Vongóður á að það takist að afstýra allsherjarverkfalli sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. október 2015 13:52 Formenn LL, SLFÍ og SFR á fundi í Karphúsinu. Vísir/GVA Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags, segir að unnið sé hörðum höndum að því að ná samningum fyrir næsta allsherjarverkfall sem skellur að óbreyttu á næsta fimmtudag. Hann segir það hafa verið vonbrigði að ekki hafi náðst samkomulag um launaliðinn um helgina, líkt og stefnt hafði verið að. „Það olli okkur verulegum áhyggjum að ná ekki að klára þennan launalið yfir helgina. En við erum komin nokkuð langt að mínu mati, þó það séu einhverjar brekkur eftir til að fara. En eins og alltaf þá getur alltaf brugðið til beggja vona í svona, það eru enn viðkvæm mál sem þarf að takast á við,“ segir Árni Stefán. Hann segir þó flest benda til að það muni takast að afstýra næsta verkfalli. „Við munum reyna að ýta á að klára þetta fyrir fimmtudag. Ég geri mér vonir um að við náum samkomulagi, það er ef allt gengur eins og verið hefur. Við höfum sett okkur markmið að vera búin að því fyrir allsherjarverkföllin næsta fimmtudag.“ Kjaraviðræðum samninganefnda SFR stéttarfélags, sjúkraliða og lögreglumanna við ríkið verður framhaldið í dag. Deiluaðilar sátu við samningaborðið í húsakynnum ríkissáttasemjara til miðnættis í gær, og hittust aftur um klukkan eitt í dag. Sjúkraliðar á Landspítalanum og Heilbrigðisstofnun Austurlands og Suðurnesja leggja niður störf í dag og standa aðgerðirnar yfir í þrjá sólarhringa. Á fimmtudag hefst svo allsherjarverkfall hjá SFR og sjúkraliðum ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Verkfall 2016 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags, segir að unnið sé hörðum höndum að því að ná samningum fyrir næsta allsherjarverkfall sem skellur að óbreyttu á næsta fimmtudag. Hann segir það hafa verið vonbrigði að ekki hafi náðst samkomulag um launaliðinn um helgina, líkt og stefnt hafði verið að. „Það olli okkur verulegum áhyggjum að ná ekki að klára þennan launalið yfir helgina. En við erum komin nokkuð langt að mínu mati, þó það séu einhverjar brekkur eftir til að fara. En eins og alltaf þá getur alltaf brugðið til beggja vona í svona, það eru enn viðkvæm mál sem þarf að takast á við,“ segir Árni Stefán. Hann segir þó flest benda til að það muni takast að afstýra næsta verkfalli. „Við munum reyna að ýta á að klára þetta fyrir fimmtudag. Ég geri mér vonir um að við náum samkomulagi, það er ef allt gengur eins og verið hefur. Við höfum sett okkur markmið að vera búin að því fyrir allsherjarverkföllin næsta fimmtudag.“ Kjaraviðræðum samninganefnda SFR stéttarfélags, sjúkraliða og lögreglumanna við ríkið verður framhaldið í dag. Deiluaðilar sátu við samningaborðið í húsakynnum ríkissáttasemjara til miðnættis í gær, og hittust aftur um klukkan eitt í dag. Sjúkraliðar á Landspítalanum og Heilbrigðisstofnun Austurlands og Suðurnesja leggja niður störf í dag og standa aðgerðirnar yfir í þrjá sólarhringa. Á fimmtudag hefst svo allsherjarverkfall hjá SFR og sjúkraliðum ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma.
Verkfall 2016 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira