Ungur íslenskur listamaður er greinilega mikill aðdáandi Bieber en hann gengur undir nafninu Ingi Bauer.
Ingi var að senda frá sér tónlistarmyndband við endurhljóðblandaða útgáfu af Justin Bieber laginu What Do You Mean.
Ingi er búsettur í Los Angeles þessa stundina þar sem hann stundar nám við tónlistarskólann Musicians Institute. Myndbandið er allt tekið upp í stórborginni Los Angeles og er það tekið með sjónarhorni Inga.
Myndbandið endurspeglar venjulegan dag í lífi Inga á líflegan og skemmtilegan hátt. Ingi hlóð laginu upprunalega á Soundcloud síðuna sína og fékk það yfir 70.000 hlustanir áður en því var eytt út af Soundcloud af útgáfufyrirtæki Biebers vegna höfundarréttar. Hér að neðan má sjá myndbandið frá Inga.