Enski boltinn

Carrick: Stjórinn gerði frábær kaup

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carrick í leik með United.
Carrick í leik með United. vísir/getty
Michael Carrick, miðjumaður Manchester United, segir að það verði mikil samkeppni um miðjustöðurnar í liði United á næstu leiktíð.

Louis van Gaal verður líklega með hausverk að velja liðið á leikvangi draumanna í vetur, en margir miðjumenn gera tilkall í liðið. Bastian Schweinsteiger, Morgan Schneiderlin, Daley Blind, Ander Herrera, Juan Mata, Maraoune Fellaini auk Carrick berjast um stöðurnar.

„Þetta er ekkert öðruvísi en öll hin tímabilin. Stjórinn gerði nokkur frábær kaup, en við erum allir mismunandi," sagði Carrick eftir 3-1 sigur á Barcelona í gær.

„Við komum allir með mismunandi áherslur og við vegum hvorn annan upp og vinnum vel saman. Við höfum byrjað vel. Ég og Morgan Schneiderlin höfum spilað nokkra leiki og einnig Bastian."

United vann Barcelona 3-1 í gær, en þá voru Carrick, Schneiderlin og Mata saman á miðjunni. Schweinsteiger er á meiðslalistanum og þykir Carrick það miður.

„Það er leiðinlegt að hann (Schweinsteiger) hafi meiðst, en vitum hvað hann kemur með inn í liðið. Hann er öflugur leikmaður og mun berja okkur áfram."

„Við eigum að berjast á toppnum, en við höfum ekki verið að gera það síðustu tvö ár og það eru mikil vonbrigði," sagði Carrick að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×