Meirihluti morða á Íslandi tengjast heimilisofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2015 10:00 "Þetta undirstrikar mikilvægi þess að vinna markvisst gegn ofbeldi með þjónustu við brotaþola og gerendur.“ Vísir/Getty Ellefu morð hafa verið framin hér á landi sem rekja má til heimilisofbeldis frá 2003. Það eru um 60 prósent morða sem framin voru á þessu tímabili. Þetta er eitt af því sem fram kemur í bæklingnum kynlegar tölur sem gefinn er út af mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar í tilefni af 8. mars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg hefur bæklingurinn að geyma tölfræðilegar upplýsingar þar sem ljósi er varpað á ólíka stöðu karla og kvenna í borginni og á landinu. Í bæklingnum kemur fram að engar margtækar upplýsingar séu til um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Erlendar sýni að fatlað fólk verði fyrir ofbeldi í mun meira mæli en ófatlað fólk. Þá séu fatlaðar konur líklegri til að verða fyrir ofbeldi en nokkur annar hópur samfélagsins. Tvær töflur eru í bæklingnum um morð sem skilgreind eru sem heimilisofbeldismál. Þar kemur fram að frá árinu 2003 hafi verið framin ellefu morð sem rekja megi til heimilisofbeldis. Það eru um 60 prósent morða á tímabilinu. Upplýsingar þessar byggja ekki á dómsmálum, heldur þeim málum sem lögreglan telur morðmál og kæra er lögð fram vegna. „Þetta undirstrikar mikilvægi þess að vinna markvisst gegn ofbeldi með þjónustu við brotaþola og gerendur,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fleiri konur en karlar í aldurhópnum yngri en 60 ára kusu í borgarstjórnarkosningunum 2014, en hlutfallið er jafnt á milli kynja í aldurshópnum 60 til 64 ára. Eftir þann aldur eru fleiri karlar að kjósa en konur. Hlutfall frambjóðenda sem voru konu og innflytjendur voru þrjú prósent í kosningunum og hlutfall karla sem eru innflytjendur í framboði var tvö prósent. „Það er ljóst að þetta endurspeglar ekki þann fjölda innflytjenda sem er í Reykjavík en konur sem teljast innflytjendur eru 12 prósent kvenna í borginni og karlar sem eru innflytjendur eru 11 prósent karla í borginni.“ Frá árinu 1932 hafa fjórar konur verið borgarstjórar en sautján karlar. Þrjár af þeim konum sem gegndu embættinu sátu ekki heilt kjörtímabili og ein þeirra gegndi því ásamt karli. Þá er hlutfall erlendra kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu mun hærra en fjöldi innflytjenda gefur tilefni til. Það er 32 prósent á meðan þær eru 10 prósent kvenna sem búa á Íslandi. „Það sama er uppi á teningnum með hlutfall innflytjenda í hópi þeirra sem beittu konurnar ofbeldi sem dvöldu í Kvennaathvarfinu en þar eru erlendir karlmenn 22% á meðan þeir eru 9% íbúa landsins.“ Bæklinginn má sjá hér. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Ellefu morð hafa verið framin hér á landi sem rekja má til heimilisofbeldis frá 2003. Það eru um 60 prósent morða sem framin voru á þessu tímabili. Þetta er eitt af því sem fram kemur í bæklingnum kynlegar tölur sem gefinn er út af mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar í tilefni af 8. mars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg hefur bæklingurinn að geyma tölfræðilegar upplýsingar þar sem ljósi er varpað á ólíka stöðu karla og kvenna í borginni og á landinu. Í bæklingnum kemur fram að engar margtækar upplýsingar séu til um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Erlendar sýni að fatlað fólk verði fyrir ofbeldi í mun meira mæli en ófatlað fólk. Þá séu fatlaðar konur líklegri til að verða fyrir ofbeldi en nokkur annar hópur samfélagsins. Tvær töflur eru í bæklingnum um morð sem skilgreind eru sem heimilisofbeldismál. Þar kemur fram að frá árinu 2003 hafi verið framin ellefu morð sem rekja megi til heimilisofbeldis. Það eru um 60 prósent morða á tímabilinu. Upplýsingar þessar byggja ekki á dómsmálum, heldur þeim málum sem lögreglan telur morðmál og kæra er lögð fram vegna. „Þetta undirstrikar mikilvægi þess að vinna markvisst gegn ofbeldi með þjónustu við brotaþola og gerendur,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fleiri konur en karlar í aldurhópnum yngri en 60 ára kusu í borgarstjórnarkosningunum 2014, en hlutfallið er jafnt á milli kynja í aldurshópnum 60 til 64 ára. Eftir þann aldur eru fleiri karlar að kjósa en konur. Hlutfall frambjóðenda sem voru konu og innflytjendur voru þrjú prósent í kosningunum og hlutfall karla sem eru innflytjendur í framboði var tvö prósent. „Það er ljóst að þetta endurspeglar ekki þann fjölda innflytjenda sem er í Reykjavík en konur sem teljast innflytjendur eru 12 prósent kvenna í borginni og karlar sem eru innflytjendur eru 11 prósent karla í borginni.“ Frá árinu 1932 hafa fjórar konur verið borgarstjórar en sautján karlar. Þrjár af þeim konum sem gegndu embættinu sátu ekki heilt kjörtímabili og ein þeirra gegndi því ásamt karli. Þá er hlutfall erlendra kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu mun hærra en fjöldi innflytjenda gefur tilefni til. Það er 32 prósent á meðan þær eru 10 prósent kvenna sem búa á Íslandi. „Það sama er uppi á teningnum með hlutfall innflytjenda í hópi þeirra sem beittu konurnar ofbeldi sem dvöldu í Kvennaathvarfinu en þar eru erlendir karlmenn 22% á meðan þeir eru 9% íbúa landsins.“ Bæklinginn má sjá hér.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira