Innlent

Svipmyndir frá Eskifirði morguninn eftir storminn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Umtalsverðar skemmdir eru á Eskifirði.
Umtalsverðar skemmdir eru á Eskifirði. Mynd/Jens Garðar Helgason
Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Fiskimiða og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, fór á rúntinn um Eskifjörð í dag og myndaði skemmdirnar sem orðið hafa í bænum vegna ofsaveðursins.

Myndir sem Jens tók má sjá hér að neðan en Jens segir Eskifjörð líta illa út í dag en bæjarfélagið er að öllum líkindum það sem verst fór út úr óveðrinu í nótt og í morgun.

„Grjótvarnir og uppbyggingarstarf er framundan og verður sett í forgang. Blessunarlega hefur enginn slasast og enn og aftur sanna Björgunarsveitirnar gildi sitt. Fyrir starf þeirra verð ég og við ævinlega þakklát.“

Myndirnar sem Jens tók má sjá hér að neðan.

Sjórinn búinn að brjóta sig alveg upp að leiði til minningar um síðustu aftökuna á Austurlandi 1786.Mynd/Jens Garðar Helgason
Frá Eskifirði í morgun.Mynd/Jens Garðar Helgason
Bryggjan við sjóhúsið er að stórum hluta farin.Mynd/Jens Garðar Helgason
Björgunarsveitarmenn á Eskifirði segjast aldrei hafa upplifað annað eins veður og í nótt.Mynd/Jens Garðar HElgason
Slökkvilið var kallað út að þessu húsi á Eskifirði.Mynd/Jens Garðar Helgason
Skemmdir á bryggjum við sjóinn eru miklar.Mynd/Jens Garðar Helgason
Eskfirðingar áttu margir afar erfitt með að festa svefn í nótt vegna hávaða.Mynd/Jens Garðar Helgason

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×