Innlent

Hundrað ára hús á Eskifirði hangir uppi á lyginni

Jakob Bjarnar skrifar
Aftakaveður var á Austfjörðum í nótt og er þar enn hvasst þó eitthvað sé tekið að róast.
Aftakaveður var á Austfjörðum í nótt og er þar enn hvasst þó eitthvað sé tekið að róast. esjar már
Aftakaveður gekk yfir Austfirði í nótt og í morgun. Fyrir liggur að verulegt eignatjón hefur orðið en þó liggur engin úttekt fyrir á því enn. Þó veður sé að ganga niður nú er enn verulega hvasst fyrir austan, og reyndar á landinu öllu.

Austfirðingurinn Hákon U. Seljan Jóhannsson segir veður hafa verið snarvitlaust í nótt en það sé eitthvað tekið að róast. Hann fór um nú í morgun til að kanna aðstæður, sveiflaði síma sínum og tók þetta myndbandsbrot upp á Eskifirði. Þarna getur að líta gamalt verðbúðarhús á Eskifirði, hundrað ára gamalt og hangir það upp á lyginni einni. Húsið stendur í fjöruborðinu og ljóst að verulega hefur gefið á húsið í nótt. Þá er bryggja þar við fokin niður.

Eskifjörður

Posted by Hákon U. Seljan Jóhannsson on 30. desember 2015

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.