessu til viðbótar í taxtahækkun. Þetta myndi þýða að ef starfsmenn hefðu samþykkt fimmta kafla samning þá hefði staða þeirra orðið lakari þegar gengið yrði frá aðalkjarasamningi, nái iðnaðarmannasamfélagið kröfum sínum eða hluta þeirra fram í yfirstandandi viðræðum. Stjórnendur Ríkisútvarpsins reyna í fréttaumfjöllunum að afvegaleiða umræðuna og láta í ljósi vaka að samninganefnd starfsmanna hafi komið með nýtt útspil á síðustu metrum viðræðna. Þessu hafnar samninganefnd starfsmanna alfarið og köllum eftir að fá að sjá hverjar þær kröfur ættu að hafa verið. Kröfur starfsmanna eru einfaldar og vilja þeir sérkjarasamning sem tryggir þeim réttindi til lengri tíma. Kostir sérkjarasamnings geta nýst rekstri RÚV að mörgu leyti og mótað grunn að öruggari rekstri,“ segir í tilkynningu Rafiðnaðarsambandsins. Tengdar fréttir Starfsmenn hjá RÚV boða aftur til verkfalls Verkfall starfsmanna RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. 7. apríl 2015 17:19 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
Rafiðnaðarsambandið segir að stjórnendur RÚV fari með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu Rafiðnaðarsambandsins og RÚV. „Þar kemur fram að samninganefnd starfsmanna RÚV hafi komið fram með nýjar kröfur sama dag og samninganefndin hafi tekið ákvörðun um að slíta viðræðum. Það er algjörlega úr lausu lofti gripið og á enga stoð í raunveruleikanum.“Starfsmenn RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa á ný boðað til verkfalls. Verkfallið mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið.Í tilkynningu Rafiðnaðarsambandsins segir að samninganefnd starfsmanna sambandsins „hvetji stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál ætli þeir að fara með allar samningaviðræður í gegnum fjölmiðla. Telji samninganefndin æskilegra og vænlegra til árangurs að setjast að samningaborðinu í stað þess að fara með rangt mál á opinberum vettvangi“. „Krafa RSÍ, sem mótuð er af starfsmönnum RÚV, um að sérkjarasamningur verði gerður hefur legið fyrir lengi og hefur samninganefnd starfsmanna lagt gríðarlega vinnu í að setja saman heildstæðan kjarasamning sem tekur á réttindum og skyldum starfsmanna. Nýjasta útspil Ríkisútvarpsins var að reyna að koma starfsmönnum yfir á svokallaðan fimmta kafla samning, sem er fyrirtækjaþáttur aðalkjarasamnings (almenna samningsins svokallaða), en það þýðir að staða starfsmanna væri mjög sambærileg við þá stöðu sem þeir búa við í dag nema að skilgreindir yrðu launataxtar sem samninganefnd starfsmanna hefur krafist í heildstæðum sérkjarasamningi. Hins vegar vildi Ríkisútvarpið ekki fylgja aðalkjarasamningi nema að hluta til, verði samið um einhverja breytingu á launatöxtum aðalkjarasamnings þá mætti það ekki fylgja yfir í þennan fimmta kafla samning og því væri ástæðulaust fyrir starfsmenn að gera slíkan "samning". Við það að hífa starfsmenn upp að lágmarkslaunum þá fellur til einhver kostnaður við þá aðgerð og telja stjórnendur RÚV að það megi ekkert koma þessu til viðbótar í taxtahækkun. Þetta myndi þýða að ef starfsmenn hefðu samþykkt fimmta kafla samning þá hefði staða þeirra orðið lakari þegar gengið yrði frá aðalkjarasamningi, nái iðnaðarmannasamfélagið kröfum sínum eða hluta þeirra fram í yfirstandandi viðræðum. Stjórnendur Ríkisútvarpsins reyna í fréttaumfjöllunum að afvegaleiða umræðuna og láta í ljósi vaka að samninganefnd starfsmanna hafi komið með nýtt útspil á síðustu metrum viðræðna. Þessu hafnar samninganefnd starfsmanna alfarið og köllum eftir að fá að sjá hverjar þær kröfur ættu að hafa verið. Kröfur starfsmanna eru einfaldar og vilja þeir sérkjarasamning sem tryggir þeim réttindi til lengri tíma. Kostir sérkjarasamnings geta nýst rekstri RÚV að mörgu leyti og mótað grunn að öruggari rekstri,“ segir í tilkynningu Rafiðnaðarsambandsins.
Tengdar fréttir Starfsmenn hjá RÚV boða aftur til verkfalls Verkfall starfsmanna RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. 7. apríl 2015 17:19 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
Starfsmenn hjá RÚV boða aftur til verkfalls Verkfall starfsmanna RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið. 7. apríl 2015 17:19
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent