Auknar líkur á sumarþingi Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2015 12:45 Líkur hafa aukist á að Alþingi starfi áfram í júní vegna mögulegs frumvarps frá fjármálaráðherra um afnám gjaldeyrishafta. Umræðum um virkjanamál verður framhaldið á Alþingi í dag og reiknar forseti þingsins ekki með að henni ljúki í dag. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eiga eldhúsdagsumræður að fara fram á þinginu miðvikudaginn í næstu viku og fresta á þingstörfum hinn 29. maí. Miklar umræður áttu sér stað í síðustu viku um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta og enn eru ellefu þingmenn á mælendaskrá, þar af fjórir stjórnarliðar. Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis reiknar með að umræðurnar taki allan daginn í dag. „Jú, ég geri ráð fyrir því að dagurinn fari í þetta mál. Þetta er auðvitað stórt mál, þetta er umdeilt mál eins og við vitum. Margir hafa mikla þörf af þeim ástæðum að tjá sig um málið,“ segir Einar.Hann geris ér ekki vonir um að umræðunni ljúki í dag og málið því áfram rætt inn í vikuna. Miklar líkur eru á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra freisti þess að leggja fram frumvarp um afnám gjaldeyrishafta áður en vorþingi lýkur. Frumvarpið var ekki lagt fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun en ráðherrann hefur sagt að undirbúningur þess væri á lokastigi.Ef frumvarpið kemur fram, eru þá ekki líkur á að þing þurfi að starfa eitthvað inn í sumarið?„Svo kann auðvitað að fara. Ég hef að sjálfsögðu ekki séð þetta frumvarp né veit ég hvenær það verður lagt fram. Við verðum einfaldlega að taka þá stöðu þegar hún er komin upp og við stöndum frammi fyrir því. Ég mun þá auðvitað reyna að ræða það við bæði forystumenn ríkisstjórnarinnar og ekki síður forystumenn þingflokkanna,“ segir forseti Alþingis. Komi frumvarpið fram í þessari viku eða þeirri næstu má telja víst að ríkisstjórnin leggði áherslu á að það fengist afgreitt á yfirstandandi þingi enda yrði að öðrum kosti að leggja málið fyrir Alþingi að nýju á haustþingi. Það eru því líkur á sumarþingi. „Ég hef skilið það svo að þetta mál sé þess eðlis og þannig vaxið að það verði að ljúka því á þessu þingi. Ég á ekki von á öðru en það sé góður skilningur á því. Þarna eru auðvitað miklir hagsmunir í húsi“ segir Einar.Þannig að ef frumvarpið kemur fram yrði sumarþing, menn færu ekki að draga það fram á haustið?„Ég vil bara engu spá um það að málinu óséðu og án þess að hafa haft tækifæri til að ræða þessi mál við forystumenn ríkisstjórnar og þingflokka,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Líkur hafa aukist á að Alþingi starfi áfram í júní vegna mögulegs frumvarps frá fjármálaráðherra um afnám gjaldeyrishafta. Umræðum um virkjanamál verður framhaldið á Alþingi í dag og reiknar forseti þingsins ekki með að henni ljúki í dag. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eiga eldhúsdagsumræður að fara fram á þinginu miðvikudaginn í næstu viku og fresta á þingstörfum hinn 29. maí. Miklar umræður áttu sér stað í síðustu viku um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta og enn eru ellefu þingmenn á mælendaskrá, þar af fjórir stjórnarliðar. Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis reiknar með að umræðurnar taki allan daginn í dag. „Jú, ég geri ráð fyrir því að dagurinn fari í þetta mál. Þetta er auðvitað stórt mál, þetta er umdeilt mál eins og við vitum. Margir hafa mikla þörf af þeim ástæðum að tjá sig um málið,“ segir Einar.Hann geris ér ekki vonir um að umræðunni ljúki í dag og málið því áfram rætt inn í vikuna. Miklar líkur eru á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra freisti þess að leggja fram frumvarp um afnám gjaldeyrishafta áður en vorþingi lýkur. Frumvarpið var ekki lagt fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun en ráðherrann hefur sagt að undirbúningur þess væri á lokastigi.Ef frumvarpið kemur fram, eru þá ekki líkur á að þing þurfi að starfa eitthvað inn í sumarið?„Svo kann auðvitað að fara. Ég hef að sjálfsögðu ekki séð þetta frumvarp né veit ég hvenær það verður lagt fram. Við verðum einfaldlega að taka þá stöðu þegar hún er komin upp og við stöndum frammi fyrir því. Ég mun þá auðvitað reyna að ræða það við bæði forystumenn ríkisstjórnarinnar og ekki síður forystumenn þingflokkanna,“ segir forseti Alþingis. Komi frumvarpið fram í þessari viku eða þeirri næstu má telja víst að ríkisstjórnin leggði áherslu á að það fengist afgreitt á yfirstandandi þingi enda yrði að öðrum kosti að leggja málið fyrir Alþingi að nýju á haustþingi. Það eru því líkur á sumarþingi. „Ég hef skilið það svo að þetta mál sé þess eðlis og þannig vaxið að það verði að ljúka því á þessu þingi. Ég á ekki von á öðru en það sé góður skilningur á því. Þarna eru auðvitað miklir hagsmunir í húsi“ segir Einar.Þannig að ef frumvarpið kemur fram yrði sumarþing, menn færu ekki að draga það fram á haustið?„Ég vil bara engu spá um það að málinu óséðu og án þess að hafa haft tækifæri til að ræða þessi mál við forystumenn ríkisstjórnar og þingflokka,“ segir Einar K. Guðfinnsson.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira