Innlent

Styrkja áfram Glettur Gísla Sigurgeirssonar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
„Þáttastjórnandinn á erfitt með að slíta sig frá Austurlandi,“ segir í bréfi Gísla Sigurgeirssonar til Fljótsdalshéraðs.
„Þáttastjórnandinn á erfitt með að slíta sig frá Austurlandi,“ segir í bréfi Gísla Sigurgeirssonar til Fljótsdalshéraðs. Mynd/Heiða
Fljótsdalshérað ætlar að halda áfram að að styrkja gerð sjónvarsþáttanna Glettur sem N4 framleiðir og fjalla um málefni á Austurlandi. Sveitarfélagið sem styrkir þættina ásamt fleirum greiðir N4 600 þúsund krónur á þessu ári.

Í bréfi þáttastjórnandans Gísla Sigurgeirssonar segir að fyrsti Glettuþátturinn hafi verið sýndur 17. júlí 2012 og nú séu þættirnir orðnir 117. Bakhjarlar hafi tekið þátt í fjármögnun. Nú séu samningar hins vegar lausir.

Gísli segir viðbrögð áhorfenda hafa verið ákaflega góð. „Sérstaklega hefur það komið okkur á óvart, hvað við höfum fengið sterk viðbrögð af höfuðborgarsvæðinu og öðrum landshlutum utan Austurlands. Og það var nú einu sinni eitt af markmiðum okkar með þáttagerðinni, að kynna Austurland og Austfirðinga fyrir landsmönnum,“ segir Gísli.

Áður hefur komið fram í Fréttablaðinu að sveitarfélög á Suðurlandi taka þátt í kostnaði N4 vegna gerðar sjónvarpsþáttaraðar sem bera á heitið Að sunnan.

Í bréfi Gísla er bent á að nýir eigendur hafi tekið við N4 í gegn um fjárfestingafélagið Tækifæri sem er í eigu fyrirtækja og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og vestra. KEA, Akureyrarbær og Lífeyrissjóðurinn Stapi eru stærstir af 33 hluthöfum.

Hér fyrir neðan má sjá þátt frá 22. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×