Rótin telur meðferðarkerfið vera úrelt að mörgu leyti Viktoría Hermannsdóttir skrifar 26. janúar 2015 07:00 Á málþingi Rótarinnar kom fram að margir vildu láta skoða það hvort hægt væri að verja því fjármagni sem fer í málaflokkinn á annan veg. Fréttablaðið/Heiða „Við myndum vilja sjá að það væri sérstök innlagna- eða greiningarmiðstöð sem væri rekin af ríkinu eða óháðum aðila. Þar myndi fólk fá greiningu á því hvernig meðferð það þarf. Ekki eins og það er núna að hagsmunaaðili, sem hefur rekstrarhagmuni af því að fá sem flesta sjúklinga, greini vandann og meti,“ segir Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Félagið stóð í síðustu viku fyrir fundi sem þingmenn úr öllum flokkum tóku þátt í þingborðsumræðu. Rætt var um meðferðarúrræði og stefnu stjórnvalda í þeim efnum en Rótin hefur talað fyrir breyttum meðferðarúrræðum við áfengis- og vímuefnavanda.Kristín PálsdóttirMeðal annars að meðferð verði kynjaskipt og einstaklingar undir 18 ára aldri séu ekki í meðferð með þeim sem eldri eru. Félagið vill að stjórnvöld skoði betur hvernig fjármunum er varið í meðferðarúrræði og hvernig þjónustu hið opinbera sé að kaupa af einkaaðilum. „Það er ríkið sem borgar fyrir þjónustuna og við erum að þrýsta á að ríkið sé með ákveðna gæðastaðla,“ segir hún „Við leggjum áherslu á að það þurfi að skapa þekkingarsamfélag í kringum meðferðina. Til dæmis að þeir sem eru að meðhöndla þá sem eru skilgreindir sjúklingar séu með menntun á háskólastigi. Við teljum að meðferðarkerfið sé að mörgu leyti mjög úrelt og hvernig peningum er forgangsraðað til meðferðarmála. Við höfum til dæmis gagnrýnt að allir þurfi að fara í 10 daga innliggjandi afvötnun þó þeir labbi edrú inn í meðferð,“ segir hún. Kristín segir að skoða ætti hvort hægt væri að nýta það fjármagn ríkið setur í þennan málaflokk á annan hátt. Það gæti skilað betri árangri. „Manni finnst afskaplega fornaldarlegt að þau úrræði sem ríkið bjóði upp á sé annars vegar læknisfræðileg úrræði, 12 spora nálgun og svo kristileg. Mér finnst sjálfri þetta nett súrrealískt að sjá þetta á heimasíðu velferðarráðuneytisins árið 2015.“ Kristín vill meina að vegna rekstrarhagsmuna sé SÁÁ tregt til að senda sjúklinga sína annað. „Það kom meðal annars fram á fundinum að mjög sjaldan væri vísað frá Vogi yfir í sérstakt úrræði fyrir fólk með tvíþættan vanda sem er á Teigi. Á málþingi sem Geðhjálp og Olnbogabörn héldu um tvíþættan vanda töluðu fjórar ungar konur sem hafa farið í gegnum meðferðarkerfið. Þeim hafði aldrei verið vísað á þetta úrræði þótt það hefði hentað þeim öllum. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða.“ Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Við myndum vilja sjá að það væri sérstök innlagna- eða greiningarmiðstöð sem væri rekin af ríkinu eða óháðum aðila. Þar myndi fólk fá greiningu á því hvernig meðferð það þarf. Ekki eins og það er núna að hagsmunaaðili, sem hefur rekstrarhagmuni af því að fá sem flesta sjúklinga, greini vandann og meti,“ segir Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Félagið stóð í síðustu viku fyrir fundi sem þingmenn úr öllum flokkum tóku þátt í þingborðsumræðu. Rætt var um meðferðarúrræði og stefnu stjórnvalda í þeim efnum en Rótin hefur talað fyrir breyttum meðferðarúrræðum við áfengis- og vímuefnavanda.Kristín PálsdóttirMeðal annars að meðferð verði kynjaskipt og einstaklingar undir 18 ára aldri séu ekki í meðferð með þeim sem eldri eru. Félagið vill að stjórnvöld skoði betur hvernig fjármunum er varið í meðferðarúrræði og hvernig þjónustu hið opinbera sé að kaupa af einkaaðilum. „Það er ríkið sem borgar fyrir þjónustuna og við erum að þrýsta á að ríkið sé með ákveðna gæðastaðla,“ segir hún „Við leggjum áherslu á að það þurfi að skapa þekkingarsamfélag í kringum meðferðina. Til dæmis að þeir sem eru að meðhöndla þá sem eru skilgreindir sjúklingar séu með menntun á háskólastigi. Við teljum að meðferðarkerfið sé að mörgu leyti mjög úrelt og hvernig peningum er forgangsraðað til meðferðarmála. Við höfum til dæmis gagnrýnt að allir þurfi að fara í 10 daga innliggjandi afvötnun þó þeir labbi edrú inn í meðferð,“ segir hún. Kristín segir að skoða ætti hvort hægt væri að nýta það fjármagn ríkið setur í þennan málaflokk á annan hátt. Það gæti skilað betri árangri. „Manni finnst afskaplega fornaldarlegt að þau úrræði sem ríkið bjóði upp á sé annars vegar læknisfræðileg úrræði, 12 spora nálgun og svo kristileg. Mér finnst sjálfri þetta nett súrrealískt að sjá þetta á heimasíðu velferðarráðuneytisins árið 2015.“ Kristín vill meina að vegna rekstrarhagsmuna sé SÁÁ tregt til að senda sjúklinga sína annað. „Það kom meðal annars fram á fundinum að mjög sjaldan væri vísað frá Vogi yfir í sérstakt úrræði fyrir fólk með tvíþættan vanda sem er á Teigi. Á málþingi sem Geðhjálp og Olnbogabörn héldu um tvíþættan vanda töluðu fjórar ungar konur sem hafa farið í gegnum meðferðarkerfið. Þeim hafði aldrei verið vísað á þetta úrræði þótt það hefði hentað þeim öllum. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða.“
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira