Atvinnustarfsemi lamast á landsbyggðinni á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2015 11:44 Mjög miklar truflanir verða á fiskvinnslu, kjötvinnslu og nánast öllum greinum ferðaþjónustu á landsbyggðinni á morgun þegar tíu þúsund félagsmenn í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins hefja verkfall á hádegi. Framvæmdastjóri sambandsins vísar ábyrgð á stöðunni alfarið til Samtaka atvinnulífsins sem neiti að koma að samningaborðinu. Tíu þúsund félagsmenn í þeim 16 verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni sem hefja vinnustöðvun á hádegi á morgun til miðnættis vinna mjög fjölbreytt störf á í fjölmörgum atvinnugreinum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stöðuna mjög alvarlega. „Þetta er fólk í matvælaframleiðslu, það er að segja í fiskvinnslu og kjötvinnslu. Þetta er fólk í ferðaþjónustu; ræstingarfólk, vöruflutningabílstjórar, hópferðabílstjórar og svo framvegis,“ segir Drífa. Sem þýðir að áhrifa aðgerðanna gætir t.d. á hótelum, hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum og örðum ferðaþjónustufyrirtækjum og matsölustöðum.Það er ljóst á þessari lýsingu þinni að þótt þetta sé bara hálfur dagur í þetta skiptið verða áhrifin víða og mikil? „Ég reikna með að það verði víða áhrif og þetta hefur verið að spyrjast út. Ég hef ekki undan að svara erlendum blaðamönnum og erlendum systursamtökum okkar sem vilja veita okkur stuðning og vilja fá upplýsingar um þetta. Þannig að þetta er að hafa gríðarleg áhrif ekki bara hér á landi heldur utan landsteinanna líka,“ segir Drífa. Erlendir blaðamenn hafi fyrst og fremst áhuga á áhrifum verkfalsaðgerðanna á ferðaþjónustuna sem verði mjög mikil á landsbyggðinni. Ef ekkert gerist við samningaborðið fer fólk aftur í verkfall allan sólarhringinn á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku og aftur báða dagana 19 og 20 maí. Ótímabundið verkfall myndi síðan hefjast hinn 26 maí hafi samningar ekki tekist.Þannig að þá eru málin komin í mjög alvarlega stöðu, þegar þessi sólarhringsverkföll hefjast og ég tala nú ekki um þegar ótímabundna verkfallið hefst? „Við lítum auðvitað svo á að málið sé komið í mjög alvarlega stöðu þegar leggja þarf niður störf yfir höfuð. Þannig að alvarleg staða er núna og það er mikil ábyrgð sem hvílir á Samtökum atvinnulífsins að neita að tala við okkur og neita að mæta okkur og stefna þessu fólki í verkfall. Því þetta er algert neyðarúrræði sem við erum að beita og okkur er nauðbeigður sá kostur að beita því,“ segir Drífa.Eru engir fundir fyrirhugaðir? „Það er búið að boða til stutts fundar í fyrramálið. En ég hef ekki pata af því að það verði stórmerkileg tíðindi af þeim fundi,“ segir Drífa Snædal.Skipulag verkfallsaðgerðanna sem framundan eru:30. apríl: Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.6. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).7. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).19. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).20. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).26. maí: Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015. Verkfall 2016 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Mjög miklar truflanir verða á fiskvinnslu, kjötvinnslu og nánast öllum greinum ferðaþjónustu á landsbyggðinni á morgun þegar tíu þúsund félagsmenn í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins hefja verkfall á hádegi. Framvæmdastjóri sambandsins vísar ábyrgð á stöðunni alfarið til Samtaka atvinnulífsins sem neiti að koma að samningaborðinu. Tíu þúsund félagsmenn í þeim 16 verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni sem hefja vinnustöðvun á hádegi á morgun til miðnættis vinna mjög fjölbreytt störf á í fjölmörgum atvinnugreinum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stöðuna mjög alvarlega. „Þetta er fólk í matvælaframleiðslu, það er að segja í fiskvinnslu og kjötvinnslu. Þetta er fólk í ferðaþjónustu; ræstingarfólk, vöruflutningabílstjórar, hópferðabílstjórar og svo framvegis,“ segir Drífa. Sem þýðir að áhrifa aðgerðanna gætir t.d. á hótelum, hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum og örðum ferðaþjónustufyrirtækjum og matsölustöðum.Það er ljóst á þessari lýsingu þinni að þótt þetta sé bara hálfur dagur í þetta skiptið verða áhrifin víða og mikil? „Ég reikna með að það verði víða áhrif og þetta hefur verið að spyrjast út. Ég hef ekki undan að svara erlendum blaðamönnum og erlendum systursamtökum okkar sem vilja veita okkur stuðning og vilja fá upplýsingar um þetta. Þannig að þetta er að hafa gríðarleg áhrif ekki bara hér á landi heldur utan landsteinanna líka,“ segir Drífa. Erlendir blaðamenn hafi fyrst og fremst áhuga á áhrifum verkfalsaðgerðanna á ferðaþjónustuna sem verði mjög mikil á landsbyggðinni. Ef ekkert gerist við samningaborðið fer fólk aftur í verkfall allan sólarhringinn á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku og aftur báða dagana 19 og 20 maí. Ótímabundið verkfall myndi síðan hefjast hinn 26 maí hafi samningar ekki tekist.Þannig að þá eru málin komin í mjög alvarlega stöðu, þegar þessi sólarhringsverkföll hefjast og ég tala nú ekki um þegar ótímabundna verkfallið hefst? „Við lítum auðvitað svo á að málið sé komið í mjög alvarlega stöðu þegar leggja þarf niður störf yfir höfuð. Þannig að alvarleg staða er núna og það er mikil ábyrgð sem hvílir á Samtökum atvinnulífsins að neita að tala við okkur og neita að mæta okkur og stefna þessu fólki í verkfall. Því þetta er algert neyðarúrræði sem við erum að beita og okkur er nauðbeigður sá kostur að beita því,“ segir Drífa.Eru engir fundir fyrirhugaðir? „Það er búið að boða til stutts fundar í fyrramálið. En ég hef ekki pata af því að það verði stórmerkileg tíðindi af þeim fundi,“ segir Drífa Snædal.Skipulag verkfallsaðgerðanna sem framundan eru:30. apríl: Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.6. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).7. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).19. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).20. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).26. maí: Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.
Verkfall 2016 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira